Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Qupperneq 39
Tilvísum skeyti loftskeytamanns yðar í dag. Þar sem mjög hefur borið á því að loftskeyta- menn á íslenzkum togurum hafa notað aðrar öldutíðnir en leyfisbréf heimila og vegna kæra um sama efni frá einu nágrannalandinu, tel- ur póst- og símamálastjórnin rétt að ítreka við farstöðvarnar, að þær haldi settar reglur. og forðizt eins og frekast er unnt truflanir. Tilkynning póst- og símamálastjórnarinnar, dagsett 25. apríl 1949, miðar að því, að komai á betri reglu um notkun öldutíðna, en hins; vegar kemur ekki til mála, að farstöðvarnar ákveði sjálfar þær öldutíðnir, sem loftskeyta- mönnum hentar bezt í hvert sinn, samanber) alþjóðareglugerð. Að sjálfsögðu telur póst- og5- símamálastjórnin sér skylt að - reyna eftir megni að afla réttar til handa íslenzkum far- stöðvum til notkunar á ákveðnum öldutíðnum. fyrir nauðsynlegar þjónustur, en vill jafn- framt benda farstöðvarstjórunum á, að miklirj erfiðleikar eru nú á því að fá slíkan rétt, enda verða að liggja fyrir mjög ítarlegar skýrslur um nauðsyn viðskiptanna, þegar rætt er um slíkt á alþjóðavettvangi. Allar frekari upplýs- ingar getið þér fengið þessu viðvíkjandi hjá póst- og símamálastjórninni. Að endingu vill póst- og símamálastjórnin góðfúslega benda á, að búast má við alvarlegum niðurskurði á öldutíðnum fyrir íslenzk skip, frá því sem nú er, fái kvartanir erlendra aðila staðizt. þær öldutíðnir, sem ákveðnar eru í nefndri til- kynningu, munu vera nálægt því, sem frekast má búazt við að unnt verði að fá til milliskipa- viðskipta togaranna okkar, og vill póst- og símamálastjórnin sem fyrst fá reynslu um, hvernig þetta gefst í framkvæmd. Póst- og símamálastjórnin". það sjá allir, sem þessum málum eru aði nokkru kunnugir, að í þessu fálmkennda. skeyti póst- og símamálastjórnarinnar er* reynt að skáka í því skjóli, að leyfishafar1 farstöðvanna hafa ekki aðstöðu til að fylgjast með hvort loftskeytamennirnir starfrækja stöðvarnar i samræmi við ákvæði leyfisbréf- anna með því að reyna að telja þeim trú um, að mikið hafi borið á því, að þeir hafi notaði aðrar öldutíðnir en leyfilegt hefur verið á' hverjum tíma, en þetta eru alger ósannindi. Sannleikurinn er sá, að póst- og símamála- stjórnin hefur ekki áður úthlutað togarafar- stöðvum neinar vissar öldutíðnir fyrir hina þríþættu viðskiptamöguleika þeirra A. 1., A. 2. og A. 3. í leyfisbréfinu segir, að heimilit sé að nota stöðvarnar samkvæmt innlendum reglum og alþjóðareglum, sem settar kunna v í K l N □ u R að verða á hverjum tíma. Póst- og símamála- stjórnin hefur undanfarin ár bannað íslenzk- um farstöðvum fjarskipti á ýmsum öldutíðn- um og hafa íslenzkir loftskeytamenn að sjálf- sögðu hlýtt því banni, jafnskjótt og það hef- ur verið sett, en orðið svo að reyna eftir mætti að færa starfsemi sína á einhverjar aðrar öldutíðnir, sem minnst hætta hefur verið á, að truflaði önnur fjarskipti. Þetta hefur tek- izt til þessa. En með síðustu tilkynningu póst- og símamálastjórnarinnar er þrengt svo að þessum farstöðvum, að loftskeytamenn treysta sér ekki til að starfrækja þær með þeim árangri, sem af þeim er krafizt. íslenzkar strandstöðvar hafa góða aðstöðu til að dæma um hvort loftskeytamenn á tog- urunum hafi gert lítið eða mikið að því að' trufla önnur fjarskipti, t. d. strandstöðva- viðskipti. Ég held, að mér sé óhætt að full- yrða, að íslenzkir loftskeytamenn á togurun- um séu minna brotlegir í þessum efnum en nokkrir annarra þjóða farstöðva starfsmenn. Það er auðvitað, og varla tiltökumál, að kom- ið hefur fyrir að einstaka loftskeytamaður hefur í einstaka tilfelli, vegna augnabliks óað- gæzlu, truflað önnur fjarskipti, en slík mistök eru undantekningar, sem alltaf geta komið fyrir. Loftskeytamenn togaranna hafa enga til- hneigingu til að ákveða sjálfir þær öldutíðnir, „sem loftskeytamönnum hentar bezt í hvert sinn“, heldur hafa þeir, eins og skylt er, far- ið eftir boði og banni þeirra manna, sem þess- um málum hafa ráðið á hverjum tíma, hversu óskiljanlegar sem sumar þessara ráðstafana hafa verið. ,,Að sjálfsögðu telur póst- og símamála- stjórnin sér skylt að reyna eftir megni að afla réttar handa íslenzkum farstöðvum til notkun- ar á ákveðnum öldutíðnum fyrir nauðsynleg- ar þjónustur". Heyr á endemi! Það vita allir, sem íslenzkar farstöðvar hafa starfrækt, ekki; aðeins loftskeytamenn á togurunum, heldur! allir þeir, sem á vélbátaflotanum hafa verið, að íslenzku farstöðvarnar hafa verið á hrak- hólum með viðskipti sín svo árum skiptir. „------enda verða að liggja fyrir mjög ítar- legar skýrslur um nauðsyn viðskiptanna, þegar rætt er um slíkt á alþjóðavettvangi“ (þ. e., að fá rétt til að nota far&töðvar á ákveðnum öldu- tíðnum). Ég verð að spyrja. Hvað eru nauð- synleg fjarviðskipti? Til hvers heldur íslenzka póst- og símamálastjórnin að farstöðvar í ís- lenzkum fiskiskipum séu yfii’leitt notaðar? Ég vil nota tækifærið og upplýsa póst- og símamálastjórnina um það, að íslenzk fiskiskip, 173
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.