Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Page 80

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Page 80
Melshús á Seltjarnarnesi og Vífilfell um Garða- kirkju. 3. Staðarboðar. Esjuháls um Nesstofu á Seltjarnarnesi. Byrja að sunnan Vífilfell um Mölshús á Álftanesi og ná alla leið norður að Bakkako tssundi. 4. Leiruboði. Esjuháls um Gróttu. Vala- hnjúka um Bjarnastaði á Álftanesi. 5. Jö't'undur. Esjuháls um Suðurnesvörðu. Valahnjúka um Landakot á Álftanesi. Margar eru leiðir milli skerja þessara. Syðst liggur þessi: Esjuháls um Bjarnastaði. Taka skal leið þessa Vífilfell um Setbergsbæ; skal á Hálsinn halda þar til Vífilfell er komið um Bakka í Garðahverfi. Úr því skal haldið á Lágafellshamra, þar til Esjuháls er kominn um Sviðholt; úr því er ekkert sker að óttast upp í Sandhús, sem er sandvík innanverðu við Mels- höfðatanga og er það þrautalending á Suður- nesinu. Sé af þessari leið farið norður fyrir nesið, og eigi að fara fyrir innan Boðasker, á að taka þá leið Vífilfell um Pálshús í Garðahverfi, og Hálsinn mitt á milli Melshúsa og Lambastaða á Seltjarnarnesi, en gæta skal þess, að fara svo nærri skerinu sem fært er. Þessi leið er ófær í miklu brimi. Þó nokkurt brim sé, má fara fyrir vestan Boðasker, og skal hálsinn þá vera rétt fyrir austan Hrólfsskála. Þessi leið er einnig varasöm í miklu brimi. Næst þessari leið að vestan er sú, er nú skal skýrt frá, og er hún áreiðanlegasta leið að nes- inu. Hana skal taka Hálsinn um Gróttu og Lága- fellshamra um Bessastaðakirkju, og skal á Hamrana haldið alla leið upp undir land, ætli maður að lenda fyrir sunnan Hralchólma. Helztu lendingar fyrir sunnan þá (Hólmana) eru: 1. Hliðsvör. 2. Árnakotsvör (Búðarvör) í sunnanverðri Helguvík. Leið inn í Helguvík sé tekin Hálsinn innanvert við Hrólfskála og Vífilfell um Árna- kot; skal á það halda upp undir Árnakotsvör. 3. Sandskarð, sem er sandvík á milli Gest- húsa og Bakkakots. Leið þessa skal taka Háls- inn um Hrólfskála og Valahnjúka um Garða- kirkju; úr því skal halda á Bakkakot upp að landi, þó er betra að lenda í sunnanverðu Skarð- inu. Engar þessara lendinga eru áreiðanlegar um háflæði í miklu brimi; er því ráðlegast að halda norður á Breiðabólsstaðaeyri, og skal þá af fyrrnefndri leið beygja Hamrana um Bessa- staði og Hálsinn um Gesthús á Seltjarnarnesi (sem er næsti bær fyrir austan Nesstofu); skal á Háls haldið norður fyrir Hrakhólma; ekki skal nær þeim farið að vestan en Hálsinn vest- anvert við Bakkakot á Seltjarnarnesi, þar til Valahnjúkar eru komnir um Tröð á Álftanesi. Úr því skal haldið laust við Breiðabólsstaðaeyri albrima er, og þá hafa menn leiðamerkin. og er ágæt lending úr því inn fyrir hana er komið. Komi maður að sunnan, og ætli fyrir vestan alla boða norður á Seltjarnarnes, má ekki fara nær landi í miklu brimi en svo, að Gljúfurdal- urinn (sem er djúp skriða í Esjunni) sé um Nesstofu (vísast til leiða og lendinga Seltirn- inga). Sé komið vestan af Sviði, eru sund á milli dj úpboðanna þessi: 1. Bakkakotssund milli Jörundar og Leiru- boða. Á því skal halda Valahnjúka um Bakka- kot (sé lent á Suðurnesinu), þar til Hálsinn er kominn um Gesthús á Seltjarnarnesi. Úr því skal haldið vestanvert við Hliðstanga þar til Valahnjúkar eru komnir um Garðakirkju, og vísast til lendinga, sem fyrr segir. Sé lent á Norðurnesinu, skal haldið á Hnjúka þar til Hálsinn er kominn nokkuð inn af Suðurnes- vörðu, og vísast til leiðar upp á Norðurnesið, eftir því sem áður er sagt. 2. Valahnjúkasund. Hnjúkana um Bessa- staðakirkju. Á Hnjúka skal halda þar til Esju- hálsinn er kominn nokkuð inn af Suðurnes- vörðu; úr því er engin sker að óttast inn að Breiðabólsstaðaeyri. 3. Keppasund. Vífilfell um Austurkot (Skildinganeskot). Varasamt í stórbrimi. Að sönnu liggja boðar þessir ekki allir jafn langt vestur, en ráðlegast er að taka sundin öll Gljúfurdalinn um Nesstofu. í Skerjafirði eru hin svokölluðu Löngusker, nálægt miðjum firði frá landsuðri til útnorðurs. Ekki má fara nær þeim að vestan en svo, að Hálsinn sé um Bakkakot á Seltjarnarnesi, og ekki nær þeim að suðvestan, en að Valahnjúkar séu lausir við Eyrarhúsið að vestan (timburhús á Breiðabólsstaðaeyri). Þegar farið er yfir Skerjafjörð af Álftanesi, er farið á milli Lönguskerja. Skal þá Keilir vera fyrir austan eystra íbúðarhúsið á Breiða- bólsstöðum. Leiðin fyrir innan öll þessi sker á Skerjafirði, er Skólavarðan vestanvert við Skildinganesbæ. Engin sker er að óttast innar á firðinum. Aths.: Þar sem talað er um Lágafellshamra, er meint norðurendinn á fjallinu. Þar sem talað er um Vífilfell, er meint þar sem það er hæst. Þar sem talað er um Esjuháls eða Háls, er meintur lítill hnjúkur vestast á enda fjallsins. Frh. 22G V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.