Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 12
Fjórir stjórnmálamenn rita um framtíð sjávarútvegsins á lslandi. Grein Einars Olgeirssonar. Framtíð íslands er fyrst og fremst undir þróun sjávarútvegsins komin. Það er sjávarút- vegurinn, sem gefur íslenzku þjóðinni mesta möguleika til efnahagslegrar farsældar, ef hún kann að nota þann auð rétt, sem felst í fiski- miðum hennar. Hve gífurlegur þessi auður er, verður ef til vill bezt séð á því, að 5—6 þúsund sjómenn skuli á ári hverju framleiða upp undir 50000 smálestir af síld og öðrum fiski, sem allt mætti gera að mat, sem hvað næringargildi og gæði snertir er einhver sá bezti, sem framleidd- ur er í heiminum. Og þessi ódæmaríku fiski- mið liggja allt í kring um landið, mátulega langt burtu frá neytendunum á þéttbýlu megin- landi Evrópu til þess að freista þeirra ekki um of til að veiða fiskinn sjálfir, en mátulega nærri þessu eylandi, eins og til þess að benda Islendingum á það, að þarna sé verkefni, sem þeir eigi að vinna að fyrir sjálfa sig og fyrir þær hundruð miljónir manna, sem Evrópu byggja. En meginhluti þess fólks á mjög erfitt með að afla sér fisks. Grundvöllurinn undir efnahagslegri velgengni íslenzku þjóðarinnar verður því eðlilega sá, að hún: / fyrsta lagi, kunni að hagnýta sér þessi fiskimið, til þess að framleiða úr skauti sjávarins allar fiskafurðir í mismunandi formum og ólíkum myndum, sem neytendum á hverjum tíma hentar bezt og gefa framleiðendunum beztan ávöxt erfiðis síns, og: / öðru lagi, undir því, að samband íslenzku þjóðarinnar við hinar eðlilegu viðskiptaþjóðir hennar á meginlandinu sé það skynsamlegt og hagkvæmt, að þær viðurkenni það, sem eðlilega verkaskiptingu í búskap þessarar álfu, að ís- lendingar framleiði svo mikið af fiski, sem þeir megni og eigi öruggan markað fyrir þann fisk hjá þeim, en kaupi í staðinn þær vörur, sem þessum meginlandsþjóðum er eðlilegt að fram- leiða. Því fer fjarri að það hafi verið viðurkennd staðreynd hjá þjóð vorri í sögu hennar, hve stórkostlegur þáttur sjávarútvegurinn er í öllu lífi hennar og afkomu. Hættur og erfiðleikar, sem sjávarútveginum eru samfara, hafa hvað eftir annað orðið þjóðinni ofjarl, þegar aðrir erfiðleikar, svo sem pólitísk kúgun framandi valds og markaðsvandræði bættust við. Saga Islands segir frá því, hvernig sjávarútvegin- um var beinlínis haldið niðri af innlendum öfl- um, sérstaklega á 15. öld, þegar öll líkindi voru til þess, að hann ella hefði orðið til þess að hleypa af stað myndun verstöðva og bæja og leggja 'grundvöll að þróun borgaralegs þjóðfé- lags á Islandi 300 árum fyrr en reynd varð á. Þau innlendu öfl, sem hindruðu þróun sjávarút- vegsins þá, voru íslenzku stórbændurnir, eins- konar junkarar íslands, sem litu á sjávarútveg- inn sem keppinaut sinn um vinnuaflið og höfðu nægt pólitískt vald í höndum til þess með lög- gjöf að koma í veg fyrir, að sjávarútvegurinn fengi það vinnuafl, sem hann þurfti og þá að- hlynningu frá löggjafans hálfu, sem þörf var á fyrir þróun hans. Þá hefur og verzlunarstétt- in löngum orðið sjávarútveginum þung í skauti, vegna þess skatts, sem hún hefur á liann lagt bæði fyrr og síðar. En einmitt sökum þess hverjar hættur af náttúrunnar hendi fylgja sjávarútveginum á hann því meiri kröfu á fyllsta jafnrétti af þjóðfélagsins hálfu á við aðrar atvinnugreinar. Þróun sjávarútvegsins er efnahagslegur grundvöllur þeirra gífurlegu framfara, sem 12 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.