Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 28
Sjötugur: Þorsteinn J. Eyfirðingur skipstjóri Hinn 26. maí síðastliðinn varð sjötugnr oinn a£ fremstu skif stjórum íslenzka fiskiskipaflotans, Þorsteinn J. Eyfirðiiigur. Um svipað leyti gat hann minnst 50 ára skipstjómarafmælis síns. Þorsteinn stýrir enn skipi sínu, ,,Armanni“, þótt aldurinn sé orðinn þetta hár. Þorsteinn er fæddur á Hofi í Svarfaðárdal 26. maí 1883. Foreidrar hans voru lijónin Jón Þorvaldsson og Guðrún Jónsdóttir er Jiá bjuggn að Hofi. Tólf ára að aldri fluttist Baldvin til föðurbróður síns, Baldvins Þorvaldssonar bónda og skipstjóra á Böggversstöðum, alkunns dugnaðar -og merkismanns. Þar átti Þorsteinn heima fran mn t.vítugt. Byrjaði hann þegar um ferm- ingu að hirða fé, og líkaði fjármennska vel. Lítið komst hann á sjó á þessum árum, var þó tvö vor í hákarlalegum frá Eyjafirði, þá tæplega tvítugur. Þegar Þorsteinn var rúmlega tvítugur að aldri flutt- ist hann vestur til Bolungarvíkur við Isafjarðardjúp. Bræður hans tveir, Jóhann og Jón, voru fluttir þangaS á undan honum og orðnir formenn í hinni gömlu og aflasælu veiðistöð Djúpannna. Þegar við komuna vest- ur gerSist Þorsteinn formaður á vélbátniun „ElliSa", sem hann keypti að einum þriðja, en aðrir eigendur voru Jóha’m bróðir hans og Árni Jónsson verzlunar- stjóri á ísafirði. Þorsteinn hefur einhverju sinni sagt mér þaS, að gömlu formönnunum viS Djúp hafi þótt það helzt td mikil dirfska og bjartsýni af norðlenzkum strák, að R'tla sér að byrja formennsku í Bolungarvík án þess að hafa veriS þar háseti eina einustu yertíð. En þaS er kunnara en frá þurfi að segja, a. m. k. á Vestfjörðum: Svo fór. að Þorsteinn reyndist þegar frá upphafi hin mesta aflakló. Er fram liðu stundir, gerðist ÞoTsteinn skipstjóri á stærri vélskipum. ÁriS 1925 tók liann við stjórn línuveiðarans „Fróða“, og var með það skip samfleytt til ársins 1942. Allmörg síðustu árin liefur Þorsteinn veriS skipstjóri á línu- veiðaranum „Ármanni", er hann keypti áriS 1942 í stað „Fróða“. Þar stendur Þorsteinn í brúnni enn í dag. Eins og tyrr segir, hefur Þorsteinn Eyfirðingur verið frábær aflamaSur. Voru þeir fáir, sem keppt gátu við hann um aflabrögS á þorskveiðum með línu. Var liann oft nflahæstur á ölium línuveiðaraflotanum og ævinlega í hópi liinna hæstu. Mesti afli Þorsteins á einni vertíð voru 3000 skippund, en það aflaSi hann á „Fróða“ veturinn og vorið 1930. Hygg ég, aS það sé mesti aíli, sem nokkurt línuveiðiskip hefur fengið á einni veitíð. Ég vil í tilefni af afmælinu óska Þorsteini Eyfirðingi allra heilla á ókomnum árum. Gils Guðmundsson. Línuveiðarinn „Fróði“. Smcelki Bóndi nokkur varð fyrir því slysi, að snákur beit liann í hendina. Hann fer þegar til liéraðslæknisins, sem er annálaður fyrir skapvonzku sína, og kemur þangaS nokkrum mínútum eftir hinn auglýsta viðtals- tíma. — Vitið þér ekki, hvenær viStalstími minn er? segir læknirinn hryssingslega. — Jú, ég veit það, en snákurinn vissi það ekki. 122 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.