Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 23
hvorugt þessara skilyrða fyrir hendi, en á öðrum stöð- um, ætlað svo lítið rúm við sjávarsíðu og uppland að úr báðum þessum skilyrðum varð að draga. Og skulum við taka Reykjavík til athugunar í því sambandi. Þar er komin tiltölulega góð höfn, hvað öryggi snertir, og stendur það til bóta, eftir því sem meira er byggt af bryggjum eða skjólgörðum í höfninni, og höfnin þannig skiptist í smærri hólf er veita bátum meira skjól og öryggi. Þegar tekið er tillit til aukningar þess skipastóls, sem gert er ráð fyrir með „Nýsköpuninni“ og áætlað að Reykjavík fengi bróðurpartinn af þeim flota, sem höfnin ætti að bera, samanborið við mannfjölda og önnur skil- yrði til útgerðar, þá virðist óskiljanlegt hvar á að koma þessum skipastól fyrir, ef hann á að hafa sömu skil- yrði, og aðrar þjóðir skapa sínum fiskiflota. Þar eru aðgerðarhús, frystihús og niðursuðuverksmiðjur byggð- ar á bryggjum eða sem næst henni, svo fiskur fer fyrir- hafnarlítið frá skipinu inn í þetta hús. Þar er einnig, eða rétt við hendina, geymslur fyrir veiðarfæri skips- ins og annað er því fylgir, svo kostnaður við tilfærslu verði sem minnstur. En þegar athugað er hvernig að- staða útvegnum er búinn hér, munu flestir verða undr- andi. Hér er þessi hús reist sem lengst frá höfnum, og jafnvel farið með þau í önnur byggðarlög, svo sem fram á Seltjarnarnes. Sagt er að standi til að reisa eitt suður í Kópavog. Og síðustu dagana hefir staðið í fréttum að leyft hafi verið að reka frystihús inni á Kirkjusandi og starfrækja það í 15 ár! En þess var ekki getið hvað kostaði að flytja fiskinn þangað, og því síður hvað hann myndi velkjast mikið í þeim með- förum. Sama á og við um hina staðina. Að vísu hefir frystihús verið byggt fyrir nokkru í námunda við bátahöfnina og fiskimálanefnd er að láta reisa frystihús m. m. niðri á hafnarbakka, en samt eru þessi hús ásamt bátabryggjunni er byggð var á síðast- iiðnu sumri, staðsett þannig að óhjákvæmilegt er, að einhver flutningatæki verður að nota, til að koma fisk- inum að húsunum. Og þótt sá flutningur sé styttri en um bæinn enda á milli, eða út fyrir takmörk hans, þá kostar það þó eitthvað og alltaf velkist hann í flutn- ingnum. Fyrir höndum eigum við harðvítuga baráttu og samkeppni við aðrar þjóðir um markaði erlendis fyrir fiskafurðir okkar. Og ef ekkert er gert, svo að- staða sjávarútvegs batni í þessum efnum. Þá er nokk- urnveginn ljóst hvert hlutskipti okkar verður þrátt fyr- ir, að heimsins beztu fiskimið liggja upp að landstein- um okkar. Um hæfni hinnna nýju skipa okkar liggur hálfgerð hula. Nokkur eru kominn það langt áleiðis, að hægt er að sjá hvernig þau líta út í sjó. Að öðrum aðeins frumdrættir. Svo það verða aðeins getgátur um hvernig þau muni reynast í okkar óblíða veðurfari og hvort þau muni verða það sparneytin í notkun og það endingargóð, sem þau þurfa að vera, svo að við vinnum sigur í hinni hörðu baráttu, sem framundan er, fyrir tilverunni. Þorv. Björnsson. Á bls. 308—309 í síðasta blaði Víkings eru birtar nokkrar mynir úr sögu Eyrarbakka eftir Vigfús Guðmundsson. Vegna misgánings var letrað undir síðustu myndina: „Stokkseyrar- höfn um aldamótin síðustu", en ætti að standa Einarshöfn. Þetta leiðréttist hér með- Sá maðui', sem kynni að líta um öxl eftir nokkur ár, og renna hugskotsaugum sínum yfir bókaútgáfu á ís- landi árið 1945, mundi staldra við ýmislegt markvert, þótt hávaðinn a£ allri „framleiðslunni“ væri þá efalaust kafinn sandi glcymskunnar. Nýjar útgáfur eldri rita og heildarútgáfur rithöfunda, yrðu sjálfsagt einna fyrir- ferðarmestar þess, sem upp úr stæði að nokkrum tíma liðnum. 0g svo segir mér hugur um, að sú bók íslenzk frá þessu ári, sem hvað mestur fengur muni verða talin er stundir líða, sé að vísu gamalt rit, en þó spár.ný. A ég hér við Ferðabók Sveins Pálssonar, sem Snæ- landsútgáfan sendi frá sér í forkunnar vönduðum bún- ingi rétt fyrir jólin. Er bókin yfir 800 bls. í stóru broti. Liðið er nú nokkuð á aðra öld síðan Sveinn Páls- son stimdi ferðasögu þessa. Yar hún rituð á dönsku og hefur aldrei verið út gefin fyrr en nú. Hefur liún veriö þýdd á íslenzka tungu af mikilli vandvirkni og natni, aö því er virðist. Þýðinguna önnuðust Jón Eyþórsson veðurfræðingur, Pálmi Hannesson rektor og Steindór Steindórsson frá Hlööum, menntaskólakennari. Jón Ey- þórsson bjó handritið til prentunar og virðist það verk ágætlega af liendi leyst. Greinargóður formáli fylgir út- gáfunni, og er Jón Eyþórsson liöfundur hans. Sá, sem þetta ritar, hefur ekki komið því við ennþá aö lesa alla þessa miklu bók spjaldanna á milli, en svo mikið getur hann þó sagt, að hún er ekki aðeins fróð- leikssyrpa mikil, lieldiu' gott lesefni öllum þeim, sem þjóðlegum bókmenntum unna, og þeir eru margir, sem betur fer. Náttúrufræðingar hafa keppzt við að greina frá hin- um vísindalegu afrekum, sem Sveinn Pálsson vanu með rannsóknum síuum og ritun þessarar bókar. Hafa beir fært sönnur á það, að jöklaritgerð Sveins er merkilegasta fræðirit, sem samið hafði verið um jökla og eöli þeirra, fram til þess tíma. Hefði Sveinn Pálsson ekki lifað við einangrun og örbirgð á hjara veraldar, máttu uppgötv- anir hans endast til Evrópufrægðar. Svo varð ekki. En nú hefur þessum ágæta Islendingi verið veitt nokkur uppreisn. Er honum með ferðabókinni og hinni vegiegu útgáfu hennar, reistur varanlegur og verðugur bauta- steinn. Efni ferðabókar Sveins Pálssonar er fjölþætt. Þar eru ferðalýsingar, náttúrulýsingar, héraðalýsingar, frá- VIKINGUR 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.