Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 24
sagnir um margvíslega atburði, lýsingar á náttúrufyr-
irbærum o. fl.
Bókin er merkilegt heimildan'it um land og þjóð. Þótt
sumt sé ao sjálfsögðu úrelt, er þar margt að finna, sem
hafa mun ævarandi gildi.
Um leið og eg smeygi ferðabók Sveins við hlið ferða-
bókar Eggerts og Bjarna, minnist eg þess, að þnðja
ferðabókin mundi sóma sér vel vi‘S hlið þeina, ef liún
fengi góðan íslenzkan búning. Það er ferðabók Ólavius-
ar. Yill nú ekki Snælandsúgáfan eða eitthvert annað
fordag gefa hana út með svipuðum myndarskap og pað
ágæta rit, sem hér hefur verið fai'ið um nokkrum orðuni:!
★
Af hinum mprgu bókum Helgafellsútgáfunnar skal
iyrst nefna Ritsafn Þorgils Gjallanda. Er það út komið
í fjórum bindum og fylgir síðasta bindinu ýtarleg rit-
gerð um skáldið, eftir Arnór Rigurjónsson. Hefur hann
og séð um útgáfuna.
Það mun sannast mála, að skáldið og rithöfundurinn
Þorgils Gjallandi hefur nauinast verið metinn að verð-
leikum allt til þessa. Raunar hlaut hann niikla viður-
kenningu fyrir dýrasögui' sínar, en bin veigamei’.'i rit
lians, þar á meðal skáldsagan „Upp við fossa“, mættu
ærinni andúð hjá þjóðinni, og hefur eimt eftir áf því
fram á þennan dag. Hefur það og valdið miklu hér um,
að skort hefur aðgengilega útgáfu af' ritum Þorgils gjall-
anda. Nú er hún komin, vegleg í alla staði, og má ]tví
vænta þess að höfundskapur jæssa gagnmerka skálds
verði metinn nær verðleikum hér eftir en hingað til —
Raunar bætti það nokkuð úr skák, að dr. Rtefán Einars-
l
son hafði skrifað athyglisverða og einkar glögga ritgerð
um gjallanda fyrir fáeinum árum. En nú kemur hin
veigamikla ritgerð Arnórs Sigurjónssonar, sem er raun-
ar heil bók og fjallar ekki aðéins um Þorgils gjallanda
sjálfan. Þar er sögð að verulégu levti saga þingeyskrar
menningar á ákveðnu tímabili, siigð á þann hátt, að
enginn mun gleyma, sá er lesið hefur.
Þess hefur verið getið, að Arnór hafi liaft naum-
an tíma til að semja ritgerð sína um gjallanda. Ekki
ber hún þess þó neinar menjar, enda má hún heita
þx'ekvirki. Koma þar fram allir hinir beztu íáthöfundar-
kostir Arnórs, mannvit lians, alrnenn þekking og fá-
gæt stílgáfa.
★
Þjóðhœttir og œvisögur frá 19. ölcl nefnist allmikil
bók eftir fræðimanninn góðkunna, Finn Jónsson frá
Kjörseyri. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar á Akur-
éyri hefur koxnið riti þessu á framfæri.
Pinnur á Kjörseyri var af nxerkum fræSimönnum
kominn. Hann var fimmti maður í beinan karllegg frá
Jóni prófasti Halldórssyni í Hítardal, höfundi biskupa-
sagna. Heitinn var hann eftir Pinni biskupi, sem dnn-
ig va.r stórfróður og mikill sögumaður.
Pinnur á Kjörseyri hlaut þau örlög að missa föður
sinn í æsku. Yarð hann jafnan að berjast viS fávækt
og aðra örðugleika, þurfti að sjá fvrir þungu heimili,
þar sem sjúkdómar herjuðu mjög um skeið. Fram yfir
fimmtugt gafst honum enginn tími til aS sinna rit-
störfum, þótt hugui’inn beindist mjög í þá átt. En
liálf sextugur að aldri tók hann að færa þætti sína í
letur. Birtust nokkrir sagnaþættir hans í tímaritum að
honmn lifandi, en langmest a£ því sem hann i'ilaði,
hefur geymzt óprentað þar til nú.
I ritsafni Pinns á Kjörseyri kennir margra grasa,
Þar eru ævisagnaþættir margra manna, bæði sunnan
lands og norðan. Þar eru þjóSháttalýsingar, þjóðsög-
ur, ágrip sjálfsævisögu o. fl.
Efni þetta er nokkuö misjafnt að gæðum, sjalfs-
ævisagan og þjóðsögurnar einna gildisminnstai'. Sumar
mannlýsingamar eru góðra gjalda verðar, en langsam-
lega verSmætastir eru kaflarnir um þjóShætti. Þar er
víða, skýi't vel og greinilega frá ýmsum þeim atriðum,
sem hverg'i hefur verið lýst af jafnmikilli nærfæmi og á
þessum minnisblöðum Finns.
Stéindór Steindórsson frá Illöðum og séi'a Jón Guðna-
son á Prestsbakka hafa séð um útgáfu þessarar m°rku
bókai'.
ASrar bækur, sem blaðinu hafa verið sendar, vcrða
gei'ðar að umræðuefni síSar.
Sjómannaútgáfan
gefur út úrval skáldsagna um sjómenn og
sæfarir og frægar sjóferðasögur frá ýms-
um löndum. Þeir, sem gerast fastir áskrif-
endur, njóta sérstakra vildarkjara um
bókaverð.
Þrjár fyrstu bækurnar munu koma út
í aprílmánuði n.k., og kosta samtals 50 kr.
til áskrifenda.
Næstu þrjár bækur koma út með haust-
inu. Verð þeirra mun verða hið sama.
Hér er tækifæri til að eignast flokk
góðra og skemmtilegra bóka fyrir sann-
gjarnt verð.
Nöfn áskrifenda sendist Sjómannaútgáf-
unni, Halleigarstíg 6 A, pósthólf 726,
Reykjavík. Skrifstofa Sjómannablaðsins
Víkings tekur einnig á móti áskrifendum.
Gerizt áskrifendur!
SJÓMANNACTGÁFAN
24
V I K I N □ U R