Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Page 8
SVAR til Jónasar frá Hriflu Ein af vinarkveðjum ' Hriflu-Jónasar til ís- lenzkra sjómanna birtist í tillögu hans um að ráða enska menn til varðgæzlu hér. Þessi æruverðugi herra hefir fyrr sent þeim kveðju sína og hefur hún þá lýst hugarfari hans til þeirra. Er skemmst að minnast þegar hann nefndi áhættuþóknun sjómanna á stríðsárunum, meðan mest hættan var, hræðslupeninga. Þá má minna á tillögu hans í sambandi við nýja Sjómannaskólann, þegar hann lagði til að nokk- uð af skólanum væri notað sem vitfirringahæli. Jónasi fannst það mjög vel samboðið þeim, sem eru að læra fræðigreinar þær, er nota þarf við sjómennsku, að umgangast daglega brjálaða menn. Síðasta kveðjan frá Jónasi er þingsálykt- unartillagan, sem að ofan greinir, í sambandi eigi sé nefnt eitthvert þýðingarmesta málið, sem fram kom á síðasta þingi sambandsins: Samræming kaups sjómanna við hliðstæð störf. Slíkt mál er að sjálfsögðu mjög umfangsmikið, en það gæti orðið til þess að gjörbreyta til bóta eigi aðeins samstarfi manna, heldur myndi það auka öryggið í útgerðarmálum ogútilokaóþarfa tafir. Þeir, sem vilja veraþjóðhollirmenn,hvarí flokki sem þeir standa, ættu að gefa þessu þýð- ingarmikla máli gaum og gjöra sitt til þess að leysa vandann. Ef eigi verður horfið að því ráði að samræma og semja um hlutföllin í laun- um milli hinna ýmsu starfsgreina, þá mun enn haldast óöld metings og vinnustöðvana, sem olla mætti að mestu útiloka með skynsamlegu sam- komulagi, er byggist á þjóðhollu starfi. Horfnir félagar. Við áramótin minnumst við allra þeirra úr sjómannastétt landsins, sem farizt hafa í sjó eða látizt með öðrum hætti, svo og vina og vandamanna látinna sjómanna. Við þökkum hinum föllnu fyrir störfin og fyrir allt það gott, sem af þeim hefir leitt fyrir þjóðina, fýrr og síðar. Við heitum þeim því að beita okkur fyrir bættu öryggi á öllum sviðum, fyrir betri og íull- komnari skipum, fyrir bættu og auknu vita- kerfi, fyrir betri höfnum, en fordæmum allt, sem miðar í öfuga átt, bæði í skipakaupum og á öðrum sviðum. Minnumst orða skáldsins: Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: Að elska, byggja og treysta á landið. Gleðilegt nýár. við hina nýkeyptu hraðbáta, þar sem telur að íslenzkir sjómenn kunni ekki að fara með þessa báta og þoli ekki þann hristing, sem sé um borð í þeim. Fleira mætti telja, sem þessi maður hefir látið frá sér fara, bæði í ræðu og riti, og hefir það lýst hugarfari hans og vilja til að lítilsvirða þessa stétt. Þetta hefur sjaldnast verið virt svars af þeim, sem orðið hafa fyrir hnútukasti Jónasar. Sjómenn okkar hugsa meira um það að vinna skyldustörf sín sjálfum sér og þjóðinni til gagns, heldur en að elta ólar við það að svara sora þeim, sem drýpur úr penna Jónasar. Greinargerð sú, sem fylgir þessari tillögu, er svo fáránleg, að ég get ekki stillt mig um að svara henni með nokkrum orðum. Annars gæti kannske einhver, sem læsi þessa greinargerð og þekkti ekki æfistarf Jónasar, haldið, að hér talaði sérfræðingur í sjómennsku. Sannleikur- inn er sá, að ég get vart hugsað mér nokkurn mann, sem síður gæti dæmt um þessa hluti en Jónas frá Hriflu. Hann hefur að vísu ferðast nokkrum sinnum á sjó, en á svipaðan hátt og lík í lest skipsins. Af því geta allir séð hvað hægt er að leggja upp úr dómi hans um sjó- hæfni skipa og sjómannshæfileika manna, enda kemur það fljótt í ljós, því að hann segir að sama lag sé á hraðbátunum og björgunarbátn- um „Þorsteini". Ég hefði aldrei getað hugsað mér að Jónas léti fáfræði sína svona skýrt í ljósi, því að þessir bátar eru svo ólíkir Þor- steini að lagi, sem frekast getur verið. Þá stendur í greinargerð frumvarpsins, að sjólag sé verra við England en hér við ísland. Allir, sem siglt hafa á báðum þessum stöðum, vita, að þetta er sagt af fáfræði. Þá er rétt að upplýsa það í sambandi við þessa hraðbáta, að skipshafnir þeirra bjuggu alltaf í landi að aflokinni hverri ferð, og það er áreiðanlegt, að ef Englendingar væru á bátun- um hér, eins og Jónas leggur til, þá mundu þeir hafa sömu tilhögun og þeir hafa í heimalandi sínu. Margt fleira mætti taka til meðferðar úr greinargerð tillögunnar, en ég tel þess ekki börf. Ég hefi sýnt með þeim dæmum, sem ég hefi nefnt hér að framan, að tillagan er sett fram af manni, sem veit ekki hvað hann er að gera tillögu um. Jónas ætti að láta veraaðdæma um sjóhæfni skipa og sjómannshæfileika manna, enda er álíka mikið mark takandi á því og ef blindur maður er látinn dæma um lit. Það er trú mín, að ef þetta ómerkilega plagg Jónasar verður tekið á dagskrá á löggjafarþingi voru, þá verði því sýnd sú málsmeðferð, sem því hæfir, — það er að fella það og fleygja í bréfakörfuna. GuSbjartur Ólafsson. B VÍ K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.