Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 53
Út að Flaugarnefsins fótum færóir eru hver af öðrum. Braut'er grýtt með bjargsins rótum, brimið svall með fjallsins jöörum. Steinar hrundu úr klettaklungri kringum þá er áfram börðust knúðir vilja, haldnir hungri, hættunni með prýði vörðust. Hrönn að bergsins fótum fellur, fölnar dagsins síðsta skíma. Sjórinn brátt að björgum skellur, bólgnar alda, hörð er glíma. Sumir kúra á köldum stalli í kafaldsbylnum, huldir mosa. Aðrir verjast ofanfalli aðþrengdir, í næturrosa. Nóttin líður, Ijós af degi lýsir hrjáðum vegfarendum. Dimmt er yfir láði og legi, leggur brim að íslands ströndum. Byrjað er á björgun aftur, brölta stirðir menn á fætur. ekki er þorrið þrek né kraftur þeim, við bjargsins köldu rætur. Við dagsins skímu drengir fleiri drífa að til hjálpar hinum. Verða átök öllu meiri hjá öllum þess styrktar vinum. Konur hafa á bjargið borið brýnstu nauðsyn hinum þjáðu. Eigi er neitt við neglur skorið, nú fá lífsbjörg hinir hrjáðu. Þessi dagur líður líka, loks er mikill sigur unninn. Afrekinu engir flíka, öll eru Ijósin dagsins brunnin. Liggja í tjaldi lúnir vinir, Ijúf er hvíldin þreyttum sveinum. Hverfa að bæjarhúsum hinir, horfnir burt frá kulda og meinum. Þökk sé öllum þeim er unnu þetta starf í éli nauða. Hetjum þeim, er hvergi 'runnu, hörð var glíma lífs og dauða. Lengi mun í minni lifa, manndáð slílc í heljarfári. Samtök margra bjargi bifa. Brott er vikið sorgartári. Heyra má frá hafsins bárum harmsárt Ijóð, er sorgin skilur. v í K I N G u R ^tnælki Séra Jón hældi sér af því í áheyrn nágrannaprests síns, séra Guðmundar, að hafa menntazt við tvo há- skóla. — Þetta minnir mig á sögu, sagði séra Guð- mundur, um kálf, sem geklc undir tveimur kúm. — Og hvað varð um kálfinn? — Hann varð naut. ★ Blaðamaður er nýkominn af fundi og spyr ritstjór- ann, hvaða fyrirsögn hann eigi að setja yfir fundar- fréttirnar. Svo stóð á, að haldnir höfðu verið tveir opinberir fundir um kvöldið, fundur samherja blaðsins og andstæðinga þess. — Þú skalt setja, segir ritstjórinn, þrídálka fyrir- sögn: „Geysifjölmennur og ágætur fundur“. Svo skaltu hafa undirfyrirsögn: „Hinum frábæru ræðum afburða- vel tekið. Á fundinum ríkti einhugur og óbifandi traust á góðum málstað". — En ég var á fundi andstæðinganna, sagði aum- ingja blaðamaðurinn. — Jæja, varstu þar, sagði ritstjórinn. Þá seturðu þessa fyrirsögn: „Hlægileg skrípasamkoma. Ræðumenn verða sér allir til háborinnar skammar". ★ Læknirinn: — Hvernig líður honum föður þínum núna? Bóndinn: — Hann er mesti aumingi. Læknirinn: — Hjartað er alveg að bila. Hann þyrfti að fá nýtt hjarta. Bóndinn: — Getur nokkur gert það hér á landi? Læknirinn: — Nei! Ég sagði þetta í spaugi. Bóndinn: — En sjálfsagt geta þeir það nú utan- lands, ef hann sigldi. Blaðamaður var kvæntur skapstórri konu. Þegar hann fékk sér í staupinu, sem oft bar við, lentu þau hjón stundum í handalögmáli, og kom blaðamaðurinn oft hrumlaður undan konunni. Starfsbræður hans vissu um þetta. Einu sinni kemur hann rispaður á annarri kinninni niður á skrifstofuna. „Hvað er að sjá þig, maður!“ segja félagar hans. „Hví ertu rispaður á kinninni?" „Ég skar mig á rakvél“, svaraði blaðamaðurinn. f þessu er hringt í símann, en það er kona hans og vill fá að tala við mann sinn. Sá, sem anzaði í símann, rétti blaðamanninum heyrn- artólið og segir: „Gerðu svo vel! Rakvélin er í símanum". Látrabjargið laugað tárum lýtur höfði, tregann dylur. Minning þeirra er gröf þar gistu greypt mun trútt í margra hjörtu. Guð verndi þá er vini misstu, og vonarljósin tendri björtu. 193
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.