Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 2
verður tæplega breytt í aðalatriðum, þar sem útbreiSslan byggist fyrst og fremst á fjölbreytninni.
Hins vegar hlýtur takmarki'S aö vera þaS, aS sem flestir lesendur finni í blaSinu sem mest af
lœsilegu efni, og þó fyrst og fremst þetta, aS sjómönnum finnist sig blaSiS einhverju varSa, og
aS þeir sjái, aS þaS sé vopn þeirra og þýSingarmikiS baráttutœki.
Um skemmtigildi blaSs okkar hygg ég aS meS nokkrum rétti megi segja þaS, aS þar standi
þaS ekki aS baki öSrum íslenzkum mánaSarblöSum, sambœrilegrar stœrSar. MeS aukinni vinnu
mætti þó vafalaust bæta þar verulega um. Þó tel ég, aS ágallar blaSsins, eins og þaS er nú, séu
meiri á hinu sviSinu, aS þaS sé ekld nógu þróttmikiS og öflugt baráttutæki fyrir stéttina, haldi
ekki nógu skelegglega á hagsmunamálum hennar. Lesendur munu nú vafalaust segja, aS þarna
sé ritstjóri blaSsins fyrst og fremst aS gagnrýna sjálfan sig, þar eigi hann aS sjálfsögSu mesta sök.
Og þetta er vissulega aS nokkru leyti rétt. En þó tœplega nema aS nokkru leyti. Oft vill reynast
torvelt aS hafa nógu gott og öflugt samband viS hina starfandi sjómenn, en þeir vita aS sjálfsögSu
bezt hvar skórinn kreppir hverju sinni og hvaSa mál þaS eru, sem telja verSur málefni dagsins.
Svo hefur mér líka fundizt, einkum nú upp á síSkastiS, sem ritfœrir menn úr hópi sjómOnna
sýni blaSinu meira tómlœti en nokkru sinni áSur. Aldrei hefur blaSinu borizt nándar nœrri
jafnlítiS af aSsendum greinum um dægurmál og áhugamál sjómanna, eins og nú í vetur. Ýmsir
þeirra ágætu manna, sem voru stoS og stytta blaSsins og rituSu í þaS margt ágœtra greina, virSast
nú alveg þagnaSir, hvaS sem þeirri þögn veldur. Þetta er mjóg illa fariS. Sé ég ekki betur, en
aS þaS sé blaSinu og gengiþess stórhœttulegt, ef starfarídi sjómenn hœtta aS mestu eSa öllu leyti
aS senda því greinar. Enginn ritstjóri getur bœtt slíkt upp, þótt hann sé allur af vilja gerSur.
Fari þetta tómlæti gagnvart blaSinu vaxandi, er ég bókstaflega uggandi um framtíS þess. Sjó-
mönnum stendur blaSiS œvinlega opiS til aS ræSa þar hvert þaS mál, er þeir hafa áhuga fyrir.
Ég held, aS blaSinu hafi ekki veriS lokaS fyrir nokkrum manni úr sjómannastétt, sem sendi
því frambœrilega grein. ÞaS getur því ekki veriS skýringin á því, hve margir hafa hœtt aS skrifa
í blaSiS. Ekki getur skýringin veriS sú, aS öllum málefnum stéttarinnar hafi veriS komiS í svo
farsœla höfn, aS þar þurfi hvergi um aS bœta. Hitt mun sanni nær, aS aldrei hafi veriS meiri
þörf fyrir sjómannastéttina en nú aS halda vel og ötullega á sínum málum og nota blaS sitt
skörulega þeim til framdráttar. Ég œtla aS leyfa mér aS vona, aS þetta hafi aSeins veriS einhver
örlítil hvíld, hinir fyrri samstarfsmenn blaSsins taki sér nú aftur penna í hönd og margir nýir
bœtist í hópinn. ÞaS er engan veginn nóg, aS tala um þaS sín á milli, hve sjómannastéttin hefur
veriS afskipt á marga grein og hag hennar aS ýmsu leyti þröngváS, þaS þarf einnig aS berjast
fyrir breytingum og umbótum á opinberum vettvangi, og þar þurfa margir aS leggja hönd á
plóginn, áSur en nokkurs árangurs er aS vænta. Víkingur er sóknar- og baráttuvopn, sem sjó-
mönnum stendur til boSa. ÞaS er hœgt aS gera hann aS bitrum brandi, en sé hann ekki notaSur,
er hœtt viS, aS hann verSi rySfallinn og lítils megnugur.
Ég vil alvarlega skora á íslenzka sjómenn, aS styrkja og efla Víking eftir föngum, meS því
aS senda honum greinar um áhugamál stéttarinnar. ÞaS má ekki herída, aS þetta málgagn sjó-
manna, sem komizt hefur klakklaust yfir bernskuárin, linist í sókninni þegar þaS œtti aS hafa
betri skilyrSi en áSur til aS láta verulega til sín taka í þjóSfélaginu.
G. G.
96
V í K I N G U R