Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 26
hún að meta gáfur manns síns né háleita köllun.
Þetta var nú annar vinur Jens Sveinssonar.
Hinn vinurinn var hundur hans og hét Sóði.
Sóði var loðhundur að uppruna. Hann mundi
svo langt fram, að einu sinni hafði hann verið
hvítur og með löngum, lafandi eyrum.
En nú var orðið langt síðan, og Sóði hafði
tekið miklum litaskiptum. Eyrun voru fyrir löngu
orðin hálfsvört og klepruð, og svo hafði hann
þann Ijóta vana að nudda sér utan í hvern skíðgarð
og velta sér í sandinum. Fljótt á litið gátu menn
vel haldið að Sóði væri bara ótindur snoðhundur.
En allt um það var Sóði af frægu hundakyni.
Hann átti líka til kynstrin öll af viti og öðrum
höfuðkostum kyns síns. Basl og mótlæti
hafði einungis gert hann helzt til tyrrinn í lund.
Og þegar börnunum tókst að espa hann upp í
galsa og ólæti, dauðskammaðist hann sín fyrir
það strax á eftir.
Skynsemin og sálarþroskinn var óvenjulega
mikill hjá þessum hundi.
Jens hafði eignazt hann einhverju sinni um borð
í skipi. Þá var hann á sínum betri árum. Hann
hafði keypt af einum skipverja dálítinn kaðal-
spotta, en hann og seljandi gátu ekki orðið
ásáttir um borgunina. Jens þótti spottinn of stuttur,
og brennivínið, sem hann hafði látið fyrir hann,
allt of mikið. Þá fleygðu þeir hundinum niður í
bátinn til hans í kaupbæti.
Sóði var aðeins hvolpur þá. Hann var síðan
alinn upp með börnunum heima, og þoldi þeim
allt. Honum var illa við Önnu, en kunni þó að
stilla skap sitt þegar hún átti í hlut.
Fyrsta dagínn, sem hann kom í húsið, hafði
hún undir eins heilsað upp á hann með tánni á
tréskónum sínum, og hrækt út úr sér um leið:
«Eigum við nú líka að fara að ala hér hræ«?
Hún hafði þegar skotið hvolpsmáninni skelk í
bringu. Hann faldi sig það sem eftir var dagsins,
en um nóttina fór hann á kreik. Nokkuð var
það, að um morguninn vantaði á tréskóinn ristar-
Ieðrið.
Þann dag fékk hann nafnið Sóði.
Elzti drengurinn, sem þá var hér um bil altal-
andi, hafði nefnt hann því nafni, og það festist
við rakkann.
Að öllum líkindum gera hundar sér ekki mikla
rellu út af nöfnum. Sóði bar nafn sitt sem ekkert
væri og kærði sig kollóttan hvað það þýddi.
Hann var trúr húsbónda sínum, góður við börnin,
átti í eilífri styrjöld við Önnu, en lét ókunnuga
afskiptalausa.
Eftir því sem samkomulagið spilltist á heimilinu,
26
hændist hann æ meir að húsbóndanum og fylgdi
loks honum einum.
Hann fór með honum allar brennivinsferðir, en
nam þó ætíð staðar fyrir utan dyrnar á kránni.
Meðan húsbóndi hans sat í drykkjustofunni,
spígsporaði Sóði fram og aftur í garðinum að
húsabaki. Þegar leið á kvöldið, brá hann sér allra
snöggvast, rétt til málamynda, að finna hund
veitingamannsins, stökk að því búnu ofan í fjöru,
nuddaði eyrunum í marhálminn og dró að sér
nokkra drætti af svölu sjávarlofti. Siðan labbaði
hann í hægðum sínum að kjallaradyrunum, snéri
sér þar nokkrum sinnum í hring og lagðist svo
i kuðung við dyrnar
Gengi einhver út eða inn, varð hann að stíga
yfir Sóða. Þarna lá hann hreyfingarlaus þangað
til húsbóndi hans staulaðist út.
Þá stóð Sóði upp, sperrti sig allan og var búinn
til fylgdar.
Hann fylgdi nákvæmlega öllum hlykkjum og
krókum,sem húsbóndi hans gekk, svo að ókunngir
hefðu mátt halda að Sóði væri með eitthvað í
kollinum líka.
Það kom fyrir að Björn sjálfur mætti þeim
félögum á þessu ferðalagi. Þá blístraði hann oft
til hundsins, en Sóði lét ekki lokkast hænufet út
af stryki sínu. Það hefði hann ekki gert, jafnvel
þótt öll ketbein veraldar hefðu verið í boði.
»Hundurinn er snillingur að renna í kjölfarið
hans. Og þó slagar svínið óskaplega.«
Svo nam Björn staðar litla stund og horfði á
eftir þeim.
Stundum, þegar Jens ætlaði hreint að gleyma
jafnvæginu, hljóp Sóði til hliðar við hann og rak
upp eitt bofs. Það var áminning fyrir Jens.
Og þetta dugði oftast nær. Jens áttaði sig og
náði jafnvæginu, sem hafði ætlað að svíkja hann.
Því næst leit hann með syndandi augum til félaga
síns.
»Þakka þér fyrir, kal)inn«!
Svo héldu þeir áfram þangað til Jens sigldi i
strand upp að einhverjum skíðgarðinum.
Sóði hljóp þá út á miðjagötu, settist á afturlappir
sínar í dýpsta hjólfarið, skorðaði sig með fram-
fótunum og beið hins ókomna.
Oft hinkraði Björn við næsta götuhorn og
horfði á þá félagana.
Þegar aftur fór að losna um Jens frá trjágarð-
inum, bar oft svo við að jafnvægið lék ónotalega
á hann Við þvi mátti Jens ekki.
Trégrindurnar stóðu, Jens datt.
Þarna lá hann.
Sóði spratt á fætur og gekk hægt og gætilega
VÍKINGUR