Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 27
að honum, nasaði af vitum hans, rak trýnið niður
í sandinn, ýlfraði dálítið og stóð nokkra stund
skammt frá Jens með allar lappir útsperrtar og
starði á hann.
Það var eins og í tilliti hundsins fælist bæði
meðaumkvun með manngarminum og gremja,
jafnvel viðbjóður: þvílíkt bölvað fyllirí.
En þegar rakkanum tók að leiðast, hljóp hann
þráðbeint heim til Marteins spilara til að fá lið-
veizlu.
Oftast var Marteinn heima.
Þegar rakkinn kom svona til hans aleinn, með
ákefð og óðagoti, fór Marteinn ætíð nærri um
hvert erindið var.
Hann lagði þá af stað.
Marteinn hljóp aldrei af sér tærnar. Sannur
heimspekingur tekur þvi einatt með stillingu og
rósemi, sem við ber í mannlegu lífi. Hann vissi
líka að í þessu tilfelli mundi ekki verða hlaupið
frá sér.
Spilarinn kom þangað sem Jens lá.
Sóði, sem jafnan hafði gengið á undan, settist
nú á afturfætur sína og fór að gelta, eins og
hann vildi segja: »Nú hef ég gert skyldu mína.
»Þá til kemur þinna kasta, Marteinn«!
Og Marteinn tók til starfa.
Hann settist við skiðgarðinn, tók ofan húfu-
garminn og þurrkaði vandlega af sér svitann.
Á meðan talaði hann við sjálfan sig á þessa
leið:
«Þarna liggur þú, Jens.«
Ekkert svar.
»Þú kemur víst af knæpunni, Jens?«
Sama þögnin.
»Þú ættir að hætta þess'-, Jens.
Sóði fór að gelta.
»Sérðu Jens. Hundurinn er á sama máli og ég
Og fyrst hundurinn hefur svona mikla skynsemi,
ættir þú svo sem að hafa vit á að hætta við
þetta brennivín.
Jens fór þá eitthvað að umla, og gerði tilraun
til að risa á fætur.
Marteinn sat hreyfingarlaus.
»Hvað gagnar það, Jens, þó að ég reisi þig við?
Þú ert strax kominn á höfuðið aftur, og þó að
þú dettir ekki í dag, þá dettur þú á morgun. Ég
skal segja þér hvað þú ert, Jens: Þú ert svín!«
Rakkinn gelti eins og hann væri að samþykkja
þetta.
Þá umlaði aftur í Jens. Hann spurði einhvers.
en eina orðið sem skildist, það var »Anna.«
Marteinn setti upp frollu sína og stóð upp.
»Nei, hún er ekki heima sem stendur,« segir,
Marteinn. »Við skulum því flýta okkur svo að þú
getir sofið úr þér áður en hún kemur.«
Heimspekingurinn og drykkjumaðurinn voru
bölbræður að nokkru leyti. Báðir voru þeir undir
sterkum aga kvenna sinna.og þótt drykkjumaðurinn
yrði oftar fyrir barsmíðum, fann heimspekingurinn
að kvenríki tengdi þá ákveðum böndum. Og svo
studdi heimspekingurinn drykkjumanninn á fætur.
Jens slagaði áfram í áttina heim til sin.Rakkinn
rann á undan. Marteinn gaf Jens heilan Jónsbók-
arlestur af heilræðum á heimleiðinni.
En hér urðu góð ráð og áminningar jafn ár-
angurslaus.
Þegar þessu hafði frain farið mörg herrans ár,
þá var það einhverju sinni að veizla var haldin
í þorpinu. Það var sumarnótt og samkomunni
var slitið. Menn voru kátir og glaðir en hreint
ekki út úr. Sjórinn var spegilsléttur og silfurglitr-
andi. Roðinn á austurskýjunum óx meir og meir.
Bátana, húsin og hjallana bar við himininn og sló
á allt dimmbláum blæ.
Gestirnir horfðu þegjandi á þetta.
Loks segir Björn, að sér þyki annars undar-
legt þegar hann hugsi út í það, að þeir gangi
hér um svo oft um þetta leyti á morgnana, og
taki eignlega aldrei eftir, hvað hér sé fagurt,
þegar þeir séu með veiðarfæri sín á leið til hinna
daglegu starfa. En þegar ókunnugir menn séu með,
eða þeir þurfi ekki neitt að fást við skinnbrók
og sjóskó og færi, þá væri allt eins og . . . .
eins og . . . .
— »Eins og maður væri að lesa í Biblíukjarn-
anum«, sagði Páll Sveinsson.
»Já einmitt því líkast,« sagði Björn. Svo stóðu
þeir aftur kyrrir og þegjandi, en héldu því næst
heim.
Undir sandhryggnum ráku þeir augun í liggjandi
mann.
»Það er Jens Nívert!« sögðu þeir allir. Þeir
slöu hring urn hann og hristu hann til.
Hann bærði ekki á sér.
»Er maðurinn dauður?« sagði einn úr hópnum.
»Þetta svín deyr ekki svo auðveldlega,« segir
Björn, og byltir honum um leið við á hliðina.
Þá datt flaska út úr peysubarmi Jens.
Björn tók upp flöskuna og brá henni upp við
himininn.
Hún var tottuð og tóm.
Allir ættmenn Jens, bæði nánir og fjarskyldir,
stóðu þarna í kring um hann og þinguðu yfir
honum. Þeir höfðu fá orð, og minntust einungis
á það, hve aumkvunarverð Anna væri að hafa
slíkan ræfil í eftirdragi. En raunar er nú fyllirí
V I K I N G U R
27