Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 63
I Reykjavík hitti ég Guðmund frænda minn, sem sýndi mér allt hið merkasta í höfuðstaðn- um, og þótti mér þar heldur margt að sjá. Síð- an var haldið suður í Voga, þar sem ég átti að i'óða um veturinn hjá Nikulási í Norðurkoti. Vertíðin geklc vel og slysalaust. Mér gekk frem- ur vel að draga, var oft í meðallagi og stund- um hærri. Um lokin fór ég upp á Akranes og réri þar um vorið hjá Ingjaldi í Presthúsum, fékk góðan hlut, kom heim um jónsmessu. Þá eru vertíðar- lok á Suðurlandi. II. Nú var ég 16 ára gamall og búinn að róa Þrjár vertíðir. Þóttist ég líka heldur maður. Um sumarið var ég við heyskap heima og skepnu- hirðingu framan af vetri, allt fram til góu. Þá var ég sendur suður í Brunnstaðahverfi á Vatns- leysuströnd, til að róa þar á vetrarvertíð. For- uiaðurinn hét Sveinbjörn Jónsson. Allt gekk stórtíðindalaust þá vertíð, um afla man ég ekki, hefur víst verið heldur lítill. Vorvertíðina var eS' í Guðrúnarkoti á Akranesi, háseti hjá Ólafi Arnasyni, sem þá var vinnumaður Hallgríms Jónssonar, er þar bjó lengi. A þessari vertíð reyndi ég mislyndi Ægis- dastra. Það var einn morgun, að margir fóru á s.]°, og var bærilegt veður framan af degi. Fóru allir á venjulegar fiskislóðir. Þegar á daginn eið, versnaði veðrið og gerði rok af suðri. Var Pað mjög þver vindstaða til lands. Urðu allir c t hleypa, flestir upp á Mýrar, og vorum við i þeim hópi. Er það bæði löng leið og skerjótt. ið fengum áfall mikið á leiðinni, svo að skipið yilti. Þó varð ausið aftur og haldið áfram. , ,®gar að landi kom, hafði enginn kunnugleika 1 að lenda, og var það ekki árennilegt. Sáum ,. Þá skip á undan okkur og héldum á eftir pVl- Náðum við svo landi í Straumfirði, en þar f1 gpð lending og skipalægi. Þar fórum við til I íej,ar. °S fengum hressingu. Voru allir mjög II ahtir eftir sjóvolkið. Uftir hér um bil fjóra tíma gekk vindur í út- ]U ur. Fóru þá allir af stað aftur og komust sei,n um kvöldið. Gekk síðan allt slysalítið, það eftir var af vertíðinni. Fór ég um Jóns- ,lGssu heim að Hreðavatni og gekk þar að slætti u^ sumarið. til .afs^lp e^ir var ég sendur vestur á Isafjörð ni-. °ði'a. Þá var ég 18 ára. Fór ég, ásamt fleiri ferð^u^’ hnnlveg vestur, og urðum við sam- a póstinum. Við vorum 12 daga á leiðinni, j.j,.|Var Þetta um veturnætur. Eigi gat það heitið eg sendiför, að láta mig fara svo langt í v í K | N G U R burtu óráðinn og allslausan, þar sem ég var öllu og öllum ókunnugur. Þegar til ísafjarðar kom, buðust nokkur skip- rúm, en sá var vandinn mestur fyrir ókunnuga, að velja góða staði. Ég var heppinn að þessu sinni, réð mig hjá góðu fólki, þar sem vel fór um mig; höfðum við og heldur góðan hlut um veturinn. Formaður minn hét Gunnlaugur, og var kallaður hinn halti, því hann var með krepptan fót. Bátinn átti Árni Árnason, sem þá var pakkhúsmaður hjá Ásgeiri Ásgeirssyni. Við vorum í Hnífsdal vetrarvertíðina, í svo- nefndri Kirkjubólsbúð. Fór ég mjög lítið um plássið þann vetur, því bæði var ég ókunnugur og óframfærinn.( Hélt ég mig því mest heima, nema hvað ég fór oft til ísafjarðar að sækja mér brauð. Átti ég þá alltaf góðu að mæta hjá Arna, og var hann mér bezti maður í öllum greinum. Vorvertíðina var ég í Kálfadal á sama bát, en þá var annar formaður. Hann hét Jón, og átti heima vestur í Önundarfirði. Afli var mjög góður um vorið, unz róðrum var hætt, skömmu eftir hvítasunnu. Nú var eftir að komast suður og heim. Um það leyti sem vorvertíð lauk, var statt á fsa- firði vöruflutningaskipið „Geirþrúður Svava“. Skyldi það fara í ,,spekúlantstúr“ til Borðeyi’ar við Hrútafjörð. Við sunnanmenn tókum okkur far með þessu skipi til Borðeyrar. Ferðin stóð yfir í 8 daga. Þegar við komum á Borðey-ri, voru þar fyrir Ameríkufarar að sunnan. Feng- um við hjá þessu fólki hesta suður; það kostaði ekki annað en að skila hestunum á rétta staði. Kom ég heim um fráfærur og fékk þegar nóg að starfa. Var ég heima um sumarið, og bar ekkert til tíðinda, það ég man. — Ég var á Hreðavatni hjá Þorbergi þar til ég var 22 ára. Þaðan fór ég í Engey við Reykja- vík, til Brynjólfs Bjarnasonar bónda og skipa- smiðs. Þar var mikið smíðað af skipum um það leyti, allir heimamenn látnir vinna eftir getu og kunnáttu. Var ég þar í hópi, þótt lítið kynni ég til þeirra verka fyrsta veturinn. Fékk ég ekki annað að gera en saga og hefla og halda við. Smíðatíminn stóð yfir frá 1. október til 1. marz, en þá byrjaði vertíðin. Var fyrst farið suður í Leiru með þorskanet, og þau lögð ,í Garðsjóinn. Þar var verið 4—8 vikur, eftir afla, síðan farið heim aftur og róið þaðan til 14. maí, en þá eru vertíðarlok á Suðurlandi. Á sumrin var ég í kaupavinnu uppi í Borgar- firði, á ýmsum stöðum, lengst á Steinum í Staf- holtstungum og Gilsbakka í Hvítársíðu. Frh. 2G3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.