Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 59
sannarlega merkileg tilviljun“, sagði De Laval og sýndi
drengnum teikningar af slíku tæki, sem hann hafði
nýlega fengið einkaleyfi á, og varð síðar þekkt um allan
heim og nefnt butzrometer. Dalén hinn ungi sótti undir
eins um vinnu í tilraunarstofunni. „Ekki strax“, sagði
De Laval. „Reyndu áður að afla þér staðgóðrar mennt-
unar“.
En eldri bróðir hans hafði þegar hleypt heimdrag-
anum, svo að Gustaf átti að taka við jörðinni. Nauð-
ugur sat hann um kyrrt heima.
Síðar lagði hann hug á fallega fimmtán ára gamla
stúlku úr einni nágrannasókninni, en þegar hjónaband
barst í tal, lét hún svo um mælt, að hún vildi ekki fyrir
neinn mun verða sveitakona. Löngun hans til að verða
verkfræðingur blossaði nú upp aftur. Þegar hann var
23 ára gamall fór hann að heiman og tók að stunda
nám við tækniskóla Chalmers í Gautaborg. Hann tók
fíott próf og hélt náminu áfram í Sviss.
Eftir nokkurra ára strit var hann undir það búinn
að hefja störf hjá De Laval. Hann gekk að eiga stúlk-
Una, sem hafði reynzt honum trygglynd og beðið hans,
°g þau tóku íbúð á leigu í Stokkhólmi. En íbúðin bar
meiri svip rannsóknarstofu en heimilis, því að Dalén
notaði hverja tómstund til tilrauna.
Um langt árabil hafði Svíþjóð eytt tiltölulega miklu
fé til allra þeirra vita, sem voru bráðnauðsynlegir á
binni miklu, vogskornu strandlengju. Við hvern vita
varð að vera bústaður fyrir vitavörðinn og fjölskyldu
J\ans> bryggja og skipasamgöngur, og auk þess urðu
nörnin að geta rækt skólann.
Undir aldamótin voru hafnsögumennirnir farnir að
leyna vita, sem þurfti ekki eftirlits við nema tíunda
bvern dag. En Dalén virtist sú endurbót ekki nægileg,
°g tók að leggja stund á þetta viðfangsefni. Árið 1905
stóð hið nýja tæki fullgert heima hjá honum sjálfum á
Uh'aunaskápnum hans. Hann dró gluggatjöldin niður,
auk upp fyrir gasinu og bar eldspýtu að opinu. Þetta
var merkileg stund.
Það kom stuttur, dimmur smellur, er fyrsti loginn
viknaði, hann slokknaði og kviknaði á ný. Bliktækin
^oru að verki. Gerð þeirra var svo þrauthugsuð, að til
Þessa dags hafa aðeins verið gerðar á þeim óverulegar
smábreytingar.
Eu var hægt að vera án vitavarðanna. Uppgötvun
alens dró úr súrgassnotkuninni um 90 af hundraði,
bar eð ljósið logaði nú ekki óslitið, en blikaði bara. Gas-
rðmn entist tíu sinnum lengur. Ef hafnsögumennirnir
Vildu ekki þurfa að líta eftir geymunum og fylla þá
oftar en einu sinni á ári, nægði það líka. Nú var hægt
byggja vita á hinum hættulegustu stöðum jafnvel,
SGrn ekki varð komist að nema að sumarlagi.
, Uinir nýju vitar hlutu viðurkenningu innan mjög
arnms tíma; en hugvitsmaðurinn var samt ekki á-
Sour. Gasinu var sífellt sóað, þar eð á vitunum logaði
1 dag og nótt. Dalén fann ráð við því — sóllokann.
