Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 5
verði eigi að selja kjöt bóndans eða hvaða kaup eigi að greiða iðnaðarmanninum, má auðvitað með aðstoð þeirrar þekkingar, sem hagfræðivísindin hafa yfir að ráða, t. d. reikna út, hver sé framleiðslukostnaður bóndans, ef honum er reiknað ákveðið kaup, en hversu hátt það á að vera, er ómögulegt að reikna. Hagfræðingarnir gætu einnig leitt nokkrar líkur að því, hvert verðið myndi vera, ef um algerlega frjálsan markað væri að ræða, en um það, hvort það verð væri í sjálfu sér æski- legra eða réttlátara en eitthvert annað verð, geta þeir ekkert sagt sem slíkir. Þeir geta einnig sagt til um það, hver áhrif það muni væntanlega hafa á söluna og tekjur bóndans, ef verðið er hækkað eða lækkað, miðað við ákveðin markaðsskilyrði. hvernig sé hag- kvæmast að haga dreifingunni og sölunni o. s. frv. Eins getur hagfræðingurinn sagt til um, hvaða áhrif t. d. launahækkanir hjá iðnaðar- mönnum muni hafa á iðnaðinn og einstakar iðngreinar, á aðra atvinnuvegi, á skiptingu þjóðarteknanna, verðlagið, vísitöluna, inn- flutninginn, útflutninginn, gengi krónunnar og þar fram eftir götunum. En þrátt fyrir það, getur hann sem vísindamaður ekkert um það sagt, hvort hækka eigi kaup iðnaðai'mann- anna. Hvort það á að gera eða ekki, hlýtur að fara eftir því, hvort þau áhrif, sem hagfræð- ingurinn telur, að það muni hafa, eru talin æskileg eða óæskileg, réttlát eða ranglát. Um afstöðu hagfræðinganna til dýrtíðar- málanna er alveg hliðstætt að segja. Þeir geta í sjálfu sér ekkert um það sagt, hvort vinna beri gegn dýrtíðinni eða ekki. Þeir geta hins vegar skýrt, hverjar séu orsakir dýrtíðarinn- ar og hverjar afleiðingar hún muni hafa, ef ekkert er að gert. Ef menn þá verða sammála um, að æskilegt sé að vinna bug á dýrtíðinni, geta þeir bent á, hvaða leiðir séu til að því marki, þeir gæta lýst þeim ráðstöfunum, sem til greina getur komið að gera, og afleiðing- um þeirra. Eigi að keppa að því að vinna sem skjótast bug á dýrtíðinni, geta þeir lýst því, hverjar ráðstafanir séu til þess áhrifamestar. Ákveði valdhafarnir, að ráðstafanirnar megi ekki rýra kjör einnar eða ákveðinna stétta, geta þeir sagt til um, hvernig hjá því megi komast, en þeir geta ekkert sagt um, hvort rétt sé eða rangt, að kjör þessara stétta rýrni ekki. Það er ekki hlutverk þeirra, heldur stjórnmálamannanna, að taka ákvörðun um það. Fræðilegt hlutverk hagfræðinganna er því fyrst og fremst að afla þekkingar á þeim fé- lagslegu fyrirbrigðum, sem starfsemi mann- anna til þess að afla sér gæða, sem á er tiltölu- legur skortur, og neyzla þeirra hefir í för með sér, og að skýra orsakir og afleiðingar fyrir- brigða í atvinnulífi og fjármálum, t. d. dýr- tíðar, en hagnýtt hlutverk þeirra er fyrst og fremst að benda á leiðir, sem liggi til ákveð- inna markmiða, og skýra, hvaða markmiðum megi ná með ákveðnum aðgerðum og hvaða áhrif þær hafi, — án þess þó að fella nokkurn dóm um markmiðin í sjálfu sér, t. d. benda á hvað hægt sé að gera til þess að vinna gegn dýrtíð, hvaða ráðstafanir séu þar áhrifamikl- ar og hvaða áhrifalitlar, hvaða áhrif t. d. gengishækkun hafi, hvaða áhrif skattahækk- anir hafi, stríðsgróðaskattur, skyldusparnað- ur o. s. frv. Hér skal engin tilraun gerð til þess að hafa áh'rif á skoðanir manna á því, hvort þetta hlutverk hagfræðinnar sé þýðingarmikið eða ekki, t. d. hvað snertir lausn dýrtíðarmálanna. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé miög þýð- ingarmikið og að ekki verði gerðar skynsam- legar ráðstafanir í dýrtíðarmálunum nema þeir, sem þær gera, færi sér í nyt þá þekk- ingu, sem hagfræðin hefir á því, hverjar ráð- stafanir sé hægt að gera til þess að ná því markmiði, sem menn virðast nú vera sammála um að keppa beri að, sem sé að vinna gegn dýrtíðinni, og þekkingu hagfræðinganna á því, hveriar afleiðingar hinar ýmsu ráðstaf- anir væntanlega mvndu hafa í för með sér. Iíinsvegar virðast, ým«ir finna hagfræðivís- indunum miög til foráttu. að þau geta ekki slcorið úr bví, hvort yfirleitt eigi að vinna gegn dýrtíðinni, við hversu háu verði eigi að selia kiötið og hversu hátt kaun eigi að greiða iðnaðarmönnunum. En að krefiast þessa af hae-fvæðingi er í rauninni hliðrtartt og að ætla að láta lögfræðing skera úr bví t. d., hvort setia e'gi bannlög eða ekki. b. e. a. s., hvort levfa skuli sölu áfengis. Hvnrt bað á að gera eða ekki. er anðvitað komið undir bví. hvort menn telia æ«kilegt„ að menn eigi kost á að neyta áfengis eða ekki. en um bað hafa lög- fræðivísindin ekkert að segia. Ef menn hins- vegar teldu rétt að setia bannlög, getur lög- fræðingurinn sagt, hvernig þau eigi að vera til þess að brjóta ekki í bága við önnur lög eða anda beirra o. s. frv. Nú geta lögfræðing- arnir auðvitað haft ólíkar skoðanir í áfeng- ismálunum, en þeir hafa slíkar skoðanir ekki sem lögfræðingar, heldur sem einstaldingar og út frá ákveðnum hugmvndum um það, að hveriu beri að keppa í lífinu og hvað sé mönnunum fyrir beztu. — Hafi maður beðið vin sinn að lána sér peninga, þýðir auðvitað 5 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.