Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Page 69
4./5. Fulltrúar frá tíu þjóðum
koma saman í London til þess að
Ijúka við samningu stjórnarskrár
fyrir Evrópuráðið fyrirhugaða, sem
talið er vera vísirinn að bandaríkj-
um Evrópu.
•
12./5. Neðri deild brezka þingsins
samþykkti með 333 atkvæðum gegn
® frumvarp stjórnarinnar um að
Þingið staðfesti Atlantshafssáttmál-
ann.
Iíommúnistaleiðtoginn Gerhard
Eisler var tekinn sem laumufarþegi
Um borð í pólska skipinu Batory,
sem var á leið til Englands, en hann
'ar að flýja undan pólitískum dóm-
stóli í Bandaríkjunum.
13./5. Stórkostleg brezk iðnsýn-
ing hefur staðið yfir í London og
er nú að Ijúka. Um 17.000 kaupsýslu-
uienn víða að, komu á sýninguna,
á. m. á annað hundrað íslendingar.
I Washington er almennt talið, að
Spánn muni ekki verða tekinn inn í
Atlantshafsbandalagið að svo stöddu.
15./5. Talið er að ekki muni langt
uð bíða þess, að kinverski kommún-
'staherinn taki Sjanghai, stærstu
i'Ufg Kínaveldis. Hermenn i Iíúomin-
tanghernum gera víða uppreist, og
Sanga þúsundir hermanna yfir til
l'ommúnistaherjanna.
Hálf milljón landbúnaðarverka-
manna á ítalíu eru í verkfalli til
að knýja fram kröfu sína um hækk-
a® lágmarkskaup.
I^uman Bandaríkjaforseti hefur
ar*ð fram á 50 millj. dollara fjár-
'uitingu til hernaðaraðstoðar við
Sr*sku stjórnina. Áður hefur Banda-
' *Kjaþing veitt 621 millj. dollara til
’ernaðaraðstoðar við stjórnir Grikk-
landi
s °g Tyrklands.
24./5. Forrestal fyrrv. Iandvarna-
raðherra Bandaríkjanna, framdi
^ i K I Nj G U R
sjálfsmorð með því að stökkva út
um glugga á tíundu hæð í sjúkra-
húsi flotans í Bethseda Maryland,
þar sem hann hafði verið undir
læknishendi frá því í aprílbyrjun, er
hann varð brjálaður nokkru eftir að
hann lét af ráðherraembættinu.
Utanríkisráðherrar fjórveldanna
komu saman í París, eftir nærri
þriggja missera hlé. Á fyrsta fund-
inum náðizt samkomulag um dag-
skrá og fundarsköp.
•
25./S. Herir kínverskra kommún-
ista hafa tekið Sjanghai, stærstu
borg Kína. Komust herir þeirra mót-
spyrnulítið inn í miðbik borgarinn-
ar. Stjórnir ýmissa samtaka í borg-
inni hafa skipað nefnd til þess að
vinna með kommúnistum. Ógnar-
stjórn ríkti í borginni áður en liún
var tekin. Iíúomintangherinn hefur
flúið til hafnarborgarinnar Vúsung.
Banaríkjastjórn hefur lagt til við
nokkrar ríkisstjórnir, að þær tækju
upp sameiginlega afstöðu til komm-
únistastjórnar í Kína og viður-
kenndu hana ekki, nema að ráðgast
hver við aðra.
Brezkar flugvélar halda áfram
loftárásum sínum á bækistöðvar
uppreistarmanna á Malakkaskaga
og landherinn biður þess að leggja
til atlögu. 200 æðstu herforingjar
Breta sitja nú á ráðstefnu í Bret-
landi.
•
5./6. 1 dag eru 100 ár liðin síðan
Friðrik VII. Danakonungur und-
irritaði dönsku grundvallarlögin i
Kristjánsborgarhöll. Var þessa af-
mælis minnzt með miklum hátíða-
höldum um gjörvalla Danmörku.
•
8./6. Verkamenn í Rhurhéruðun-
um söfnuðust fyrir framan verk-
smiðjur, sem fara átti að rífa og
flytja burtu, og mótmæltu því, að
fleiri verksmiðjur yrðu fluttar burtu.
Telja verkamenn að erlend olíufélög
vilji losna við þessar verksmiðjur,
en þar er framleitt gervibenzín.
John Lewis leiðtogi bandarískra
kolanámumanna hefur fyrirskipað
verkfall, sem hefjast á n. k. mánu-
dag og mun standa yfir í eina viku.
Verkfallið nær til 400.000 manna.
10./6. Ilin heimsfræga skáldkona
Sigrid Undset, lézt að heimili sínu
Lillehamar í Norcgi. Hún var sæmd
Nobelsverðlaunum 1928.
Brezka stjórnin hefur fallizt á að
leyfa vopnasölu til Arabaþjóðanna
fyrir botni Miðjarðarhafsins.
Flotar Breta, Frakka, Belgíu-
manna og Hollendinga munu halda
miklar sameiginlegar æfingar við
austurströnd Bretlands í kringum
30. júní.
•
14./6. Meira en 1 millj. opinberra
starfsmanna mun hefja eins dags
verkfall í Frakklandi og krefjast
hærri launa. Verkfalls þessa mun
einkum gæta meðal starfsmanna
pósts, síma og útvarps, og starfar
engin útvarpsstöð í Frakklandi i 18
klst. samfleytt.
Norðmaður einn, Storvik að nafni,
telur sig hafa fundið upp flotvörpu,
þannig gerða, að eitt skip getur haft
af henni fullt gagn, og ætluð er til
þorskveiða á vertíð í Noregi, þegar
þorskurinn er uppi í sjó. Verið er
að gera tilraunir með flotvörpu
þessa.
20./6. Ráðstefnu utanríkisráðherr-
anna fjögurra lauk í dag. Eftir síð-
asta fundinn var gefin út sameigin-
leg tilkynning frá ráðherrunum um
störf ráðstefnunnar. Segir í henni,
að ráðherrarnir hafi náð samkomu-
lagi um ýmis atriði Þýzkalandsdeil-
unnar og að fundinn væri samkomu-
lagsgrundvöllur um friðarsamninga
við Austurríki.
Iíúomintangstjórnin í Ivína hefur
að mestu misst yfirráðin yfir suð-
vestur Kína. Stjórnir þessara hér-
aða hafa hver eftir aðra viðurkennt
yfirráð kommúnista og leitað sam-
vinnu við þá.
Lagt hefur verið frarn frumvarp
á Bandaríkjaþingi um að leyfa 25
þús. munaðarleysingjuin úr stríðinu
að flytjast til Bandaríkjanna.
2G9