Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 16
Thkumálarinn: betta erniynd n£ konunni, sem ég
elska.
Vinurinn: Hamingjan góöa ! Hvernig er ])á konan,
sem ]>ú hatarf
A s 1. ári kom út bók eftir Jón Pálsson, sem nefndist
Austantórur. Vœri freistandi að birta bér í blaðinu lýs-
ingar hans suniar á veðurnierkjum, brimi o. fl. Það mun
ekki gert að sinni. 1 þess stað eru teknar hér upp gaman-
sögur nokkrar, er Jón hefur skráð. Fjalla ]>a>r um karl
þann, sem Símon hét, Signrðsson.
★
Sfmon g'amli var orðlagðuc fyrir glettnis tilsvör.
Hann var orðheppinn greindarkarl, en bjó aldrei vel og
var sí og æ fátækur. Glaðlyndur var hann samt og
ánægður með kjör sín, ]ió oft væru þau bág.
Hann bjó lengstum í sjóplássi með Þórdísi konu
sinni og áttu ])au fjölda barna. — Símon kom oft
í næstu kauptún og bafði kaupmaður gaman af að
glettust til við hann. Kaupmaður var feitur mjög og
h'ifði oft kjölturshósta, eins og gerist um slíka menn.
Eitt sinn, er Símon kom í búðina, segir kaupmaður
við hann:
„Góðan daginn, Símon minn! Hvernig líður konunni
þinni núna?“
„Þakka vður fyrir, kaupmaður góður“, segir Símon.
„Hóstað gat hún fyrir offitunni i morgun“.
★
Kaupmaður bauð Símoni vindil. Það hafði hann
ekki fyrr gert, og flaug Símoni í hug, að brögð væru
í tafli. Kaupmaður hafði lagt tvo vindla á borðið, ann-
an nær Símoni, en liinn hjá sér; sneri kaupmaður sér
svo við, til að ná í eldspítu. A meðan skipti Símon um
vindlana. Nú kveikir kaupmaður í sínum vindli og
springur hann með blossa og brennir skegg og andlit
kaupmanns. Það var sá vindillinn, sem Símoni var
ætlaður; hafði verið hlaðinn púðri.
„Það lifnar þó í þeim, óhætt er um ]jað“, sagði Símon
og kveikti ánægjulegur í hinum vindlinum.
★
Símon flosnaði upp frá búskapnum og varð að fjytj-
,ast á sína sveit. Þar var lionum bvggður kofi og bjó
Á F R ÍV/5
hann þar um hríð. Flakkaði hann um meðal kunningja
sinna og naut þá oft orðheppni sinnar. „Hvenær held-
urðu, að þú sjáist næst, Símon minn?“ spurði einn, þá
er Símon kvaddi. „Ætli það geti orðið fyrr en í lu.ust,
]>egar allar annir eru úti?“ svaraði Símon.
★
Símóni var lagt af sveitinni, sitt h.já hverjum, nokk-
ur fiskvirði í stað. Þá er hann fór um til að tína þetta
saman og heyja af um leið, sagði hann oft eftir að hann
var búinn að heilsa liúsbændunum: „Hér er nú kom-
inn Símon kóngur að heimta skatt af þegnum sínnm“.
★
Símon hafði breitt saltfisk til þérris á klappirnar
niðri við sjóinn, gengið svo heim og lagt sig til svefns.
A meðan lmnn svaf, hafði sjór fallið að og veðrið
hvesst. svo, með miklum álandsyindi, að allur fiskurinn
fór í sjóinn. Þórdís kona lians verður Jiess vör, en um
seinan, hleypur inn í bæ og segir: „Ósköp eru að vita
til þess, Símon, að þú skulir sofa inni í bæ; allur +isk-
uri'nn okkar er kominn í sjóinn!“.
„Jæja, Þórdís mín“, segir Símon, „sá tók, sem gaf,
og hann hefur víst þótzt eiga með ]>að!“
★
Þá er Símon lá banaleguna voru tvær stúlkur fengnar
til að vaka yfir honum. Rétt fvrir andlátið fékk hnnn
krampakast, og héldu stúlkurnar, að það væru dauða-
teygjurnar, urðu hræddar og gengu til dyra. Símon sá
það, herti sig upp og sagði með gleðibros á vörunum:
„Bíðið þið við, stúlkur mínar! Þetta er nú bráðum
biiið og það kemur ekki aftur fyrir, að ])ið fáið að
sjá hann Símon deyja!“ ,
★
Fangs er von af frekum úlfi.
Ondverðir skulu ernir klóast.
Bik er bátsmanns æra.
Afsleppt er álshaldið.
Sjáðú refinn áður en þú selur skinnið.
Það eru ekki allt klerkar, sem síða hafa kápuna.
Svín fór yfir Rín, kom aftur svín.
Það eru ekki allt meyjar, sem langan hafa lokkinn.
Opin er feigs vök.
Hótt geltir ragur rakki.
Enginn veit, hvar óskytja ör geigar.
Flest verður angráðum til ama.
G )tt er barn til blóra.
Fögur er sjóhröktum fold.
Þegar fara á betur en vel, fer oft ver en illa.
„Ærslafull er æskan“, sagði kerling, hún stökk yfir
sauðarlegginn.
16
V I K I N □ U R