Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 25
Svolger cJJrachwiann:
Brennivínsberserkur
Ekki er það fallegt til afspurnar, en það var
sannast sagna, að fens Nívert var gjörfallinn
drykkjumaður.
Jens Sveinsson, kallaður Nívert, var i mægðum
við Bjarnarættina. Hann var giftur frændkonu
Níelsar og Bjarnar.
Jens var því ekki sjálfur af ættinni kominn, en var
þó einatt talinn með, þrátt fyrir breyskleika sinn.
— En það var gert einungis vegna hennar Önnu.
Anna var kona Jens. Synd var að segja að
hún væri ein af hinum meyru og mjúklyndu sálum;
en það sem náttúran hafði synjað henni um af
þýðleika og viðmótsblíðu, hafði hún meira en
bætt upp með arnfránum augum og sterkum
örmum, sem gerðu allt er í þeirra valdi stóð til
að halda upp úr höfðinu á ættinni.
Það mátti líka segja, að ekki væri vanþörf á því.
Jens var oft »að heiman« svona á sinn hátt,
þegar aðrir sjómenn, stéttarbræður hans, voru að
sildar- eða makrilveiði.
Hann var annars eins og flestir svampar, mesta
þægðarskinn og rola, talhlýðinn og léttur í taumi,
og það jafnvel þegar breyskleikinn bugaði hann.
Jens átti tvo drengi og eina stúlku, en ekki sinnti
hann mikið um þau. Þó kom það fyrir, er hann
slagaði fram hjá einhverjum skíðgarðinum eða
gekk krabbagang eftir mjóum og forugum götum
þorpsins, að hann lyfti blýþungum augnalokunum,
nam staðar og reyndi að festa augun á glóhvítum
eða hörgulum kollum sjómannabarnanna, sem
voru þar að leik.
Þá rumdi í Jens. Hann benti til þeirra með
vísifingrinum. Býsna skjálfhentur var hann, eins
og hann væri að skrifa krókótta stafi eða draga
flúraðar myndir í loftinu.
Þá stönsuðu börnin. Þau horfðu ýmist á hann
flissandi eða földu sig af hræðslu hvert á bak
við annað.
»E-e-e-r það Si-iggi ?« segir Jens stamandi og
potar í gríð og ergi.
»Nei!« er svarað,
»Er það þá Jakob?« spyr hann aftur.
Ekkert svar.
»E-e-e-r það þá Jóhanna?« segir Jens. Þá er
fyrst þögn og því næst er svarað »nei«, skýrt og
greinilega. Þá var eins og'Jens yrði rólegur. Hann
átti stundum ósköp bágt með að muna nöfnbarn-
anna sinna, en þegar hann hafði nefnt þau öll og
fengið þessi neiyrði, fannst honum samviskan
vera frí og frjáls þann daginn.
Fengi Jens aítur á móti já við spurnigum sín-
um, lét hann jafnan vísifingurinn síga, studdi hor.um
því næst á nefið og hristi höfuðið um leið. Síðan
stóð hann kyrr svolitla stund, eins og hann væri
að hugsa sig um, en sagði því næst við börnin og
var íastmæltur mjög. »Þið — getið — farið —
heim — krakkar!«
Jens var mesti friðsemdarmaður. Hann hélt frið
við alla menn, nema einn. En einn mann óttaðist
hann ákaflega. Það var hún Anna
Tvo vini átti Jens í þessum heimi. Annar þeirra
var Marteinn spilari, mágur hans.
Marteinn var kallaður spilari, þó að hann hefði
aldrei svo mikið sem látið sér detta í hug að
taka á hljóðfæri. Munnmæli sögðu, að afi hans
hefði spilað fyrir dansi einhverntíma í æsku
sinni. Það var nóg til þess að nafnið gekk að
erfðum, og yrði líklega eilíf eign ættarinnar.
Jæja, Marteinn spilaði nú ekki, og við getum
bætt því við, að hann gerði yfir höfuð að tala
ekki neitt.
Hann notaði ekkert tóbak, hann bragðaði ekki
vín, hann bölvaði aldrei, reifst aldrei við konuna
sína. Hann hafði engin sjömannseinkenni, og
hann réri heldur aldrei.
Hann var máske dálítið guðhræddur, en þó lét
hann ekki svo mjög á því bera að það stingi
mjög í augu eða væri haft að spotti. Af einhverjum
orsökum, sem hann vissi best sjálfur, hafði hann
Iagt niður flesta háttu þessa'syndum spillta heims.
Til endurgjalds fyrir það, virtist hann líka'hafa
gefið sjálfum sér lausnarbréf frá öllum störfum
í veröldinni.
Marteinn var einna helzt af þeirri tegund nranna,
sem kallaðir eru heimspekingar, — alstaðar nema
á Fiskilæk. Hann líktist og mjög einum hinna
miklu heimspekinga fornaldarinnar í því, að hann
lét konu sina gjörsamlega eina um heimilið'
Svipað var og með það, að Marteinn fékk oft
óþvegin orð hjá konu sinni, því að hvorki kunni
V I K I N □ U R
25