Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Qupperneq 31
) 1/3. Herir S. Þ. þreifa fyrir sér á 100 km. víglínu. Sóttu á einum stað fram 20 km. • 2/3. Herir S. Þ. hefia harða sókn á 40 km. breiðu svæði. Hafa unnið nokkuð á. Barizt var í návigi. — Eisenhower skrapp til Lundúna í gær til að ræða við yfirmenn brezka heraflans. — 1 Bandaríkjunum eru framleiddir hjólbarðar án slöngu, sem geta ekki sprungið. • 3/3. Hersveitir S. Þ. komnar í Hoengsong. Fóru á þremur stöðum yfir Hanfljótið til að reyna varnir höfuðborgarinnar. Kommúnistar hafa 31 herfylki til varnar. • 6/3. Kommúnistar veita öflugt viðnám á miðvígstöðvunum. Vart inikilla liðsflutninga þeirra í N.- Kóreu. — Síldarafli Norðmanna er ineð mesta móti. — Jutlandia komið til Japans. — Sendiherra Tékka á Indlandi neitaði að fara heim til Prag. Hann fékk landvistarleyfi í Englandi. •- 7/3. Stórfelld rýmkun á hernáms- samningi við V.-Þýzkaland. Bonn- stjórnin fer með utanríkismál o. fl. og tekur að sér skuldir Þýzkalands. Þjóðverjar taka rýmkuninni kulda- lega. • 8/3. Truman er beðinn ásjár í Marokkódeilunni. — Indland og Vestur-Þýzkaland skiptast á sendi- herrum. • 9/3. Ölga og fangelsanir í Tékkóslóvakíu vegna átaka um utan- ríkisviðskipti landsins. Rússar lieimta að hætt verði að verzla við Vestur- Evrópu, þó að það kosti stórkost- lega versnandi kjör fyrir Tékka. — 115 ára gamall Júgóslavi vill læra að lesa. — Hersveitir S. Þ. sóttu fram á 150 km. svæði í gær. Hafa náð öruggri fótfestu norðan Han- fljótsins. — Tilræðismaður Trumans dæmdur til dauða. • 10/3. Þjóðverja dreymir uin sain- einað Þýzkaland, en vilja að það gerist með friðsamlegum hætti. — Ernst Bevin lætur af embætti sem utanríkisráðherra Breta. — Morri- son tekinn við af Bevin. Bevin sagði af sér á 70 ára afmæli sínu, en verður áfram ráðherra sem innsiglis- vörður konungs. — Flugvélar fleygja niður mat handa norskum skógar- höggsmönnum. • 12/3. Aðeins 10 stiga frost á há- jökli Grænlands í gær, en í nótt kólnaði mjög aftur og var komið 43 stiga frost kl. 8 í morgun. • 13/3. Fjölmenn verkföll og múg- æsingar í Barcelona. Uppþots- menn brutu rúður, grýttu hús og brenndu bíla. Kommúnistar sagðir standa að baki uppþotsins. — Her- styrkur Kínverja í Kóreu stórlega lamaður. — Norðmenn ætla að leggja frani lið til Evrópuhersins. • 14/3. Franco ógnar verkfalls- mönnum með herskipum. — Fimm hundruð verkfallsmenn handteknir í Barcelona. • 15/3. Suðurherinn tekur Seoul. — Grænlendingar kynnast sköttum og tollum. Frábáðu sér tolla á kaffi og tei. — Leynileg rússnesk útvarps- stöð hvetur til uppreisnar gegn Stalín. London heyrði í stöðinni. • 17/3. Þjóðnýting oliulindanna í fran er samningsrof að dómi Breta. — Harðnandi viðnám komm- únista á miðvígstöðvunum í Kóreu. Grimmilegir bardagar norðan Seoul. — Þýzku togararnir eru nú aftur byrjaðir að selja fisk sinn í Bret- landi eftir 12 ára fjarveru. — Hið kunna norska skemmtiferðaskip „Stella Polaris“ hefur verið selt Svíum. — 14 létust og 20 særðust í járnbrautarslysi i London. Lestin fór af sporinu í járnbrautargöngum. — 50 norsk skip stunduðu selveiðar í Norðurhöfum. • 18/3. Kaþólskir menn í Tékkó- slóvakiu bannfærðir af páfanum. • 20/3. Nokkrir Tékkar dæmdir fyr- ir njósnir og landráð. Hjálpuðu lönd- um sínum að flýja ógnarstjórnina. — Rússar og Kínverjar hafa 8 milljónir undir vopnum. — Sprenging varð í stjórnarbyggingu kommúnista í Tir- ana. Allmargir létu lifið. • 21/3. Eisenhower hefur skipað æðsta foringjaráð sitt. Montgomery aðstoðarhershöfðingi. Varnarsvæð- inu skipt í þrjá hluta. — Herir S. Þ. tóku raforkuver Seoul óskemmt. Eiga ófarna innan við 27 km. að 38. breiddarbaugnum. • 28/3. Sókn S. Þ. er örugg, en við- nám kommúnista lítið. Kínverskir herflokkar króaðir inni norður af Seoul. — Norðmenn búast við síld- arleysi við ísland í minnst fimm ár enn. Telja kaldan straum norðan úr íshafi valda að síldin hefur brugð- izt. — Ný aðferð fundin í Argentínu til að framleiða kjarnorku. — Her- lög eru í Teheran og á olíulinda- svæðinu í Suður-íran. — Ráðstefna í Washington um hvað gera skuli nú í Kóreu. • 30/3. Sanieiginlegar kjarnorku- rannsóknir Norðmanna og Hollend- inga ákveðnar. — Fífldjarfur glæpa- maður á ferð í Kaupmannahöfn. Reyndi að ræna banka og skaut tvo starfsmenn. — Viðnáin konun- únista norðan Seoul eykst. Suður- Kóreumenn eru komnir norður fyrir 38. breiddarbauginn. • 31/3. Búist við mikilli gagnsókn kommúnista þá og þegar. Flytja um 200 þúsund manna lið til vígstöðv- anna. — Góð veiði er nú við Noregs- strendur. — Bandaríkin semja upp- kast að friðartillögum við Japan. — Auðug fiskimið fundin við vestur- strönd Suður-Afríku. V I K I N G U R 145

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.