Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 2
VARÐBÁTAKAUPIN
Varzla landhelginnar er sjálfstæðismál.
Gæzla landhelginnar hefur lengi verið eitt af
mikilvægustu áhugamálum okkar íslendinga.
Meðan Danir höfðu gæzluna með höndum gekk
hún oft hörmulega, svo sem eldri menn muna,
og þarf ekki að rekja þá niðurlægingarsögu í
þessu sambandi. Þegar er okkur tók að vaxa
fiskur um hrygg, varð það metnaðarmál allra
skyni borinna manna, að þjóðin tæki landhelg-
isgæzluna að fullu og öllu í eigin hendur. Þetta
var að sjálfsögðu mikið hagsmunamál sjávar-
útvegsins, sem allt átti í húfi ef varzlan brygð-
ist og uppeldisstöðvar fisksins væru eyddar að
verulegu leyti. En engu síður gat landhelgis-
gæzlan talizt stórvægilegur liður í baráttunni
fyrir fullu og óskoruðu sjálfstæði íslands. Þetta
skildu forráðamenn þjóðarinnar og allur al-
menningur. Þeirra hluta vegna var lagt mikið
kapp á að koma gæzlunni í svo gott horf, sem
íramast var kostur. Að sjálfsögðu olli smæð og
fátækt þjóðarinnar því, að stilla þurfti fram-
lögum í hóf til þessarar starfsemi. En þó mátti
heita vel og myndarlega af stað farið og unnið
að landheigisvörnum með áhuga og dugnaði. Á
síðari árum virðist hafa orðið greinileg aftur-
för í þessum efnum. Er það ekki aðeins baga-
legt, heldur stórfelldur hnekkir áliti þjóðarinn-
ar út á við. Aldrei hefði þurft öruggari for-
ustu og betri framgang þessara mála en ein-
mitt á þeim tímamótum, er ísland gerðist sjálf-
stætt og óháð lýðveldi.
Það er nú liðið nokkuð á þriðja áratug síðan
við íslendingar hófum fyrst landhelgisgæzlu,
og mætti því ætla, að við hefðum aflað okkur
nokkurrar reynslu á því sviði. Það væri einnig
ósanngjamt að neita því að svo sé. Við höfum
meðal annars eignast reyndar og góðar skips-
hafnir, sem unnið hafa verk sín af skyldurækni
og dugnaði, að svo miklu leyti sem aðstaða
þeirra leyfði. En hinum rösku vörðum land-
helgisgæzlunnar hafa því miður ekki verið
fengin í hendur heppileg skip né fulkomin tæki
að öðru leyti. Veldur þar nokkru um getuleysi
þjóðarinnar á tímum kreppu og erfiðleika, en
þó ekki síður dauðyfilsháttur og sinnuleysi
valdhafanna, sm oft hafa verið sljóir og sofandi
gagnvart þeasum nauðsynlegu málum. Það er
2
eins og ráðamenn þjóðarinnar hafi iðulega ver-
ið algjörlega blindir fyrir því, að það er okkur
bráðnauðsynlegt, bæði vegna fiskstofnsins og
sóma landsins út á við, að löggæzlu- og björg-
unarstarfsemi á sjónum sé vel rækt.
Varðskipin eru floti íslenzka ríkisins. Til
þess flota á að vera hægt að leita þegar mikils
þarf við um björgun og aðstoð í neyð. Hinn
litli, íslenzki floti er merkisberi sjálfstæðrar
þjóðar. Varðgæzlan er ekki aðeins gagnrýnd af
íslendingum sjálfum. Hún er og undir stöðugri
gagnrýni annara þjóða. Einnig þess vegna er
það brýn skylda að auka og efla gæzluna og
gera hana svo fullkomna, sem framast er hægt,
— helzt svo, að mistök og vandræði geti naum-
ast átt sér stað. Þá fyrst, er varðskipamenn
geta sinnt störfum sínum með tilstyrk allrar
tækni og hugvitsemi nútímans, er þess að vænta
að landhelgisgæzlan verði íslenzku þjóðinni
bæði til gagns og sóma.
, ,Hraðbátar ríkisins“.
Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt meira
framtak og dugnað en flestar eða allar þær rík-
isstjórnir, sem hér hafa setið áður að völdum.
Eflaust verða henni á mistök, en hún mun
naumast sökuð um það, að sitja aðgerðalaus
með hendur í skauti eða hoi’fa sljóum augum á
vandamál hrúgast upp og bíða afgreiðslu.
Það var því ekki nema eðlilegt, að hin nýja
og framtakssama stjórn reyndi strax að bæta
úr brýnustu þörfunum hvað landhelgisvarnir
og björgunarstarfsemi snerti. Á síðastliðnu
sumri sendi dómsmálaráðherra Pálma Lofts-
son, forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, til Bret-
lands, m. a. þeirra erinda að athuga hvort ekki
væru fáanleg hentug skip til björgunar- og
landhelgisgæzlu hér við land.
Eins og almenningi er kunnugt, voru að ráði
Pálma Loftssonar keypt hingað þrjú skip,
brezkir hraðbátar, um 140 smálestir að stærð.
Höfðu skip þessi verið notuð í stríðinu til sigl-
inga milli Bretlands annars vegar og Noregs
og Svíþjóðar hins vegar, en voru nú fáanleg
fyrir alllágt verð. Skipum þessum var siglt til
íslands af brezkum sjóliðum í fylgd með stærra
herskipi, og vakti sú sigling þegar í stað nokkra
VÍ KlN □ U R