Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 17
<TINN I Sören var bóndi á Jótlandi. Einhverju sinni var hann á heimleið úr kaupstað og bar poka á bakinu. Hann mætti kunningja sínum og tóku þeir tal saman. „Hvað hefur þú í pokahorninu, Sören minn 1“ sporði kunninginn. „Eg var nú að fá svolitla lögg á brennivínskútinn“, svaraSi Sören. Er þeir höfðu talazt við um hríð, tók kunningi Sör- ens eftir því, að bvrja'S var að leka úr pokanum. Honum þótti vín gott og var því ekki seinn á sér að setja mnnn- inn undir lekann. Andartaki síS'ir skyrpti hann út úr sér, iiölvaði hraustlega og spurði Sören, hvort ekkert annað en kúturinn væri í pokanum. „Jú, svaraði Sören, „ÞaS er svolítill gi'ís í pokanum líka“. ★ J samsýningu listamanna. — Þetta er hræðilegt málverk. — Eg málaSi það. — Afsakið, .... eg meinti annað: MáverkiS s.iálft er gottt en fyrinnyndin er hræðileg. — Fyrirmyndin er konan mín. ★ Kvenfrelsiskona nokkur hélt jirumuræðu á. st.iórn- málafundi: „— — Ennfremur ber að krefjast þess, aS konurnar fái einhvern'fastákveðinn hluta af laun- um mannsins“. Karlmaður grípur fram í og segir: „Eg er yður hjartanlega sammála. ÞaS er engin sann- girni að þær t’ái öll launin“. ★ Arni: Aldrei getur kvenfólkið þagað vfir nokkvum hlut, Bjarni. ÞaS er nú helzt til mikiS sagt. Konu þekti eg, sem var manni sínuni ótrú í fjölmörg ár og minnt- ist aldrei á það við hann einu orði. ★ Síðasta sjómannadag tóku sex róðrasveitir þátt í kappróðri á Akureyri. f einni sveitinni voru starfsmenn frá Vélsm. Odda. Enginn þeirra hafði tekið þátt í kappróðri fyrr, og flestir lítið eitt iðkað róður. Hafði því róðrarsveit þessi mjög takmarkað álit meðal þorra manna, og skulu tvö dæmi nefnd hér því til sönnunar. Daginn áður en kappróðurinn fór fram var dregið um það í hvaða röð sveitirnar ættu að róa og hverjar ættu að róa samtímis, því að kappróðrarbátarnir eru tveir. Féll það í hlut Oddasveitar að róa fyrst ásamt A sveit Vélstjórafél. Akureyrar, sem vann róðurinn 1944. En eftirlitsmaður kappróðrabát.anna hafði orð á því, að hann teldi það ekki rétt að láta þá niðurröðun gilda, því að Vélstjórasveitin fengi mikið verri tíma með því að róa á móti svo lélegri sveit. Er maðurinn yðar lieima ? — Nei, og aftur nei. — Það getur varla verið. Maður, sem er kvæntur öðrum eins vargi og yður, er vitanlegn aldrei heima. Veðbanki var starfræktur við kappróðurinn. Aðeins einn maður veðjaði kr. 5,00 á Oddasveit til úrslita og vann kr. 903,00, þvi að hún náði beztum tíma. Góður hagyrðingur, sem fylgdist vel með þessum mál- um, orti svo eftirfarandi vísur um mennina er voru í róðrasveit Odda, sem viðurkenningu fyrir góða frammi- stöðu: RÆÐARA SLAGUR Stefán ræður stefnunni, styrjusvæðið blikar. kappið glæðir karlmenni kýs að græða bikar. Síldarbólið brákast eins er byl.jum gjóla þeytir og þegar Óli Aðalsteins árartóli beitir. Kyssir alda ár og borð, ýfir fald á vogum. Seigur kalda sílastorð signir Valdi togum. Óli heiglum ógna má er árarbeiglu hvetur. Við fleira en deyglu drengur sá drjúgum seiglast getur. Yfir baldin boðaföll bárufaldinn klýfur, Ásgeir kaldur eins og tröll árarhaldið þrífur. Árar skjallar Eyjólfur orku snjallri beitir. Metin falla. Frægastur finnst um allar sveitir. Sverrir spottar spáðan dóm spennir tott á sinum. Til að glotta gaf sér tóm gengi ei flott hjá hinum. Kalli. V I K I N G U R 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.