Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 11
ENDUR MINNINGA R Björn Eymundsson Allir sjómenn sem hafa komið við á Hornafirði, kannast við Björn Eymundsson iiafnsögumann þar, sérstaklega eru það strandferðaskipin, sem koma í náin kynni við hann svo og fiskiskip og fiskkaupa- skip. Nú á hinum síðustu tímum eru það einnig brezkir og norskir herbátar sem þurfa á leiðsögn hans að halda. Björn mun hafa leiðbeint skipum í samfleytt 30 ár við Hornafjörð, og til næstu hafna á Austurlandi. Hvar sem ég hefi fyrh'hitt sjómenn, er til Hornafjarðar hafa komið, bæði innlenda og erlenda og notið hafa leiðsagnar Björns, hefi ég orðið þess var, hve vel kynntur hann er, hafa þeir allir lokið upp einum munni um það, að þar færi maður sem óhætt væri að treysta, enda er það mála sannast, að hann hefir í þessu starfi sýnt frábæra árvekni og skyldurækni. Allir sem til þekkja, vita að það er eigi heiglum hent að stunda hafnsögu við Hornafjarðarós, og enginn nema þrekmaður hefði stundað það í öll þessi ár, þegar þess er gætt hve frámunalega erfið aðstaða var þar á meðan ekki voru nema róðrarbátar til flutninga milli skips og lands til viðbótar við þau erfiðu skilyrði er ósinn bakar mönnum á hverjum tíma og sem aldrei verður fyrir girt til fullnustu, en allt þetta hefir Björn staðið af sér með sinni alkunnu lægni og útsjóna- semi. Björn er nú bráðum 70 ára og einhvern tíma verður hann að hætta störfum; hann er ekki ódrep- andi frekar en aðrir mennskir menn, en því er ekki að leyna, að það er mitt álit og margra annarra, sem til þekkja, að vandfyllt sé það skarð er verður fyrir skildi, er Björns missir við. Eigi er ráð nema í tíma sé tekið. Er nauðsynlegt að Hornfirðingar geri sér það ljóst, að Björns nýtur ekki við í það óendanlega og þurfa þeir því, vegna þess orðstýs, er hann hefir getið sér og þá um leið Hornafirði, að vanda vel til eftirmannsins. Það er ekki haft hátt um það, hvorki af honum sjálfum né öðrum, hvaða vandastarf hann hefir leyst þarna af hendi. Ég hefi haft kynni af því í 18 ár og get ég því vel um borið álít ég að honum hafi í alla staði farist það snildar- lega. Það er ekki of mikið, þótt einu sinni sé þess getið opinberlega. Ég lít svo á, að ef það er rétt, að verðlauna menn með orðum eða krossum, að þá séu það einmitt svona menn, sem eiga að verða fyrir því, menn, sem áratugum saman hafa lagt á sig vök- ur og mikið erfiði og oft teflt í tvísýnu, til þess að koma öðrum heilum í höfn, og hafa auk þess eins og Björn, orðið að stunda allskonar aukastörf, til þess að hafa ofan af fyrir sér og sínum. Ég hefi þá trú, að ef allir íslendingar skipuðu sinn sess eins vel og Björn, að þá væri vel. Ég vildi láta sjó- mannablaðið „Víking" segja eitthvað frá störfum Björns, vegna þess að ég hefi mætur á honum, fyr- ir hans langa og dyggilega starf, fyrir alla þá ár- vekni og umhyggju, sem hann hefir sýnt skipum er leiðsagnar hans hafa notið. Af þeim sökum kom ég að máli við hann og mæltist til þess, að hann segði frá ýmsu úr sínu lífi, svo sem uppruna og frá því, er hann byrjaði að stunda sjó. Það þarf nefnilega góðan sjómann til þess að leysa hafnsögumanns- starfið vel af hendi við Hornafjarðarós. Læt ég svo fylgja hér með þær augnabliksmyndir úr lífi Björns, sem hann hefir látið mér í té. Segir hann þar sjálf- ur frá á sinn hátt. Á. S. Ég er fæddur 16. nóvember 1872, að Dilks- nesi hjer í Hornafirði og er því um þessar mundir 69 ára gamall. Faðir minn var fæddur að Hofi í Öræfum og hlaut skírnarnafnið Meyvant, sem honum fannst hálfgerð nafn- leysa þegar hann eltist, og tók þá upp nafnið Eymundur Jónsson og fjeklt lögfestingu á því. Móðir mín var Halldóra Stefánsdóttir frá Árnanesi og bjuggu foreldrar mínir lengst af í Dilksnesi, og stundaði faðir minn smíðar, einkum járnsmíði, því hann hafði formlega lært þá iðn í Kaupmannahöfn, einnig stund- aði hann sjósókn hjer við ósinn og var fyrsti maður, sem leiðbeindi hafskipum hjer á Hornafjörð, og hepnaðist það vel, svo sem svo margt annað sem hann lagði stund á. Fyrstu tvö ár æfi minnar mun jeg hafa dvalið hjá foreldrum mínum, en fór þá til fósturs að Sandfelli í Öræfum til síra Björns Stefáns- sonar móðui’bróður míns, og frú Jóhönnu Lúð- vigsdóttur Knudsen, og mun hafa dvalið þar um fjögra ára skeið, en að þessum fósturföð- ur mínum látnum fluttist jeg aftur til foreldra minna að Dilksnesi, var þar þó ekki lengi í það skifti, en fór þá enn í fóstur til hjónanna á Þinganesi, Jóns Guðmundssonar og Katrínar Jónsdóttur, og var ég hjá þeim til 12 ára ald- urs, en flutti þá enn til foreldra minna, og dvaldist nú hjá þeim þar til ég var 16 ára, þegar ég var á 17.ári, réðist ég til sjóróðra norður á Vopnafjörð, til Jakobs Helgasonar pöntunarstjóra og frú Elísabetar Ólafsdóttur, og mun það hafa verið í fyrsta sinn sem ég réðist formlega til sjómensku, byrjaði að vísu 12 ára gamall að róa á sjó hér við ósinn með VÍKINGUR 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.