Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Side 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Side 58
Eftir Erik Wastberg Gustav Dalén Hinn biindi ofjarl myrkursins ERIK WÁSTBERG er einn kunnasti blaða- maður Svía og hefur verið aðalritstjóri Stokk- hólmsblaðsins Nya Dagligt Allahanda slðan 1942. Hann liefur ritað nokkrar bækur, m. a. æfisögu Gustafs Daléns. Sérhver sjómaður, sem stýrir skipi sínu um mjó og hættuleg sund, sérhver næturflugmaður á langleiðum farþegaflUgsins er í þakkarskuld við sænskan hugvits- mann, þótt löndum hans sé ekki öllum kunnugt nafn hans — Gustaf Dalén. Dalén var sænskur sveitadrengur frá Vesturgaut- landi, og hlaut, vegna áhuga síns á vélfræði, sess á meðal þeirra ódauðlegu manna; sem hlotið hafa Nobels- verðlaun. Hann varð einn mesti hagleiksmaður í heimi, og allar helztu uppgötvanir hans voru gerðar til þess að bjarga lífi annarra manna. Þegar Tómasi Edison var sagt frá snilldarlegustu smíði Daléns, sóllokanum — sem kveikir sjálfkrafa á vitanum, þegar myrkrið færist yfir, og slekkur á honum aftur er dagar — sagði hann: „It will not work“ — hann verður aldrei til neins nýtur! í einkaleyfisskrifstofunni í Berlín voru menn sömu skoðunar: „Ausgeschlossen", sögðu þeir — fráleitt! En hann reyndist nothæfur. Hinir sjálfvirku vitar Daléns standa nú við öll heimsins höf og hafnir. í vita- kerfi Vesturálfu einnar eru 5000 þeirra í notkun, og aðr- ar þúsundir standa á flugvöllum og meðfram loftleiðum. Samtímis því að Dalén glímdi við verkefni sín á sviði vitasmíðanna fann hann örugga aðferð til að geyma hið mjög sprengihætta súrgas, sem er einnig notað við logsuðu. Dutlungafull örlög höguðu því svo, að manninum, sem veldur bliki vitanna við öll höf heimsins, auðnaðist aldrei að sjá þá sjálfur. Einmitt í þann mund, er hann var orðinn auðugur og heimsfrægur, varð sprenging við eina tilraun hans, sem eyðilagði í honum augun. En þótt hann væri því blindur síðustu tuttugu og fimm ár æfi sinnar, hélt hann ótrauður áfram starfi síuu. Gustaf Dalén fæddist 1869 á býli einu í Vesturgaut- lantíi — skraddarabænum í Stenstorp. Þegar er hann var smáhnokki gerði hann fyrstu uppgötvun sína. Hann vildi komast hjá því að hýða baunir, en það þótti honum allra starfa leiðinlegast. Þessvegna smíðaði hann þreskivél fyrir baunir. Hún gekk fyrir gömlum rokki og var lengi í notkun og þótti ágæt. Næsta uppgötvun hans var kynjagripurinn ,,Svefn- drýgir". (Alla æfi sína var Dalén það mjög andstætt að fara snemma á fætur, og hann hélt því fram, að hann þyrfti að sofa 9 klukkustundir nótt hverja). Hann gerði við gamla vekjaraklukku, sem faðir hans hafði einu sinni keypt á uppboði. Á hana var sett hjól með sand- pappír, og á tiltekinni stundu tók klukkan að snúa hjólinu. Fosfóreldspýta, eins og þær tíðkuðust þá, var fest á staut og lá við sandpappírinn. Þegar mál var að fara á fætur tók hjólið að snúast, það kviknaði á eld- spýtunni, og fyrir tilverknað haglega fyrir kominnar vogarstang-ar, banda og bandhjóla barst logandi eld- spýtan að kveiknum á lampa. Á honum stóð kaffikannan. Stundarfjórðungi síðar tók hamar einn á þessari sér- kennilegu klukku að slá á rpjáturþynnu og pilturinn Dalén vaknaði í björtu herbergi og kaffið var heitt. Hann var ekki kominn af barnsaldri er hann smíðaði tæki til að ákveða með fitumagn mjólkur. Hann fór með það til Stokkhólms til þess að hinn frægi höfundur skilvindunnar, De Laval, gæti litið á það. „Þetta var yfir hinni auknu verzlun, seinna fór liann að gruna, að eitthvað byggi undir þessum iniklu kortakaupum, og þessi grunur lians varð loks að vissu. Hann fór að reyna að komast að hvað væri á seiði, og sögðum við honum að við ætluðum að deila kortunum á allar sjó- mannastofurnar í San Fransisco gefins, því að okkur þætti smettið á karlinum svo fallegt. Okkur kom saman um að skrifa verðið á vörunum aftan á kortin, en undir myndina af skipparanum skrifuðum við „Okrarinn á Annie“. Af því að við sá- um eftir sentunum, sem fóru í kortakaupin, létum við kokksa finna eilt áritað kort. Hann var ekki seinn á sér að fara með það til skipparans, sem varð alveg æfur, og hótaði að húðfletta okkur og kjöl- draga síðan, ef við ekki skiluðum öllum kortunum aftur. Við vorum alveg óhræddir. Höfðum komizt yfir korlin á löglegan hátt, og svo vorum við líka bráðum komnir í höfn. Það varð þó síðast að sam- komulagi milli okkar og kokksa, að við seldum lion- um kortin aftur þreföldu verði, og þótlu okkur þetta góð kaup. í San Fransisco vorum við allir afskráðir og varð fátt um kveðjur. — Golt skip var Annie. Ojamm, og mikill sjómaður var skipparinn. Það var hann, þrátt fyrir innrætið. Nú hættum við í dag, drengir mínir. Berið nú stokkana inn í hjallinn og kallið á Imbu. Ég er orð- inn jireyttur. 19B V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.