Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 28
hlutur, sem menn verða að fyrirgefa að nokkru
leyti, ekki sízt í sjóþorpum. Flestum sjómönnum
þykir þó gott að fá„sér staup.
En þegar til alvörunnar kom, »þá gerði Jens
þó fullmikið af þessu«, eins og Björn komst að orði.
Og ef þessu héldi áfram, þá hlutu börnin að
verða sveitarlimir og Jens yrði að líkindum
fluttur á Letigarðinn. Og þótt sveitin bæri kostn-
aðinn, hlaut skömmin að skelia á ættinni, en Bjarn-
arættinni var sannarlega annt um mannorð sitt.
»Er ekki mögulegt að gefa honum ráðningu
einu sinni, sem dugar? spurði einhver af þing-
heimi.
Þá yptu margir öxlum og var auðséð að menn
voru mjög í efa um það. En þá bar einhver fram
tillögu, sem allir féllust á.
Það var reyndar fyrst í gamni, en varð að fullri
alvöru ' við'umræðurnar. Þeir tóku því næst til
framkvæmda. Þeim var hægt um vik að gera
hvað sem þeir vildu. Maðurinn var dauðadrukkinn
og vissi hvorki í þennan heim né annan.
Þeir afklæddu Jens og færðu hann í hvíta
náttskyrtu, sem einn boðsgesta útvegaði.
Hendurnar voru lagðar á brjóstið og flaskan
millli þeirra.
Svo var Jens lagður á börur og borinn eftir
endilöngu þorpinu. Allt var kyrrt og þegjandi, og
þorpsbúar í fasta svefni.
Fremstir gengu gestgjafinn og meðhonum ung-
ur stúdent. Á eftir gengu boðsgestir og nokkrir
fiskimenn. Það var engu líkara en að þar færi
líkfylgd. Leit þetta mjög skoplega út í morgun-
skimunni.
»En hvar skyldi hundurinn vera,« sagði Björn,
og var dimmraddaður.
Það þótti öllum mjög undarlegt, að Sóði skyldi
ekki vera með. Hann var þó vanur að fylgja Jens
bæði nótt og dag.
En þegar nálgaðist húsið, þar sem þau Anna
bjuggu, heyrðist þaðan ógreinilegt ýlfur og gól.
Sóði hafði verið lokaður inni.
Þeir settu börurnar niður fyrir utan dyrnar.
Einhver burðarmaðurinn tók harmoniku og fór
að spila sálm: »Hver veit hve fjarri er ævi endi.«
Þá varð ýlfrið i hundinum að verulegum óhljóðum
Hann fór að rífa og tæta hurðina að innan.
Burðarmennirnir og »likfylgdin« drógu sig ögn
frá dyrunum. En Páll Sveinsson sat kyrr og hélt
áfram sálminum.
Fjöldi manna var saman kominn við trjágarð-
ana og rimlagirðingarnar. Allir störðu á dyrnar.
Þá heyrðu þeir að Anna sagði fyrir innan við
hundinn:
ZB
»HaItu kjafti, bölvaður Sóðinn þinn!«
Óhljóðin uxu enn meir. Ber kvenmannshand-
leggur kom litlu síðar út í dyrnar og þeytti rakk-
anum af miklu afli út á götuna.
Hann kastaðist langa leið, og kom niður rétt
á brjóstið á manninum í náttskyrtunni.
Sóði kom fljótt fótum undir sig og starði andar-
tak á líkamann, sem hann stóð á. Síðan stökk
hann niður á götu og hljóp þar fram og aftur
með ýlfri og ólátum eins og hundaæði væri komið
á hann.
Smám saman fór rakkinn að stillast.
Hann labbaði að börunum, reis upp á aftur-
Iappirnar, þefaði af Jens og hljóp svo burt
geltandi.
Það er ekki ólíklegt að hann hafi hugsað eitthvað
á þessa leið:
Ég skil hreint ekki hvernig í þremlinum á þessu
stendur.
Ég held að hann sé ekki dauður. Komdu út og
hjálpaðu mér, Anna. Mér er sama þó að þú
Iúberjir mig á eftir.
Harmonikuleikarinn var nú kominn burt og stóð
hjá hinum bak við rimagarðinn.
Dyrunum var lokið upp.
Anna kom út snöggklædd á ermastuttri skyrtu
og einskeftupilsi, i svörtum ullarsokkum og á
tréskóm. í hendinni hélt hún á linkefli.
»Ert það þú?« kallaði hún og gaf sér engan
tíma til að litast i kringum sig. Hún hóf upp
höndina og stóð þar eins og refsinorn ættarinnar,
sem Jens hafði svo hörmulega óvirt með líferni
sínu. Það var eins og hún ætlaði að láta refsi-
dóminn dynja þarna tafarlaust yfir karlinn sofandi
og dauðadrukkinn.
Allt í einu hrópar hún:
»Nei, guð hjálpi mér!«
Hún fleygði keflinu og starði steinþegjandi á
þessi undur..
Þarna lá hann í hálfbirtunni, sem var mjög lítil
þar í götuþrengslunum. Hann var í líkklæðum,
bleikur og eins og stirðnaður.
Við slika sjón verður konan jafnan kona.
Hún hné kveinandi niður hjá bekknum.
Önnu varð svo mikið um að hún sá ekki
böndin, sem hann var reirður, og jafnvel ekki
flöskuna, sem hann hafði milli handanna.
Hvort hann hafði fengið slag, drukknað eða
ekið yfir hann: Um það var hún ekki að hugsa.
Hún hafði elskað Jens, þegar hann var ungur
og röskur fiskimaður. Hún gleymdi nú á þessu
andartaki öllu, sem þeim hafði farið á milli af
V í K I N G U R