Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 8
3. Þá má benda á baráttu sjómanna fyrir aukningu og eflingu Fiskveiðasjóðs, stuðning við Fiskimálanefnd, við Fiskiðjuverið, svo og ver- búðirnar, kælihús, tillögur um beituforðabúr o. fl. í því sambandi. U. Eins og áður getur, hófu samtökin lang- varandi áfóður fyrir aukinni menntun sjómanna og bættum námsskilyrðum með nýjustu áhöld- um. 5. Strax og leið á veturinn 1940—41, fór að bera á tundurduflareki við landið, einkum eftir áramótin 1941, en náði þó hámarki síðar. Árið 1941 tilkynntu Bretar að lagt hefði verið duflabeltum við Austur- og Vesturland. Fór þá mikið að bera á rekduflum, eftir verstu vetrar- veðrin í marz og apríl. Þá komu og árásirnar á íslenzku fiskiskipin. Varð nokkur stöðvun á siglingum vegna árásanna. Var það aðeins skamma stund, á meðan athugað var, hvað helzt mætti gera til öryggis sjófarendum. Heyrðust þá raddir um það, að íslenzkir sjómenn þyrðu ekki að sigla, og útgerðarmenn ekki að hætta skipum sínum. Voru þessar árásir á sjómenn og útvegsmenn mjög óverðskuldaðar. Hins veg- ar var alveg sjálfsagt, að leita ráða til að draga úr hættunni. Um þessi mál var hin ákjósan- legasta samvinna með öllum sjómönnum og samtökum þeirra, útvegsmönnum og ríkisstjórn. Var þá horfið að samfloti skipa, við fisk- og vöruflutninga, þar sem því var við komið, og gerðar aðrar þær ráðstafanir, er tiltækilegar þóttu, til þess að auka á öryggið um borð í skip- unum. Dagana 10.—13. júní 1941 var 5. þing F.F.S.f. háð í Reykjavík. f sambandi við áður- greint mál voru á þinginu meðal annars sam- þykktar eftirfarandi tillögur: ,,5. þing F.F.S.Í. lýsir því yfir sem skoðun sinni, að það sé lífsnauðsyn fyrir þjóðina, að siglingar haldizt, til landsins og frá. Hins vegar telur þingið eigi hægt að liggja mönnum á hálsi fyrir það, þótt þeir vilja láta gera allar þær ráðstafanir, sem unnt er og viturlegar teljast, til þess að vernda mannslífin á sjónum. Mót- mælir þingið því harðlega þeim aðdróttunum, er komið hafa fram í garð sjómanna um það, að þeir þyrðu eigi að sigla. Jafnframt skorar þingið á ríkisstjórn landsins að láta athuga alla möguleika, er verða megi til öryggis við sigl- ingarnar í framtíðinni. Og er fengizt hefur sú lausn um útbúnað, er öll stéttarfélög sjómanna geta fellt sig við, verði gefin út reglugerð í sam- ræmi við þær samþykktir, og eigi frá þeim vikið nema til hins betra. Þingið samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd, er vinni að því, í samráði við sambands- stjórnina, að framfylgt verði í öllum atriðum öryggissamningum þeim, er gerðir hafa verið af stéttarfélögum sjómanna, vegna siglinga ís- lenzkra skipa á stríðshættusvæðinu. Nefndin kynni sér jafnframt allar nýjungar, er fram koma, með tilliti til öryggisráðstafana, sem gerð- ar kunna að verða á erlendum skipum, er sigl- ingar annast um ófriðarsvæðin, og beiti sér fyrir því, að þeim verði einnig komið á í íslenzk- um skipum, eftir því sem við verður komið“. „5. þing F.F.S.I. beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún hafi varðskipið Þór fyrir Norðurlandi í sumar, til að líta eftir og granda tundurduflum, er þar kunna að vera á reki, þar sem vitað er, að þau tundurdufl, er slitna upp fyrir Vestfjörðum, rekur austur með Norðurlandi, og geta valdið aukinni hættu fyrir skip, vegna væntanlegra síldveiða. Stjórn sambandsins hlutist til um að til- kynningar um tundurdufl á reki umhverfis landið séu lesnar upp tvívegis hvert sinn og í síðara skiptið með skriftarhraða, og í öðru lagi hlutist stjórnin til um það, að komið verði á betra skipulagi um tilkynningar, þannig, að lesnar verði upp í ríkisútvarpinu allar tilkynn- ingar um tundurdufl, sem berast utan af sjó“. Rétt er að taka upp þessar samþykktir frá 5. þingi F.F.S.Í. til staðfestingar á því, að sam- bandið var á verði um þessi og hliðstæð mál. 6. Eins og að líkum lætur, hefur sambandið haft með höndum og veitt aðstoð við samninga- gerðir og kaupgreiðslur fyrir og til sambands- félaga þar, sem þess hefur verið óskað og það bundið með lögum eða samþykktum. Ennfremur fyrirgreiðslur um erlendan gjaldeyri o. fl. Út- vegun skiprúms og milliliðastörf um útvegun yfirmanna á skip o. fl. 7. Þá hefur sambandið ávallt síðan það var var stofnað, látið hafnargerðir og hafnarbætur víðsvegar um landið mjög til sín taka, að vísu eigi ávallt með tilætluðum árangri. 8. Einnig má geta um áeggjanir sambands- ins í sambandi við stækkanir og aukningar S. R- og hina þrálátu baráttu um breytt fyrirkomu- lag á stjórn þeirra, í samræmi við óskir síld- veiðimanna.__________________________ 9. Margþætt afskipti af öryggismálum al- mennt að því er snertir sjómenn. 10. Ákveðin barátta fyrir bættu vitakerfi, siglingatækjum, legumerkjum, radíóvitum, mið- unarstöðvum og nýjustu tækjum í skip til ör- yggis. 11. Þá má og nefna afskipti af veðurfregna- kerfinu, athuganastöðvum, lestri fregnanna og tilkynningum um hættur á sjó af hverju tagi, sem vera kynni. Hefur þetta verið gert í hinni beztu samvinnu við Veðurstofuna. 14B VÍKINGUR Á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.