Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 6
heldur ekkert fyrir hinn síðar nefnda að fara til lögfræðings til þess að spyrja hann, hvort hann eigi að lána peningana eða ekki. Lög- fræðingurinn getur skýrt fyrir honum rétt- arstöðuna gagnvart skuldunautnum, ef hann lánar peningana, hvernig hann eigi að fara að til þess að fá skuldina greidda, ef hún er ekki greidd á gjalddaga, hvernig hann geti látið tryggja hana, ef hann óski ekki eft- ir að hafa hana ótryggða, með veði eða ábyrgð, o. s. frv. En lögfræðingurinn getur auðvitað ekkert um það sagt, hvort maður- inn eigi að lána vini sínum peningana eða ekki. Það fer eftir því. hvort hann vill gera honum greiða, hvort honum finnst hann mega missa peningana eða jafnvel hvort hann held- ur, að það sé hinum til gagns eða ógagns að fá peningana milli handa o. s. frv. Til þess að geta tekið þessa ákvörðun, getur maðurinn ekki vænzt hjálpar neinnar vísindagreinar. Þegar tveir menn deila um það, hvort lag sé fallegt eða Ijótt, er einnig þýðingarlaust að snúa sér til tónlistarfræðings til þess að fá úr því skorið. Sem vísindamaður getur hann e'nungis sagt t. d., hvort lagið sé bvggt sam- kvæmt viðurkenndum tónfræðireglum, hann getur lýst því, hvaða reglum hafi verið fylgt við samningu þess, í hvaða tóntegund það sé o. s. frv., en hann brestur allt dómsvald um það, hvort það sé fallegt eða ljótt. Segi hann, að sér finnist þsð t. d. fallegt, segir hann það ekki í krafti tónlistarþekkinofar sinnar, held- ur smekks síns. Og skoðun tónlistarfræðings- ins á þessu máli er í sjálfu sér ekkert þyngri á metunum en hvers annars, sumum kann að þvkia það liótt, sem honum þvkir fallegt, mennírnir geta haldið áfram að deila um það, hvort lagið sé fadegt eða ljótt, en slíkar deil- ur eru heimskulegar, því að úr því verður aldrei skorið. og það ber vott um misskilning á eðli vísindanna að kveðia þau sér til hjálp- ar og ætla þeim að skera úr slíku. Þet+a virðist þó flestum ljóst. Menn ætl- ast ekki til þess af lögfræðingum, að þeir leysi vandamálið um áfengislöggiöfina, og menn ætlast ekki til þess af tónlistarfræðingi, að hann ákveði, hvort lag sé fallegt eða liótt. En þsð er eins og ýmsir ætlist til þess af hag- fræð'ngunum, að þeir ákveði, hvað sé rétt og rangt, fagurt og liótt. í vissum þáttum fé- lagslífs mannanna, að þeir ákveði, hvað sé mönnum fyrir beztu í hagrænum efnum. —- Geti menn ekki ákveðið betta sjálfir eða vilji það ekki. er kannske síður en svo verra að fela hagfræðingum úrskurðaxvald um það en einhverjum öðrum, því að þeir þekkja þó og VÍKINGUR skilja þau lögmál atvinnulífsins, sem á annað borð eru þekkt, en menn mega ekki búast við neinum vísindalegum úrskurði. því að það er alls ekki hlutverk neinna vísinda að segja til um, hvað mönnum sé fyrir beztu. Það er ekki hlutverk hagfræðivísindanna að lýsa því, hvernig atvinnulíf mannanna eigi að vera, heldur hvernig það sé, að hvaða markmiðum þeir geti keppt, og hverjar leiðir liggi að því markmiði, sem þeir velja sér. Að vissu leyti má þannig likja hagfræð- ingunum við bílstjóra. Maður hringir ekki á bíl til þess að spyrja bílstjórann, hvert mað- ur eigi að fara, heldur biður hann að aka sér þangað, sem maður vill fara. Hagfræðing- arnir eru heldur eklci til þess að segja mönn- um, að hverju beri að stefna í atvinnumálum og fjármálum, heldur um hvaða markmið sé að ræða og hvernig hægt sé að ná þeim mark- miðum, sem að er stefnt. Þá hafa ýmsir bent á það og fundizt það gera hagfræðivísindin tortryggileg, að mjög bæri á því, að hagfræðingar væru ekki sam- mála, t. d. um aðgerðir í dýrtíðarmálunum. Það er satt, að hagfræðingar eru hér nokkuð ósammála, en ástæðan til þess, að menn telja það hagfræðivísindunum til lasts, er sú, að ekki er gerður greinarmunur á því, sem hag- fræðingarnir segja sem vísindamenn, og því, sem þeir segja sem stjórnmála.menn, því að þeir geta auðvitað haft skoðanir á stjórnmál- um eins og aðrir menn. Ég vona að því hafi verið lýst nógu greinilega að framan, að það, hvort vinna eigi gegn dýrtíðinni eða ekki, er fyrst og fremst stjórnmálaviðfangsefni, og eins það, hveriir eigf að bera byrðarnar af dýrtíðarráðstöfununum. Þegar hagfræðingur heldur því fram, að einhver ákveðin stétt eigi fyrst og fremst að bera byrðarnar, talar hann sem stjórnmálamaður, en ekki sem vísinda- maður. En þegar hann lýsir því, hvaða afleið- ingar það hefur að láta eina stétt bera byrð- arnar frekar en aðra eða að mestur árangur náist í því að vinna gegn dýrtíðinni með því að láta þessa stétt bera byrðarnar, taiar hann sem vísindamaður. Það er ekkert við bví að segja, að menn séu ósammála um það, hverjir eigi að bera byrðarnar af dýrtíðarráðstöfún- unum, það er mannlegt að vera" annast um eigin pyngju og pyngju þeirra, sem menn hafa samúð með. En ef hagfræðingarnir væru ósammála um það, hvað hægt sé að gera og hvaða áhrif hinar ýmsu ráðstafanir hafi, bæri það annað hvort vott um, að viðfangsefnið væri óleysanlegt eða að hagfræðinni hefði (Framh. á bls. 16) 6

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.