Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 29
misjöfnu. Hún hafði einu sinni elskað hann og nú var hann dauður. Hún bar sig hörmulega og kveinaði sáran. »Jens minn, elsku Jens, geturðu ekki talað eitt einasta orð? Hvað hefur orðið að þér? Ó, guð minn, hann er dáinn! Og börnin! Vesalings börnin!« Henni datt ekki í hug, að börnin væru miklu sælli föðurlaus, en að eiga slíkan föður. Anna kallaði á hundinn. »Komdu hérna, kæri, litli rakkinn minn. Komdu hérna.« Henni fannst hún þurfa að hafa einhvern til að láta vel að á þessari stundu. En seppi hafði ágætt minni. Hann færði sig lengra og lengra burt frá henni og að girðingunni, þar sem Páll Sveinsson stóð í skugganum með harmonikuna. Páll var gamansamur. Nú gat hann ekki á sér setið lengur. Hann ætlaði að fæla hundinn með harmonikunni, og þá tók Anna eftir honum. Hún stökk á fætur. Nú sá hún allt í einu hvernig í öllu lá. Nú sá hún börurnar og bönd- in og nú sá hún flöskuna. Jens lá, froðufelldi og umlaði eitthvað. »Ja, bíddu bara,« æpti hún upp yfir sig. Hún hljóp inn í dyrnar og kom aftur að vörmu spori með fulla vatnsfötu ng steypti því, sem í henni var, yfir hinn burtsofnaða mann. Þá fór sá dauði að kveina, rykkti í böndin og fór að biðja sér vægðar. Nú dundi við glymjandi hlátur frá öllum görð- um og girðingum umhverfis. Anna leit í kringum sig, og varð fyrst hálf- hrædd, en síðan hamslaus af reiði. »Ja, þú vægð! Nei, hýðingu skaltu hafa, og hýðingu ættu allir þeir að fá, sem gera gabb að einni aumingja konu. — Hafðu þetta fyrir lík- serkinn og þetta fyrir flöskuna, svínið þitt!« Hún var nú búin að taka upp keflið aftur, sem hún hafði fleygt niður, og nú dundi hríð af höggum yfir ræfilinn á börunum. Hundurinn sá nú að hér átti alvaran að gilda. Hann hljóp þá til Önnu og reif í pils hennar með kjaptinum, en fékk þá svo duglegan löðr- ung, að hann hljóp burt skrækjandi. Já, nú var Jens hýddur í orðsins eiginlegu merkingu. Hann æpti, reif í reipin og bað fyrir sér. En höggunum rigndi einlægt þéttar og þétt- ar yfir fyllisvínið. Loks urðu mennirnir frá trjá- garðinum að taka i taumana, og draga þennan hefndarengil burt frá börunum og inn í húsið og loka vandlega dyrunum. Böndin voru leyst. Jens settist upp á börun- VÍKINGUR um. Flaskan var dottin og lá í rennunni. Högg- unum hafði rignt yfir fætur, kvið og brjóst, höf- uð og hendur. Hann bar sig mjög eymdarlega, og leit á fingurna alblóðuga, og handleggi og fætur blóðrisa og þrútna. Björn talaði fyrst til hans. »Haltu þér saman, Jens, og þakkaðu guði þín- um fyrir, ef þessi ráðning kynni að hjálpa þér. Svo rækilega hefur þú víst aldrei fengið hana áður. Og geti hún ekki dugað, þá væri réttast að drekkja þér í sjónum þegar í stað«. »Já, það væri sannarlega maklegt«, sögðu menn allt um kring. Jens leit upp. Það var nærri runnið af honum við öll ósköpin. Þarna var hann ringlaður og ráðviltur, barinn eins og harðfiskur, gagndrepa, skalf eins og hundur, og brann þó af sviða og sársauka um allan líkamann. Og í gegnum þetta allt saman var þó eins og hann fyndi nú í fyrsta sinn til auðmýktar. Það var líkt og sú tilfinning vaknaði hjá honum, sem karlmaðurinn finnur til, eftir að hafa fengið likamlega hirtingu frá konu hendi, og það í margra manna augsýn. Það var eins og fjöldi hugsana skini út úr augum hans, sem áður stóðu eins og í freðnum þorski. Hann leit upp á hvern mann. Þeir hlógu og hopuðu aftur á bak, eins og þeir þættust vera hraddir við hann. Hann fann háðið og smánina, sem þetta átti að tákna. Hann laut niður, greip um hálsinn á flöskunni, æpti af sárs- auka og samvizkubiti, ótta og blygðun. Vesa- lings rakkinn hafði komið til hans með vinalát- um og stóð hjá honum og dinglaði rófunni. í einhverju æði hóf Jens upp flöskuna og keyrði hana í hausinn á hundinum. Við höggið datt hann flatur á götuna. Hann sparkaði út löppunum, engdist dálítið og lá svo grafkyrr. Því næst rak hann upp skerandi vein, sem endaði með stuttri stunu. Sóði var fallinn fyrir eigin hendi húsbónda síns og Iá nú dauð- ur við fætur hans. »Þetta hefðir þú helzt ekki átt að gera«, sagði Björn. Jens starði á hundinn, svo æpti hann upp yfir sig og neri augun með báðum höndum. »Æ, æ! hamingjan hjálpi mér og minni eymd«, sagði Jens og kveinaði ákaflega, Þá fóru allir þegjandi burtu og létu Jens sitja aleinan eftir við hlið hins fallna vinar. Langa vegu mátti heyra kveinstafi hans. »Látum hann sitja«, sagði Björn. »Hann getur haft gott af að hugsa sig dálitið um. Það er að minnsta kosti langt síðan hann hefur gert það« 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.