Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 1
SJÓMANN ABLAÐIÐ
UIHIH6UR
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM AN N AS A M B AN D ÍSLANDS
VIII. árg. 1. tbl. Reykjavik, janúar 1946
VÍKINGURINN
hefur nú komið út í sjö ár. Einu sinni á mánuði hverjum liefur hann siglt úr liöfn, haldið mn-
liverfis land allt og borizt með ýmsum farkosti víðs vegar um íslands ála Ekki verður annað
sagt en að Víkingurinn hafi hlotið óskabyr allt til þessa. Útbreiðsla hans hefur vaxið stöðugt og
er enn að aukast. Við upphaf áttunda árgangsins, sem nú er að lxefjast, hefur orðið að stækka
upplagið á nýjan leik. Mun Víkingurinn nú vera eitthvert útbreiddasta tímaril þessa lands. Til
eru þau sjávarþorp, þar sem blaðið er keypt á tveimur lieimilum af hverjum þremur. Vill hlaðið
nota þetta tækifæri og þakka liinum mörgu vinum sínum, er sýnt liafa því stuðning og velvild.
Stærst er þakkarskuldin við útsölumennina, sem margir hverjir hafa leyst frábærlega gott starí
af hendi fyrir blaðið. Eiga þeir hvað drýgstan þátt í því, að blaðið skuli hafa hlotið þá miklu
xxtbreiðslu, sem raun er á orðin.
Víkingur vill kappkosta að bregðast ekki því trausti, sem hann hefur notið. Hann mun að
sjálfsögðu flytja greinar um hagsmuna- og menningarmál sjómanna, svo sem verið liefur. Er
það vilji hans að halda á málum með fullri einurð og festu, — hlífast hvergi við eða renna al’
hólmi, þegar að sjómannastéttinni er vegið. En jafnfi*amt þessu flytur blaðið margvíslegt efni
annað til skemmtunar og fróðleiks, ekki aðeins sjómönnum einum, heldur öllum almenningi.
I hverju blaði munu bii-tast frásagnir af svaðilförum og öðrum atburðum á sjónum, sögur, kvæði,
skrítlur og góðar myndir.
Lesmál það, sem Víkingurinn mun flytja á þessu ári er 350—400 bls., eða jafnmikið og
700—800 bls. bók. Verð árgangsins er þó aðeins 25 kr.
Nýir kaupendur fá síðasta jólablað Víkings, — 80 lesmálssíður, auk auglýsinga — ókeypis
meðan upplag endist.
Allt til þessa hefur ekki verið ákveðinn fastur gjalddagi fvrir blaðið. Hafa áskriftargjöld
ekki borizt til skx’ifstofunnar fvrr en undir árslok. Þetta er bagalegt. Pappír verður að kaupa
fyi’irfram fyrir langan tíma og útgáfukostnaður lirúgast upp á mánuði hverjum. Víkingurinn
liefur því oft orðið að taka stór lán til rekstursins frarnan af ári, þótt fjárhagsleg afkoma blaðsins
sé allgóð þegar allt hefur vei’ið innheimt, um eða eftir áramót.
Það hefur nú verið ákveðið að gjaldagi blaðsins verði framvegis 1. apríl ár hvert. Þetta er
til mikilla þæginda fyrir blaðið, en kaupendum rná á sama standa hvort þeir greiða áskriftar-
gjaldið nokki-um mánuðum fyrr eða seinna.
Að svo mæltu óskar Víkingur lesendum sínum árs og fri&ar.
V I K I N G U R
1