Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 18
heimsku, hinn grátklökkum trega og þjáningu. Svipir sumra hausanna lýstu háði, aðrir grimmd, sumir glottu, og einn gamall þorsk- haus einn sér á kulborða, leit út eins og hon- um kæmi þetta ekkert við; hann var heim- spekingurinn á þessari hausasamkundu. Hins vegar virtist steinbít einum sér koma það heil- mikið við hvað átti að fara gera við hann; hann hafði gapað svo óskaplega og af svo mikiþi heiftrækni, síðan hann kom um borð í Egil svarta, að það var engu líkara en hanh hefði í hyggju að gleypa allan heiminn. Tvisv- ar hafði hann sloppið úr höndum hausarans með því að beita kjafti og sporði eins og vit- laus væri, og lá nú með kjaftinn samanherpt- an, grimmdarlegur, tilbúinn að mæta nýrri árás, og var sem hann gyti glyrnunum. Hann var drepinn um vaktaskiptin og gínandi haus- inn flaug langt út á sjó. Alveg eins og fæðing, sagði Loftus, sem stóð í brúnni hjá skipstjóranum Nikulási. Ha, hver er að fæða? Enginn hér um borð, vona ég. Ég meinti karfann þarna hjá Jóhannesi háseta. Loft- skeytamaðurinn benti á úttútnaðan karfa á dekkinu, ofan í honum stóð annar minni, svo að aðeins sá í sporðinn út um kjaftinn. Prýðilegt viðfangsefni fyrir Picassó, taut- aði skipstjórinn Nikulás og tróð sér hálfum út um brúargluggann með hendur í vösum, húfu- skyggnið ofan í augum — og rumdi. Picassó, það er sá spánski; þessi sem túlk- ar homo sapiens með hausinn undir hand- leggnum og vinstri höndina upp úr skallan- um að veifa: bless-jú. Annars væru þessii' tveir karfar mjög listræn túlkun á þeirri upp- lausn, ringulreið og örvæntingu, sem grípur íbúa djúpanna, þegar varpan lykst utan um þá og þeir komast hvergi. Skrítið annars, að maður skuli koma á svona óskáldlegan hátt í heiminn? Skipstjórinn Nikulás kippti upp gluggan- um og leit glottandi á kompásinn: að minnsta kosti óheppileg rök fyrir guðlegum uppruna okkar,. drengur minn. Án efa, beljustæll.En það er víst að koma kódatími. Hverju á ég að ljúga. Segðu: poki í holi. Loftus gaf moi'sesendi sínum illt auga; það var gamalt skrifli, kennt við Marconi, og ó- mögulegt að pína út úr því hljóð, mæliborðið sýndi enga orku í loftnetsfæti og hafði ekki gert það síðan Egill svarti lagði frá landi, þrátt fyrir ákafa, næstum sjúklega viðleitni Loftusar, sem stundum hafði endað með vænu hnefahöggi. Enn einu sinni læddist mjó hönd hans undir borðið og þreifaði eftir startaran- um. Óskaplegar drunur, líkast því sem hrað- lest færi hjá, kvað við — en bíðum við. þar kviknaði ljós bak við glerin, og er fingurnir slógu morselykilinn, kvað við dauft suð. Sjá- um til? Glaður í bragði stökk Loftust á fæt- ur og svipti lokunni frá lömpunum. Svo sót- bölvaði hann. Djöfull og helvíti, kviknaði í öllu draslinu. Hér þurfti við skjótra gagnráð- stafana og hann byrjaði að blása eins og hann ætti lífið að leysa; lungun voru eina slökkvi- tækið í brúnni (að minnsta kosti það eina, sem ekki braut í bág við almennt velsæmi). þótt um frumstætt tæki væri að ræða, nægði það til þess að slökkva logann, sem leikið hafði um einangrunina, en megn fýla gaus upp. Loftus lét sig falla á bekkinn. Þá hlammaðist skipstjórinn Nikulás inn í ganginn við hliðina eins og skriða; hann var, kominn til að lóða, og í hundraðasta skiptiðl þennan sólarhring dró hann út takkann, brá hönd fyrir auga og hugði að hvar á skífunni ljósdepillinn splundraðist. — 75 faðmar. — Hvaða fýla er þetta. Lykt? Loftus hnusaði út í loftið eins og rándýr í leyni. Ég finn enga lykt; ég finn bara þessa venjulegu skítalykt. — Þetta er ekki hún; þetta er lykt, sem ég er ekki orðinn samdauna, og því ekki skiplæg um, borð í mínu skipi. Skipstjórinn Nikulás sló flötum lófanum á takkann, sagði langt: ha, og var farinn. Það skal verða huggulegur vitnisburður, sem ég gef þessari stöð yfirleitt, þegar ann- ar tekur við, hugsaði Loftus, og hlakkaði í honum. Að mér heilum og lifandi. Það væri tildæmis ekki óviðeigandi að byrja meðmælin á inngangi um aðalsendi stöðvarinnar: Nú, já, svo að þér hafið sótt um þetta pláss. Ég gratúlera. Gjörið svo vel, hérna sjáið þér draslið. þarna er moi'sesendirinn, prýðilegt tæki, nema það kviknar stundum í honum, þegar honum er startað. þegai' það kemur fyr- ir, er ekki annað fyrir yður en að blása af öllum kröftum, og ef það dugir elcki til, þá vera snar í snúningum og grípa til líffæris, sem staðsett er nokkru neðar en lungun á hverjum réttsköpuðum. (Þeir, sem eitthvað hafa stundað sjóinn, eru nú venjulega snar- ráðir í slíkum tilfæringum). Nægi það ekki, þá er að gera þetta venjulega, sleppa sér al- veg og kalla á hjálp frá skipstjóranum, því að ekkei't vatn er í brúnni. Þá skuluð þér ekki vera með neitt óþarfa handæði inn á milli tækjanna, því að allt járnkyns er með 110 volta spennu. Hvað skipinu sjálfu viðvíkur, þá er ég mest hissa að ég skuli vera enn á Hfi. 15B V í K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.