Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 22
ÝMISLEOT Skipatjón íranska fiskiskipaflotans. Þorskveiðiflotinn frá „St. Malo“ hefir ekki farið á veiðar, til hinna stóru fiskigrunna, á þessari vertíð, segir blaðið „Vie Industrielle“. Þetta er afleiðing árangurs tveggja undan- farinna vertíða. Vorið 1940 vita menn að 22 botnvörpung- ar, og seglskip sigldu frá „St. Malo“ undir herskipavernd. Aðeins eitt skip kom aftur til „St. Malo“. Nokkur struku, nokkur til Bay- onne, nokkur til Marseilles, og nokkur til La Rochelle, og nokkur voru hertekin, 4 skip sukku, það voru „Anne de Bretagne“ sem sökk í Atlantshafinu 8. nóvcmber. „Notre Dame“ sökk við St. Johns í New Foundland 3. nóvember. „Cote d’Emeraude“ sökk við Marokkóströnd 21. janúar, og „Charles Ed- mond“ var sökt með tundurskeyti út af Bordeaux 13. nóvember. Flestir af áhöfnun- um fórust. Árið 1941 voru 7 skip sem skrásett voru frá „St. Malo“ og mönnuð sjómönnum frá þeirri borg iltbúin og send á veiðar frá Bay- onne, Bordeaux, og La Rochelle. Það voru aðeins þessi skip sem fóru á veiðar, en öll fiskiskip sem lágu í höfnum Ermarsunds hafði verið lagt upp. Af þessum 7 seglskipum voru 5 hertekin af Bretum og 2 sukku. „Notre Dame de Chatelet“ var sökt með tundurskeyti undan Frakklandsströnd, og „Martin Pee- heur“ brann. Lauslega þýtt úr „The Fishing News“ frá 17. janúar 1942. K. Þ. Aðallega mótorknúðir bátar stunda hinar miklu fiskveiðar við Canada. Margir Canadiskir fiskimenn hafa verið við veiðar síðan haustið 1939. Mikið hefir aflast, þó svo hefði sýnst, að aílinn hefði orð- ið minni af völdum styrjaldarinnar. En fisk- framleiðsla samveldislandsins hefir starfað eftir stórum mælikvarða. Tvær eða þrjár töl- ur frá árinu 1940, munu sanna þessa stað- reynd. Síðasta ár var notað við framleiðsl- una, við veiðar, og löndun eins og hér fer á eftir. Nálægt 1100 skip, meir en 34.000 bátar, og til flutninga og dráttar og þess háttar um 600 skip og dráttarbátar. Notuð vox*u 200.000 til VÍKINGUR 300.000 net, að frátöldum botnvörpunetum og vírum. Notaðar voi’u kringum 1.850.000 rækjuvörpur, og kringum 6.900 vörpur af öðr- um tegundum. Allt meðtalið munu veiðarfæri þessara skipa og báta, nema að verðmæti meir en 5.000.000 sterlingspunda. Annar útbúnað- ur sem notaður er við veiðarnar þar á meðal plön og fleira er áreiðanlega margi’a miljón Dollara meira virði. Það er talio áreiðanlegt, að alls hafi verið notað til þessarar framleiðslu árið 1940 um 10.000.000 sterlingspunda virði í veiðarfærum og öði'um útbúnaði við veið- arnar, rúmt reiknað. Eins og í öðrum framleiðslugreinum hefir vélaaflið verið tekið meir og meir í þjónustu fiskveiðanna. Með ári hverju hafa vélar verið settar í fleiri og fleiri skip, og vélar eru komn- ar í mestan hluta bátaflotans sem veiðar stunda og sem notaðir ei’u til flutninga. 120 seglskipum hefir verið breytt í vélskip, og í 14,000 báta hafa vindur og önnur véli'æn áhöld verið sett. Þar að auki hafa nokkur þúsund báta og canoes (barkarbáta) fengið vélar. Lítill hluti flotans er með gufuvélum. Mestur hlutinn notar benzínvélar, en rúm 500 skip og bátar eru með díeselvélum. Tölur yf- ir brennsluþörf veiðiflotans, eru ekki fyrir hendi, en bensíneyðzlan er afarmikil, og hrá- olíu og kolaeyðslan er einnig allmikil. Af veiðarfærum komast hæzt að tölu af einstökum veiðarfærum, vörpur notaðar við rækjuveiðar frá fylkjunum á Atlantshafs- ströndinni. Notaðar ei'u 1,840,777 stykki af þeim. Rækjuvörpur kosta lítið meir en dollar stykkið. En sum önnur veiðarfæri eða partar þeirra og útbúnaður sem notað er við aðrar veiðar framleiðslunnar kosta miklu meira, en rækjuvarpan. Til að rnynda eru laxveiðinetin sem notuð eru af laxveiðimönnum við British Columbia að verðmæti kringum 250 sterlings- pund. Alls eru notaðar við veiðar á sjó 13.000 segl og róðrabátar, og 18,900 bátar með ben- zín eða dieselvélum. Veiðimenn á vötnum Kanada nota nálægt 1300 báta með benzín eða dieselvélum við veiðarnar og 3,794 báta og barkarbáta (canoes). Þessi vatnaveiðifloti ásamt bátum og barkarbátum, nema að verð- mæti samtals kringum 200,000 sterlingspund. Lauslega þýtt úr The Fishing News, frá 17. jan. 19420 K. Þ. 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.