Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 66
/ hvert sinn sem heimjjráin gerir vart við sig, horfi ég
stundarkorn á Ijósmynd af konúnni minni. Það læknar
heimþrána!
.lón hóndi: Hvaða bölvuð Iæti eru þetta í hundin-
um. Hann liamast við að rífa og tæta upp moldar-
gólfið úti í hundabyrginu. Gamla fólkið hefði sagt,
Guðrún mín, að þvílík ósköp boðuðu dauðsfall innan
fjölskyldunnar.
GuSrún: Hamingjan góða, við skyldum þó aldrei
missa hana •Skjöldu nýborna?
★
MaSurinn' (les í biaði): Heyrðu, kona, liér stendur
að Arabahöfðingi nokkur liafi eignazt tólf börn í
sömu vikunni.
Konan: Vesalings móðirin!
~k
Fuöiriun: Hver var það, sem heimsótti þig í gær-
kvöldi, dóttir góð? Klukkan var orðin nokkuð margt
þegar gesturinn fór.
Dóttirin (sextán ára): Það var bara hún Stína
vinkona inín. Við vorum að lesa saman undir prófið.
FaSirinn: Einmitt það. Berðu henni kveðju mína
og segðu henni, að hún hafi gleymt reykjarpípunni
sinni þarna á borðinu!
Franska skáldið Tristan Bernard var háðfugl hinn
mesti og galgopi. Var sagt, að honum yrði aldrei
ráðafátt, hvað sem í skærist. Hann hafði mikið og
fallegt skegg, allt niður á bringu. Dag nokkurn
ætlaði hann að ferðasl til Lyon. Þegar hann kom inn
í lestina, sá liann að allt rúm í karlmannaklefunum að
var upptekið, en kvennasvefnklefi einn var hálf- frá
Á FRÍVá
tómur. Fór hann þangað inn sem ekkert væri, og
hreiðraði þar makindalega um sig. Dömurnar, sem
fyrir voru, vildu ekkert með þennan síðskegg hafa
og báðu lestarþjón að koma honum burtu. Lestar-
þjónninn bað Bernard að gera svo vel og hypja sig,
en hann svaraði:
Mér dettur ekki í liug að fara héðan. Þekkið
þið mig virkilega ekki? Ég er skeggjaða konan frá
Lyon!
★
Hallgrímur bóndi þótti setja nokkuð djarft á á
haustin, enda varð hann ævinlega heylaus í liörðum
vetrum. Svo dó Hallgrímur, og þegar hann var jarð-
aður, voru allmargir kransar gefnir. Einn af ná-
grönnum Hallgríms, sem oft hafði lijálpað lionum
um tuggu, hvíslaði þá að kunningja sínum:
-- - Ef hann Hallgrímur hefði séð alla þessa kransa,
er ég viss um, að hann hefði sett á einni kindinni
fleira.
★
Fyrir rétti.
Dómarinn: Hvernig getur yður dottið í liug að
koma með stóreflis kylfu inn í réttarsalinn?
Ákæröi (tröllaukinn beljaki): Síðast, þegar ég var
hér, lét dómarinn einhvern lögfræðings-ræfil vera
að nafninu til verjanda minn. Þessi aumingi gerði
ekki neitt, ég var dæmdur og settur í tugthúsið. Nú
ætla ég að verja mig sjálfur.
★
Það er mikið um að vera í liúsinu. Heimasætan
er komin með mannsefnið til að sýna það foreldrum
sínum og fá blessun þeirra.
Móöirin (hátíðleg): Jæja, börnin mín. Þið hafið
okkar samþykki og blessunaróskir. Guð gefi að sól
hamingjunnar megi skína á lijónaband ykkar, eins
og hún hefur skinið á lijónaband okkar.
Faöirinn (muldrar lágt): Já, þá fáið þið að minnsta
kosti ekki sólsting.
★
Hún: Að luigsa sér annað eins! Hún Pálína ieik-
kona er skilin við þriðja manninn. Er það ekki
hræðilegt?
Ilann: Jú, fyrir þann, sem verður númer fjögur.
★
Drenglmokki stóð á þjóðveginum. Það var farið
skyggja. Drengurinn horfði hugfanginn og sem
sér numinn á skæran bjarma, sem brá upp á
2D6
V í K I N G U R