Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 5
Skipin eru mjög grunn, rista aðeins tæp 5 fet að framan og rúm 5 fet að aftan, en skrúfurnar ná þó 2 fetum niöur fyrir kjöl. Þarf ekki ákaf- lega mikla sjómannsreynsUi til að sjá af hyggjuviti sínu hve heppilegt það er. — Byrð- ingurinn er úr „mahogny", tveim þunnum lög- um, sem lögð eru hornrétt hvort á annað, alls V/,” á þýkkt. Innan á byrðinginn koma fyrst mjó, mjög gisin langbönd, en yfir þau járn- bönd með um 6 feta miilibili. Eru járnbönd þessi aðeins 4 mm. á þykkt, en 19 cm. á breidd. Milli járnbandanna eru tvö mjó trébönd. — Yfirbygging skipanna er úr 3/8” „mahogny“- krossviði, og fremst í henni opin brú. Vistarverur skipverja, svo og annar útbúnað- ur skipanna, er yfirleitt mjög lélegur. T. d. eru skipin óklædd að innan (engin garnering) nema í káetu, en þar er lofthæð ekki meiri en 166 cm. Kemur sér því betur að þeir, sem þar búa, séu ekki tröll að vexti. Legufæri hafa skipin raunverulega engin, aðeins „lítilfjörleg „plóg“-akkeri í vírfesti, og handsnúna akkerisvindu. Ennfremur er allt grindverk á þilfari mjög lélegt og vantar jafn- vel alveg fremst. Höfuðgallar skipanna til björgunar- og gæzlu- starfa eru þó ótaldir enn. Jafnvel þótt bætt væri eftir föngum úr öllum þeim vanköntum, sem hingað til hafa verið nefndir, — en það myndi kosta stórfé, — þá álíta sjómenn að skipin gætu aldrei orðið annað en góðviðra- fleytur. Orsökin er smíðalag skipanna. Þau eru eingöngu smíðuð til gangs og því höfð eins grunn og létt og mögulegt er. Séu þau á veru- legri ferð, lyfta þau sér svo mjög að framan, að sjá má langt aftur eftir kili. Og ef nokkur kvika er að ráði, fleyta þau hreint og beint kerlingar á bárunum. Sökum léttleikans og hraðans eru allar hreyfingar þeirra mjög snöggar og óreglulegar, en ef nokkur vindur er að ráði láta þau ekki að stjórn nema á allmik- illi ferð. Afleiðing alls þessa er sú, að ómögu- legt er að athafna sig um borð í skipunum nema í góðu veðri- Um styrkleika sjálfs byrðingsins er erfitt að dæma út frá lauslegri athugun. Um það atriði verða fagmenn að fjalla. Hitt mun þó óhætt. að fullyrða, að skip þessi voru smíðuð til allt ann- ara hluta en vetrarsiglinga í Norður-Atlants- hafi, — hvað þá að nokkrum ábyrgum manni hafi dottið í hug að nota þau sem björgunar- skip. FastatöJc, — undanbrögö engin. Eftir að dómsmálaráðherra kom úr svaðilför- inni nafntoguðu, og hafði fengið nóg af dýi’ð og dásemd vai’ðbátanna, hét hann því að skip- uð yrði nefnd manna til að í’annsaka hvoi’t bát- yfii’stýi'imaður á m.s. Esja, varð 50 ára 11. des. síðastliðinn. Hann hefir siglt fyrst á skipum Eimskipafélagsins, og eftir það á Amei’íkuskip- um um nokkurra ára skeið og fór þá víða um höf. Síðai’, er hann hvai’f heim aftur til ættjai’ð- ar sinnar, hefir hann siglt á skipum ríkisins, og lengst af á Esjunum, hinni eldi’i, og siðan yngri Esja var byggð, á henni. Yfirstýrimaður hefur hann vei’ið frá 1930. Grímur er öllum, sem til hans þekkja, að góðu kunnur. Hann er góðum gáfum.gæddur og ágætur sjómaður, eins og hann á kyn til. Trygglyndur er hann og hreinlyndur, og bezti drengur í hvívetna. Allir þeir, sem honum eru kunnugir, munu óska hon- um gæfu og gengis á ófarinni leið. Og eigi síður þeir, sem lengi hafa notið samstai’fs hans. Far- manna- og fiskimannasamband íslands á þar tryggan vin og starfsmann, sem hann er, og sést á því, að hann metur hlutverlc þess. Þá hefir Sjómannablaðið Víkingur notið mai’g- þætts stuðnings hans og þakkar honum við þessi tímamót. Njóttu heill vei'ka þinna, góði ch'engur. Á. arnir væru hæfir tii landhelgisgæzhi og biörg- unarstax’fa. Nú veit enginxx til þe'ss, að slík nefnd hafi verið skinuð. Hins vegar liggja „hx'aðbátar ríkisins“ hér á Revkiavíkurhöfn og hafast ekki að. Siómenn spyrja: Hvað ætlast ráðamenn fyrir í þessxmi efnum? Þaxx glæfra- legu mistök, sem þegar eru oi’ðin, hafa valdið miklu tjóni. Dýrmætur tírni, sem nota hefði átt til i'aunhæfra aðgei’ða í þessum bi’áðnauðsyn- legu rnálum, hefur liðið til einskis og vei’ra en einskis. Amxað eins sleifai’alag verður ekki þol- að lengur. Á þetta aö vera öll nýsköpunin á sviði landhelgisgæzlu og björgunarstarfsemi? Ríkisstjórnin er spurð. Sjónxannastéttin krefst greiðra og glöggi'a svara. V í K I N G U R U' 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.