Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Side 13
og var þetta þegar þau hjónin frú Valgerður
og Ottó Tulinius voru að flytja frá Eskifirði Iti
Papóss, skipið gat ekki komið á Papós þó
lítið væri, en kom hér inn á Hornafjörð oft-
ast nær, og sigldu skipstjórar þá skipunum
sjálfir eftir merkjum, og þegar dregin voru
liggjanda merki á stöng austan við ósinn, og
var þá bannað að fara á föllum um ósinn og
höfðu menn þeir er kortlögðu ósinn strang-
lega tekið það fram, í þetta skifti hafði skipið
komið inn undir Papós, en enginn bátur kom-
ið út og fór því skipið hingað suður með þau
hjónin, ásamt miklu af flutningi, svo sem hús-
búnaði, miklu af jurtapottum með blómum í
o. fl. o. fl. og af því Tulinius þekkti mig, sneri
hann sér að mér og spurði mig hvort ég vildi
ekki reyna að fara aftur með skipinu austur
undir Papós, láta svo mikið af þessum varn-
ingi, sem hægt væri, í enska ,,jollu“ og norska
skektu sem hann átti einnig þarna með og róa
svo skektunni inn á Papós og róa fyrir joll-
unni með flutningnum í og félst ég á þessa
uppástungu, en sjálf ætluðu hjónin að fá hesta
fyrir sig og fylgdarliðið, og áttum við að hafa
þá til baka aftur. Tulinius bauð mér að taka
með 3—4 menn til að róa inn á Papósinn, en
ég kaus mér einn mann, Benedikt Jónsson frá
Þinganesi, uppeldisbróðir minn frá því ég var
þar áður, vildi ekki fleiri menn, því mér hefir
jafnan þótt betra „fylgi en fjölmenni", og var
svo lagt af stað á allhörðu falli og var einhver
dáUtill spenningur í mér undir niðri yfir því,
að brjóta þessi ,,liggjanda“ fyrirmæli annað
var ekki hægt, undir kringumstæðunum, því
ekki mátti vera komið mikið útfall í Papósinn
þegar þangað kæmi, ferðin gekk að óskum, þó
reyndar væri kominn útstraumur í Papósinn,
þó ekki meiri en svo, að við gátum róið hann,
og komum við öllum flutningnum heilu og
höldnu inn í kaupstað, skemmdist ekki svo
mikið sem eitt blóm í jurtapottunum, enda
veðrið hið bezta, þó ylgja væri í sjó. Við feng-
ur.i svo sínar 5 krónurnar hvor fyrir ómakið
o.g góða hesta heim aftur. Þá má geta þess, að
naísta vetur ætlaði Otto Tulinius að gera til-
raun með fiskiskútu útgerð fi'á Papós og réð-
ist ég sem stýrimaður á skútuna, scm hét „Vor-
síldin“ og hefir mér oft síðan þótt lítið til
minnar eigin ábyrgðartilfinningar koma, að
ráðast í slíkt, og hafa aldrei áður verið „til
sjós“ á öðrum fleytum en smá róðrarbátum,
og það liggur við, að ég skammist mín fyrir
slíkt ábyrgðarleysi. Jæja, ég feroaðist vestur
í Suðursveit og Mýrar til að ráða menn á skút-
u na fyrir utan þá, sem hér fengust, og gekk
það allt vel, við söfnuðumst allir saman á
Papós á tilteknum tíma, sem ákveðinn hafði
verið bæði fyrir okkur og skútuna að vera þar,
en ekki kom skútan, og fcrum við þá að vinna
ýmislegt föndur til þess að vera ekki algerðir
,,ómagar“ eins og komist var að orði í þá daga
um þá, sem ekki höfðu einhver störf með
höndum, við röktum upp gamla gilda lcaðla
og snerum aðra mjórri úr því sem upp var
rakið, söguðum eitthvað af trjám o. fl. o. fl„
um síðir komu fréttir um að skútan væri fyr-
ir löngu farin frá Eskifirði, og þótti þá útséð
um hana eða litlar vonir um að hún kæmi
fram úr því sem komið var, því komið hafði
slæmt og langvarandi norðaustan kast þegar
hún var nýlögð út frá Eskifirði, og héldu sum-
ir að hún kynni að hafa drifið langt suður fyr-
ir land, þegar okkur fór að þrjóta verkefni,
fórum við aö tínast hver til síns heima, og var
ég einn meðal fleiri sem heim fór, næsta dag
fór ég ,,í fjörð“ eins og við Hornfirðingar kom-
umst að orði; og fann ég þá látúns lampaker
sem mér fannst að hlyti að vera af skútunni og
hún þá að sjálfsögðu farist og sagði ég næstum
eins og óafvitandi „meðan ég á þetta lampaker
ræð ég mig ekki á skip aftur“, og kom mér
stundum þessi setning til hugar seinna, begar
mér buðust tækifæri til að ráðast á skip, bæði
innlend og útlend, en ég jafnan afþakkaði.
Fyrst þegar ég minnist að hafa leiðbeint skipi
á Hornafjörð, var árið 1897, þegar Otto Tulin-
ius flutti verzlunina af Papós til Hornafjarð-
ar, var það dönsk seglskúta „Tre Söstre“ að
heiti. Þegar ég kom á Papós, lá skútan langt
uppi á þurrum sandi, hafði drifið í land, og
var verið að lagfæra eitthvað sífæ ingu
(,,hempingu“), sem losnað hafði um þegar
skútan rak upp, og tók ég strax þátt í því,
skipstjóri virtist hafa litlar mætur og álit á
íslendingum, og fannst mér strax að ég svona
,,til vona og vara“ ætti að fá eitthvað slíkt í
minn hlut, því strax þegar ég var byrjaöur á
vinnunni, kom skipstjóri til að láta mig vita
að hér dygði ekkert kák, og sérstaklega með-
fram kjölnum, yrði þetta að vera trúlega
gert, en Tulinius sem þarna var nærstaddur,
sneri sér að skipstjóra, og sagði, að hann
sjálfur myndi ekki gera þetta neitt betur.
Jæja, hempingunni var lokið áður en flæddi,
skútunni náðum við út á flóðinu, og ekkert
bar á leka, og síðast þegar búið var að leggja
skútunni fyrir báðum aklterum, var settur nýr
mjög gildur strákaðall, af framkinnung skút-
unnár í skipsflak, sem var hálfsokkið í sand
þar yfir af sem við lágum, og hafði skipstjóri
einhver orð um að þetta skildi þó fjárann ekki
bila, hvað sem öðru liði. Að öllu þessu búnu
VÍKINGUR
13