Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 31
MIIMNIIMGARORÐ:
PALIUI LOFTSSON
Pálmi A. Loftsson forstjóri Skipaútgerðar
ríkisins lézt að heimili sínu hinn 18. maí eftir
þunga legu. Hann var fæddur í Skagafirði 17.
september 1894. Hann lauk prófi við Stýri-
mannaskólann í Reykjavík árið 1914. Sigldi
hann á fiskiskipum og 1 ár á erlendum skipum
til ársins 1917, er hann réðist sem 1. stýri-
maður á G/s Sterling, er Ríkissjóður íslands
keypti skipið. Sigldi hann eftir það ýmist á
skipum Eimskipafélags íslands eða skipum Rík-
issjóðs, er einnig voru undir stjórn Eimskipa-
félags íslands, til 1929. Var hann 1. stýrimað-
ur á G/s Sterling, G/s Willemoes og G/s Goða-
fossi, hinum öðrum í röðinni, og skipstjóri í
leyfum skipstjóranna eða öðrum forföllum. 1
júní 1929 varð hann skipstjóri á G/s Esju þar
til Skipaútgerð ríkisins var stofnsett. Eins og
menn rekur eflaust minni til var Skipaútgerðin
stofnsett um áramótin 1929—1930. Höfðum
við þá siglt hjá Eimskipafélaginu í 12 ár og
auk þess vorum við skólabræður og því þekkst
frá því árið 1911.
Ég hef einhvers staðar áður sagt, að það
væri ekki á hvers manns færi að stjórna svo
fyrirtæki — sem er eign almennings — að
öllum líki, og eigi skal það heldur fullyrt, að
svo hafi tekizt. En Pálmi var dagfarsgóður
maður og vildi hvers manns vanda leysa, eftir
beztu getu, og með þeim fjármunum og þeim
tækjum sem honum voru til þessa fengin á
hverjum tíma, má fullyrða, að honum hafi oft
vel tekizt. Hann var hagsýnn og gætinn og
hið mesta ljúfmenni í daglegri umgengni. —
Skipaútgerðin var alltaf að vaxa, og því eðli-
legt að eigi væri ávallt eins auðvelt að leysa
vandamálin, sem að kölluðu, en yfir Pálma var
ávallt hin sama ró, menn sáu honum eigi
bregða svo mjög, er erfiðleikarnir steðjuðu
að. Hann var gæddur miklu jafnvægi og hefir
verið sterkbyggður maður. En svo kom sá
sj úkleiki, sem leiddi hann til bana. Þenna
vofeiflega sjúkdóm bar hann með hinni mestu
ró og karlmennsku, að oss virtist, er heim-
sóttum hann í hinni þungu legu. Ég og við
margir, er starfað höfum hjá Skipaútgerð
ríkisins frá stofnun hennar, eigum og geymum
margar góðar endurminningar um Pálma for-
stjóra, svo og samstarf okkar meðan við sigld-
um hjá Eimskipafélagi íslands, og einnig frá
því, er við sátum á skólabekk saman.
Það er ávallt sársauki samfara slíkum at-
burðum sem þessum, er menn, sem til skamms
tíma hefðu verið taldir líklegir til langlífis,
fyrir sakir hreysti og jafnvægis, hverfa af
sjónarsviðinu, og eigi hvað sízt er sömu menn
hafa um áratugi tekið virkan þátt í æðaslög-
um þjóðar sinnar, verið ötulir og sístarfandi,
eins og Pálmi forstjóri var. Fyrir því kveðjum
við þenna samstarfsmann okkar og forstjóra
með eftirsjá, um leið og við minnumst ára-
tuga samstarfs, svo að segja frá barnæsku,
og vottum eftirlifandi ekkju, börnum og öðr-
um aðstandendum, okkar einlægustu hluttekn-
ingu. Ásg. SigurSsson.
nema 3—4 sjóferðir sökum ótíðar, ef þurft
hefði að sækja út á haf. Síðar tók fyrir þennan
afla, þar sem engin ný fiskganga kom eftir
það, og var það steinbítsaflinn sem bjargaði
vertíðinni úr því.
Ég held, að útfærsla landhelginnar fyrir
Vestfjörðum komi að minna gagni hér en víð-
ast annarsstaðar. Hér eru engir stórir flóar
og landgrunnið svo víðáttumikið og löng leið
fyrir fiskigöngur inn fyrir línuna, svo að tog-
veiðiflotinn eyðir þeim og tvístrar, áður en þær
komast svo langt. Við friðun annarra fiskislóða
einkum fyrir Suður- og Vesturlandinu, þar sem
togarar og togbátar hafa áður stundað veiðar,
sækja þeir stórum meira á Vestf jarðamiðin. Við
Vestfirðingar væntum því ekki mikils árangurs
fyrir okkur af stækkun lendhelginnar, nema
síður sé, eftir útliti að dæma. Aftur á móti
býst ég við, að útilokun dragnótaveiði muni
hafa veruleg áhrif á veiðar til hins betra á
fjörðum inni og á grunnmiðum".
Þetta og það sem áður var í ritgerð minni
sagt um Vestfirði, gefur ástæðu til þess að fisk-
göngum þar sé sérstakur gaumur gefinn.
Húsavík, 1. apríl 1953.
Júl. Havsteen.
V I K I N □ U R
125