Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 36
úr héruðum er lágu f jarri sjó, en þrek og dugn-
aður þeirra síðarnefndu mun sízt hafa verið
minni.
í þessu sambandi má benda á, hversu margir
ungir menn, sem ólust upp við sjóinn, voru
snemma valdir til mannforráða, það eru eigi
allfáir þeirra, er byrjuðu formennsku, 16 til 18
ára, og varð ekki séð vankunnátta þeirra í neinu
er að starfinu laut, enda voru þessir unglingar
ekki sviknir á uppeldinu. Forsjármenn þeirra
skildu nauðsyn þess, að þeir kynntust starfinu
sem fyrst, til að þeir yrðu hlutgengir þegar
aldur og aðstæður leyfðu þeim að verða þátt-
takendur í því, sem fullgildir menn.
Nú er þetta á annan veg. Þótt unglingar hafi
sárustu löngun til að kynnast starfinu, og mæni
tárvotum augum eftir hverri fleytu, er á sjó-
inn leggur, af löngun til að mega verða með,
þá er þeim þess varnað. Þeir eru ekki skips-
rúmsgengir. Þeir eru orðnir 16 ára, þeir kunna
ekki til verka. Afleiðingin verður sú, að fæstir
þessara uppvaxandi manna komast til sjós fyrr
en þeir eru 18—20 ára, og þá mjög vankunn-
andi.
Það er ekki vansalaust að unglingur, sem al-
izt hefur upp í sjóþorpi, sem á svo að segja alla
sína afkomu undir því, sem úr sjónum fæst,
skuli ekki kunna til almennra verka, t. d. gera
að fiski eða beita línu, að ég ekki tali nú um
önnur meiri háttar störf, sem hvert sjómanns-
efni ætti að kunna, er hann er kominn á þenn-
an aldur. Það, að unglingurinn eigi fyrst að
fara að læra starfið, þegar hann er ráðinn sem
fullgildur maður, til þess að inna það af hendi,
getur og mun oft hafa orðið til þess, að það
lærðist aldrei. Auðvitað er það mest undir yfir-
mönnum hans komið, og honum sjálfum, hvernig
slíkt tekst.
Það getur oft verið erfitt að haga þessu svo
sem þyrfti, þótt góður vilji sé fyrir hendi. Allir
þekkjum við þann vinnuhraða, sem nú er orð-
inn og þá hörku, sem í allri vinnu er á sjón-
um, allir verða að leggja sitt ítrasta fram. —
Mönnum verður að raða í verkin eftir kunn-
áttu þeirra og getu, að sjálfsögðu verða þeir
óvönu settir í vandaminnstu verkin, og er þá
algjörlega undir þeim sjálfum komið, hvernig
þeim tekzt að hafa sig upp úr þeim, með því
að nema þau vandameiri, svo þeir gangi upp,
sem kallað er. —
Sá mismunur er hér hefur verið ræddur á
kunnáttu unglinga, er þeir koma fyrst til sjós,
verður ekki að neinu leyti kenndur þeim sjálf-
um, heldur eingöngu forsjármönnum þeirra. I
þessu efni erum við stórsek um uppeldisvan-
rækslu á börnum okkar. Ég gat um hér að fram-
an, hvernig unglingar ólust upp í starfinu áður
fyrr. Sá skóli mun ekki ósjaldan hafa verið
það strangur, að hann stóðust ekki nema þeir
hraustustu, og allt of margir, sem misstu heilsu
á unga aldri fyrir of mikinn þrældóm í barn-
æsku.
Með aukinni menningu þjóðarinnar skildi
hún þá hættu, er hér var á ferðinni, með því
líka að allir starfshættir tóku hraðri breytingu.
Skipin stækkuðu, vélar komu í stað handafls,
vinnuhraði jókst, fiskimið urðu fjarlægari, ein-
stakir menn náðu yfirráðum á fjármagni þjóð-
arinnar, þeir réðu framleiðslutækjunum, hugur
þeirra snerist (margra hverra) eingöngu um
það að græða, til vinnunnar voru heimtaðir full-
komnir kunnáttu- og dugnaðarmenn, þar með
voru þeir yngri og óvanari dæmdir úr leik. Við
höfum algjörlega vanrækt að sjá börnum okkar
fyrir þeirri menntun, er þeim er nauðsynlegust,
það er vinnumenntun.
Það er ekki nóg að fæða af sér börn, gefa
þeim fæði og klæði meðan þau eru í barndómi,
það vanrækja fæstir, en hitt er minna hugsað
um að búa þau undir lífsstarfið.
Vegna þeirra breyttu aðstæðna er orðið hafa
í atvinnumálum þjóðarinnar, og getið er hér
að framan, verður að sjá unglingunum fyrir
vinnumenntun í skólum eða á námskeiöum.
Það ætti enginn unglingur að ráðast sem full-
gildur maður til sjós, fyrr en hann hefur hlotið
einhverja undirstöðukunnáttu í því starfi.
Ég tel, að það, sem sagt er hér að framan
og verður sagt hér á eftir, sé í heildinni svar
við spurningu nr. eitt.
Önnur spurning, hvort unglingar séu óreglu-
samari og kærulausari við störf sín nú en áður
var. Sem svar, við henni vil ég segja þetta:
Þjóðin öll er léttúðugri og kærulausari, það
ríkir miklu meiri léttúð í öllum athöfnum hinna
leiðandi manna þjóðfélagsins en áður var, og
eftir höfðinu, dansa limirnir. Ég get ekki séð,
að unglingar sýni neitt meiri óreglu og kæru-
leysi í starfi sínu en þeir fullorðnu. Hvað er
gert til þess að glæða hugsun og skilning ungl-
ingsins á að hann hafi nokkrar skyldur gagn-
vart þjóðfélaginu, aðrar en þær, sem hann setur
sér sjálfur? Sem betur fer er ekki herskylda
á Islandi, en ég álít, að við ættum tvímælalaust
að hafa eitthvað í hennar stað, sem jafngildir
henni hjá öðrum þjóðum, í því sem tekur til
þess, að kenna unglingum hlý'öni og hverskyns
reglusemi.
Það er nauðsynlegt, að hver uppvaxandi mað-
ur í landinu skilji það frá barndómi, að hann
hafi skyldur til þjóðfélagsins, að honum beri
að hlýða öllum þeim lögum og reglum, sem það
176
V I K I N □ U R