Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 19
André Maurouis: H1JSIÐ Fyrir fimm árum, þegar ég var mjög veik, sagði hún, þá tók ég eftir því, að mig dreymdi sama drauminn hverja nótt. Ég var á gangi úti í sveit og sá úr fjar- lægð hús, hvítt, langt og lágt. Umhverfis það á þrjár hliðar uxu linditré. Til vinstri við húsið var engi, girt með háum píltrjám, og krónur þeirra sáust úr fjarsk- anum gnæfa yfii' linditrén. í draumnum fannst mér ég endilega þurfa eða vilja komast í þetta hús og gekk þessvegna áleiðis að því. Framan við það var hlið, málað hvítt. Eftir að ég var komin inn um það, gekk ég eftir snotrum vel hirtum gangvegi, þar sem tré uxu báðum megin. Undir trjám þessum greru mörg vorblóm, en fölnuðu um leið og ég snerti þau. Svo endaði gatan, og ég stóð fáein skref frá húsinu. Fyrir framan það var stór grasflötur, snyrtilega sleg- inn og óskreyttur blómum, nema hvað þar var á einum stað nokkuð af f jólum og rauðum og hvítum blómjurtum, og fór það ágætlega í þessu græna umhverfi. Húsið, sem var byggt úr steinsteypu og hvítmálað, hafði geysimikið þak úr bláum þakhellum. Útihurðin var úr ljósri eik, útskorin, og lágu upp að henni tvö eða þrjú þrep. Mig langaði til að fara inn í húsið, en enginn svaraði mér, er ég barði að dyrum. Svo hringdi ég og hrópaði, en eng- inn gegndi og að lokum vaknaði ég. Þannig var draumur minn, og mig dreymdi hann mánuð eftir mánuð, alltaf jafn greinilega, svo að ég fór loks að hugsa að ég hlyti að hafa séð þetta sveitasetur og þenna garð þegar ég var barn. En ég gat ómögulega munað eftir því, þegar ég var vakandi, og mig lang- aði alltaf meir og meir til að sjá þetta hús. Þessi löngun varð svo öflug, að eitt sumarið ákvað ég að eyða frí- dögum mínum á þjóðvegum Frakklands. Ég hafði lært að aka lítilli bifreið, og ég ætlaði að leita að húsi drauma minna. Ég skal ekki vera að þreyta yður á að segvr yður frá ferðum mínum í smáatriðum; ég ratuisakaði Nor- mandi og Poitou, en fann c-kkert. T októbor sueri ég aftur til Parísar og mig dreymdi hvíta hú&:ð ailan vet- urinn. í vor sem leið hélt ég áfram að aka um sveitirnar umhverfis París. Einn dag, þegar ég var stödd á hæð nærri Orleans, k.vnnaðirt ég ailt í einu vic. írng og það fór um mig þessi ivegdega Uifinn' ig, sem þeir þokkja, sem allt í einu hafa litið aftur óforvaran ii, kæran siað. Þótt ég hefði aldrei komið á þesar slóðir áður, þekkti ég strax landslagið til hægri handar mér. Maður fann á sér, að hús var í þessu lindirjóðri. Þá vissi ég að ég hafði fundið höil drauma minna. Alveg eðlilega vissi ég, að nokkru lengra mundi mjór vegur skera þjóðveginn. Ég ók inn á þann veg. Efíir honum fór ég, unz ég kom að hvítu hliði, og svo tók við gatan, sem ég hafði svo oft gengið eftir í draumi, og undir trjánum uxu blómin, og ég dáðist að þeim. Þegar ég kom undan linditrjánum, sá ég grænan gras- flötinn og lágu þrepin, en þar fyrir ofan tók við ljósa, útskorna hurðin. Eg steig út úr bifreiðinni og gekk rösklega upp þrepin og hringdi bjöllunni. Ég óttaðist mjög að enginn mundi svara, en þjónn kom til dyra hérumbil strax. Hann var þunglyndislegur á svipinn, mjög hissa, og horfði á mig með mikilli athygli. Fyrirgefið, sagði ég, en ég ætla að biðja einkenni- legrar bónar. Ég þekki ekki eigendur þessa húss, en mér myndi vera mjög mikil þægð í að fá að skoða það. Vilduð þér biðja þá um leyfið. Þetta hús er til leigu, frú, sagði hann. Ég er hér til þess að sýna það. Til leigu, sagði ég. En hvað ég var heppin. Hvernig stendur á því að eigendurnir búa ekki sjálfir í þessu indæla húsi? Eigendurnir bjuggu hér, frú, þeir fóru ekki fyrr en draugagangurinn fór að verða óþolandi. Draugagangur, sagði ég. Sama er mér um alla reim- leika. En ég vissi ekki að fólk til sveita í Frakklandi trvði enn að draugar væru til. Ég myndi heldur ekki gera það sjálfur frú, sagði þjónninn, hefði ég ekki mætt henni oft og mörgum sinn- um á nóttunni hér í garðinum, vofunni, sem hrakti hús- bændur mína héðan. Hvílík saga, sagði ég og reyndi að brosa, en mér var orðið einkennilega órótt. Það er saga, sagði gamli þjónninn með álösunarsvip, sem þér, frú mín, ættuð sízt allra að hlægja að, þar sem þér voruð vofan. ./. Bn. þýddi. komust af. Þá var hann á skútunni Kjartan, sem hann telur hafa farið á hliðina einhvers staðar vestur og út af Vestmannaeyjum. Þegar atburðurinn skeði, var búið að liggja til drifs all-lengi í óveðri. Sjór kom á skipið og skellti því á hliðina. Lá sjór í seglunum og varnaði skipinu að rétta við, þangað til skinkillinn á stórsegl- inu slitnaði. Þá rétti skipið sig við að nokkru leyti, en ekki alveg fyrr en búið var að færa til fisk og salt, sem farið hafði út í aðra hliðina. Tveir menn fórust við áfallið, og var annar þeirra skipstjórinn. „Eg sé að þú villt ekki gera of mikið úr því, sem komið hefur fyrir þig á langri ævi. Við getum því snúið okkur að öðru umræðuefni. —• Hvað er það, sem þér finnst mest einkennandi fyrir þá tíma, sem við lifum á?“ spyr ég Bjarna. „Uppgötvanirnar og ósamlyndið í heiminum. Hin öra þróun mannsandans á okkar tímum og hugvitið, sem menn eru gæddir, er alveg dásamlegt, en á það skyggir ósamlyndið, sem öllum framförum ógnar og jafnvel hótar með tortímingu öllu því, sem lífsanda dregur. Þá er það hvei'flyndi gæfunnar, sem blasir alveg sér- staklega við okkur nútímamönnum. Við höfum verið vitni að hinum mikilvægustu atburðum. Voldugustu menn, sem sagan kann frá að greina, hafa fallið í duft- ið. Ætti þetta að geta kennt okkur dauðlegum mönnum hve lítils við erum megnugir, þegar öllu eru á botninn hvolft. Loks er það hin mikla velmegun hér á landi, sem því miður að nokkru leyti er ávöxtur stríðsins, en sem betur fer er þó að miklu leyti atorku sjálfra lands- manna að þakka. Ef við berum saman lífskjör fólks og hin almennu menntunarskilyrði þess við það sem tíðk- aðist í ungdæmi mínu, þá hljótum við að undrast hinar risavöxnu framfarir, sem hér hafa orðið á öllum svið- um á ekki lengra tímabili. Við þá tilhugsun verð eg stoltur af því að vera íslendingur", segir Bjarni. Grímur Þorkelsson. V í K 1 N G U R 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.