Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 11
Báturinn er hið mesta furðu- verk tækninna,r. Hann er gcvð- ur með þeim hætti, að hvernig sem hann kemur í sjó, áendann, hliðina eða alveg á hvolf, reisir hann sig sjálfkrafa með svo miklum hraða og krafti, að sæ- löðrið þeytist út frá honum til ðeggja hliða. algerlega vatnsþétt hólf. Þyngdarhlutföll eru slík, sem áður segir, að báturinn snýr sér á réttan kjöl á örskammri stundu. Vandlega er búið um þilfarsop, en komi sjór í bátinn, dælist hann burt sjálfkrafa á örfáum sekúndum. Báturinn er allur smíðaður úr galvanísei’uðu stáli. Ekki þarf að taka það fram, að bátnum fylgja allar þær vistir og aðrir hlutir, sem nauðsynleg- astir eru skipbrotsmönnum. Kreddur er sjéirtn snerta og fiskiveiðar Ef maður þykist hafa of lítinn byr á sigl- ingu, skal maður fara úr skyrtunni og tína úr henni lýsnar í seglið, og mun byrinn þá brátt vaxa. ★ Ef prestur rær á sjó, skal hafa kirkjuna opna á meðan, og kemst hann þá heill á húfi að landi, en annars ekki- Ekki má heldur viðra bækur meðan pi'estur er á sjó. ★ Ef hnútur rennur á vindingar þær, sem sjó- menn hafa í skinnklæðum sínum, eða ef lykkja hleypur á færi þeirra, heitir hún fiskilykkja, og boðar það stórhöpp. Þegar happið er fengið, skal leysa hnútana eða lykkjuna. Af því, þegar slíkir hnútar eða lykkjur renna á, er komið orð- tækið: „Þar hljóp á snærið fyrir þér.“ Ef maður hnerrar í net sín, meðan hann ríð- ur þau eða bætir, verða þau fiskin. ★ Ekki má hundur koma nærri veiðarfærum; það gerir veiðiglöp; eins ef hundur er hafður í skipi. ★ Ef ræðari lætur nokkuð af árahlummunum standa aftur úr hendi sinni, þá rær djöfullinn með honum- ★ Aldrei tjáir að leggja lagvað í sjó, nema grár hrútur, tarfur eða hestur sé áður leiddur yfir vaðinn, annars á ekki að aflast í hann. ★ Ekki mega fiskimenn kveða eða syngja við færi sitt eða vörpur eða vararruðning. Því fylg- ir óblessun. (Þjóðs. J. Á.) VÍ KIN □ U R 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.