Var sú uppgötvun, sem hvorki Edison né þýzka
eillhaleyfisskrifstofan vildu leggja trúnað á.
alén studdist við sama fyrirbærið og veldur því, að
^enn klæðast ljósum fötum að sumrinu — þá staðreynd,
a hvítir eða gljáandi fletir endurvarpa hitageislunum,
en svartir eða óskygg'ðir fletir safna þeim í sig. Aðal-
hluti
ai'nir í lokanum hans eru þrjár gljáfægðar stengur
V í K I N B U R
og ein svört. Að deginum til safnar svarta stöngin í sig
meiri hita en þær hvítu. Hún þenst og hreyfir um leið
vogarstöng, sem lokar opinu, sem gasið streymir um
að loganum. Með þessu móti slokknar á vitanum er dag-
ur rennur. Er skyggir dfagast allar stengurnar fjórar
saman svo að þær verða jafnlangar, og gasið getur aftur
streymt út óhindrað.
Vitana var nú hægt að starfrækja án eftirlits í langan
tíma. En Dalén var samt ekki ánægður, því að súr-
gasinu er mjög hætt við sprengingu og hefur valdið
mörgum alvarlegum slysum. Hann og aðstoðarmenn hans
hófu enn tilraunir. Eftir langa mæðu tókst þeim að
framleiða gljúpt efni, sem var gert að mestu úr as-
besti og viðarkolum. Það sýgur í sig gasið líkt og svamp-
ur og skiptir því þannig í svo smáa skammta, að það
getur ekki sprungið. Nú gátu menn notað súrgas við
logsuðu, án þess að því fylgdi nokkur hætta.
Árið 1912 voru uppgötvanir Daléns kunnar orðnar og
viðurkenndar hvarvetna í veröldinni. Hann hafði sigrað
í samkeppninni um tilhögun vitanna við Panamaskurð-
inn, og þótti honum mikið til um það. Dag nokkurn
komu til hans tveir amerískir verkfræðingar til að ræða
við hann um ýmis öryggisatriði.
„Hvað myndi verða um súrgassgeymana, ef eldsvoða
bæri að höndum?" spurðu þeir. „Yfirleitt ekki neitt“,
svaraði Dalén, „öryggislokarnir gera það, sem þeim er
ætlað“. Til þess að sanna þetta var kynt stórt bál í gjá
einni skammt utan við Stokkhólm, og yfir það voru
hylkin hengd, fyllt gasi. I fyrstunni reyndust öryggis-
lokarnir ágætlega. En við fjórðu tilraunina sprakk
hylkið með miklum gný.
Það gekk kraftaverki næst, að aðstoðarmenn hans
skyldu sleppa nokkurnveginn óskaddaðir, en hið glóandi
efni þeyttist yfir Dalén sjálfan og reif að heita mátti
úr honum annað augað.
Læknarnir álitu, að lífi Daléns yrði ekki borgið, en
sterkbyggður bóndaskrokkur hans og mikil lífslöngun
höfðu betur. Sjónina missti hann samt og fékk hana
aldrei aftur. Albín bróðir hans, sem var duglegasti
augnlæknir Svíþjóðar um þessar mundir, reyndi árang-
urslaust að bjarga öðru augana, en sjóntaug þess hafði
ekki skaddast.
Sænska vísindafélagið veitti Dalén eðlisfræðiverðlaun
Nóbels árið 1912, en þessi virðingarvottur olli honum
nánast trega. „Hvers vænta þeir af mér, sem er ekki til
neins nýtur lengur?“ sagði hann. Er tímar liðu vaknaði
samt aftur gamla starfslöngunin: hann ákvað að leggja
út á lífsbrautina að nýju og halda áfram starfi sínu
sem stjórnandi hins mikla fyrirtækis síns, sem nú var
þekkt um heim allan undir nafninu hlutafélagið Gas-
accumulator (AGA). Aðstoðarmenn hans komust að
raun um, sér til undrunar, að hann gat greint, jafn-
skjótt og vinnuteikningu hafði verið lýst fyrir honum,
þau einstök atriði, sem breytt skyldi. Innan tíðar tók
hann og að sjást á almennari mannfundum, kátur og
fjörlegur maður, svörtu gleraugun ein báru vott um
það, að hann væri sjónlaus.
Eitt sinn, árið 1936, er hinn 67 ára gamli hugvits-
maður setti fund í samkomusal AGA, sagði liann:
„Læknirinn hefur tjáð mér, að ég þjáist af ólæknandi
krabbameini. En ég get að líkindum lifað í tvö, þrjú ár
199