Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 4
þau boð berast vestur áður en skipið kom, að
ísfirðingar mættu vænta þess að úr rættist með
björgunarskipsmálið. Fögnuðu því alUr og
hugðu hið bezta til að fá svo skjóta úrlausn
þessa nauðsynjamáls.
Nú kom dómsmálaráðherra vestur og þá
gafst mönnum á að líta. ísfirðingar hafa lengi
sett metnað sinn í það, að eiga góðan og vel út-
búinn flota. Hafa engir fordæmt hressilegar
fúaduggur allar og taðkláfa en þeir- Það má því
geta nærri, hvernig þeim varð við, er þeir
tóku að kynna sér „björgunarskipið" nýja.
Verður hugarfari þeirra ekki betur lýst en með
eftirfarandi ummælum, sem höfð eru eftir
mætum ísfirðingi, pólitískum samherja dóms-
málaráðherra. Hann lýsti vesturför dómsmála-
ráðherra á þessa leið: „Aldrei hefir nokkur
maður fært ísfirðingum jafnmikil vonbrigði á
einum degi“. Var þetta samdóma álit allra
hugsandi manna þar vestra, enda skildist dóms-
málaráðherra þegar, að bezt væri að hverfa
suður aftur án frekari umsvifa. Mátti um vest-
urförina segja eins og stendur í kvæði Einars
Benediktssonar: „Það voru hljóðir og hógværir
menn, sem héldu til Reykjavíkur“.
)
Afstaða Fiskiþingsins.
Um þær mundir, sem mest var forundran
manna yfir hinum furðulegu varðbátakaupum,
sat Fiskiþingið á rökstólum. Eins og að líkum
lætur tók það varðbátamálið til athugunar. Var
björgunarmálanefnd þingsins falið að athuga
varðbátana og lagði hún fram áht sitt skömmu
eftir að dómsmálaráðherra kom úr ísafjarðar-
förinni frægu.
Álit nefndarinnar er á þessa leið:
„Nefndin hefur skoðað hin nýju björgunar-
og strandgæzluskip og einnig haft tal af mönn-
um þeim, er voru á skipi því er fór vestur.
Eftir viðtöl þessi og athuganir, lítur nefndin
svo á, að þau skip séu algerlega ónothæf til
vetrarferða hér við land og algerlega óhæf til
björgunarstarfsemi.
Einnig hefur nefndin haft tal af forstjóra,
Pálma Loftssyni, og kvað hann þessa tegund
skipa alveg óreynda hér. Ef þau reyndust ónot-
hæf til þess, sem þau eru ætluð, væri opin leið
til að skila þeim aftur til Bretlands okkur að
kostnaðarlitíu. Vill því nefndin leggja til að
skipunum verði skilað aftur.
Sökum smæðar okkar og fjárhagsörðugleika,
lítur nefndin svo á, að strandgæzlu- og björg-
unarstarfsemi verði að mestu leyti að fara
saman, og verði því skip þau, sem til strand-
gæzlu eru ætluð, að vera þannig, að þau geti
veitt skipum og bátum aðstoð á hafi úti og
einnig sé að minnsta kosti eitt þeirra útbúið
fullkomnustu björgunartækjum svo að það geti
bjargað strönduðum skipum.
Tii þess að strandgæzla sé í sæmilegu horfi,
telur nefndin, að kaupa þurfi minnst 3 skip,
250—300 rúmlestir hvert, er séu það hrað-
skreið, að þau geti farið fram úr nýtízku tog-
urum, einnig að sjóhæfni þeirra sé þannig, að
þau geti mætt flestum veðrum hér, með það
fyrir augum, að aðstoða önnur skip, þegar
þurfa þykir.“
(Nöfnin).
Hvernig eru bátarnir?
Það mun nú ljóst vera hverjum skyni born-
um manni, að við varðbátakaup þessi hafa orð-
ið hin alvarlegustu mistök, — meiri en flesta
hefði getað órað fyrir- Heita má það samhljóða
dómur allra reyndra sjómanna, að skipin séu
algjörlega ónothæf til þeirrar starfsemi, sem
þeim var ætluð, björgunar- og gæzlustarfa.
— En er ekki hægt að breyta skipunum og
umbæta þau?, mun einhver spyrja.
Svarið verður þetta:
Skipin eru þannig gerð, að þótt eytt væri ó-
grynni fjár til að búa þau út til gæzlustarfa, —
björgunarstörf minnist enginn á í alvöru, —
þá yrðu þau samt aldrei nothæf nema að litlu
leyti.
Þetta eru stór orð, en því miður sönn. ís-
lenzkir sjómenn hafa margt reynt og sumir
hverjir lifað tímana tvenna. Fleyturnar hafa
ekki ætíð verið stórar eða sterkar, né heldur
útbúnaðurinn glæsilegur eða aðbúðin góð. En
þeim blöskrar með öllu sú takmarkalausa lítils-
virðing á reynslu þeirri er þeir hafa aflað sér í
hörðu starfi á sjónum, sem birtist í þessum
skipakaupum. Þar virðist ekkert tillit hafa ver-
ið tekið til annars en hraðans og kaupverðsins.
Hitt varðar trúnaðarmann ríkisvaldsins ekkert
um, hvort skipin eru góð í sjó að leggja, hæf
til að draga önnur skip, þægileg til vinnu í
rúmsjó, liggi vel fyrir akkeri á slæmum höfn-
um eða þoli hnjask það, sem einatt fylgir björg-
unarstarfi og strandgæzlu. Allt þetta, svo og
aðbúnaður skipverja, virðist hafa verið álitið
aukaatriði, sem líkast til myndi fylgja ókeypis
með í kaupunum.
„Hraðbátum ríkisins“ lýst.
Hin nýju varðskip eru um 140 rúmlestir
brúttó að stærð, 118 fet á lengd og 17 fet á
breidd- Aðalvélar hvers skips eru þrjár diesel-
vélar, hver 800—1000 hestöfl. Liggur þegar í
augum uppi að reksturskostnaður hlýtur að
verða gífurlegur. — Þrjár skrúfur eru á
hverju skipi. Ganghraði skipanna er mestur
um 24 sjómílur á klukkustund, en minnstur
(hæg ferð með einni skrúfu) 7—8 sjómílur.
4
V í K I N □ U R