Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Qupperneq 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Qupperneq 3
Haraldur Björnsson, shipherra: Varðbátarnir ern ofi litllr til björgunar Þriðjudaginn 15. janúar 1952 sökk vélbátur- inn Bangsi frá Bolungarvík, 7 sjómílur N. af Rit, er brotsjór reið yfir bátinn og braut hann svo, að hann fyllti af sjó og sökk skömmu síðar. 2 menn tók' út af bátnum og drukknuðu þeir báðir, en 3 mönnum varð bjargað á síð- asta augnabliki, með því að leggja bæði skip og menn í mikla hættu. Veður var gott fram eftir deginum. En er líða tók að kvöldi, fór að hvessa af NA. Voru bátar á sjó úr Djúp- inu. Meðal þeirra var vélbáturinn Bangsi frá Bolungarvík, 41 tonn að stærð og talinn góður bátur. Kl. 17,00 kallaði togarinn Austfirðingur í björgunarskipið Maríu Júlíu og tilkynnti, að vélbáturinn Bangsi I. S. 80 bæði um aðstoð, þar eð hann væri með brotna skrúfu, og þá staddur 15 sjómílur N.A. frá Rit. Var björg- unarskipið þá statt inni í ísafjarðardjúpi og heyrðist illa í talstöð Bangsa, en vel, þegar utar kom. Var strax brugðið við, og siglt fulla ferð í áttina til bátsins. Veður var versnandi og komin blindhríð. Togarar voru komnir upp undir land í skjól og hættir veiðum, og bát- arnir allir á landleið, þeir, er ekki voru þegar komnir í höfn. Létu nokkrir togarar reka inn með Grænuhlíð í skjóli þar. Þegar út að Rit kom, var byrjað að taka radiómiðanir af Bangsa frá björgunarskipinu. Heyrðist þá vel til hans. Miðanir voru svo teknar alla leið út. Þegar út fyrir Rit var komið, varð að minnka ferð skipsins, því sjólag fór ört versnandi og brotsjóar skullu á öðru hvoru. Við það reyndi mikið á skipið. Var norðurfall og gerði það sjólagið enn verra. Ekkert sást út frá skipinu fyrir blindhríð og náttmyrkri. Veðrið herti óðum og litlu síðar var komið rok af NA. 11 vindstig, þreifandi bylur og sjódrif. Þegar utar kom, var veður og sjór orðið það mikið, að tekið var það ráð að dæla olíu í sjóinn til þess að verjast verstu áföllunum. Kl. 22,30 kallaði Bangsi út, og segir mikinn sjó kominn í bát- inn og biður um að koma til hjálpar. Voru þá skipin farin að nálgast hvort annað. Var þá strax sett á fulla ferð og olía stöðugt látin renna í sjóinn. Kl. 20,43 var komið að Bangsa. Rétt áður sáust ljósin frá honum, þar eð hann var með sterk ljós uppi, en þau hurfu svo allt í einu, og við lá, að báturinn tapaðist alveg út í myrkrið. En björgunarskipið var rétt að komast að honum og búið að taka á hann beina stefnu, svo að hann fannst aftur. Þegar sjórinn komst niður í Bangsa, slokknuðu öll Ijósin og talstöðin fór úr sambandi, svo að ekki heyrðist meir í henni. Varð þá alveg sam- bandslaust við bátverja. Þannig var ástatt, þegar björgunarskipið kom að Bangsa, að hann var kominn að því að sökkva og maraði í sjónum allur brotinn ofanþilja og öllu skolað fyrir borð. línu, bölum og belgjum og því, er brotnaði ofan af bátnum, og rann sjórinn nið- ur í bátinn. Enginn tími var til umhugsunar, hvernig bjarga skyldi mönnunum úr hinum sökkvandi bát. Það varð að gerast strax, ef takast mætti. Var það ráð því tekið, að leggja björgunarskipinu að hlið hins sökkvandi báts og freista að ná mönnunum þannig, þótt ekki væri það árennilegt, eins og aðstæður voru, því að við það varð að leggja bæði skip og menn í mikla hættu, og ef illa tækizt, þá var ekki gott að segja, hvað skeð gæti. Var nú björgunarskipinu rennt að Bangsa hlémegin við hann, og um leið og skipin voru hlið við hlið, stukku mennirnir yfir í björgunarskipið. Tókst þetta strax og fljótt. Komust allir slysa- laust yfir, nema einn. er meiddist dálítið á öðrum fætinum, en þó ekki alvarlega. Þegar skipin lágu saman, brotnaði öldustokkur björg- unarskipsins dálítið, en aðrar skemmdir urðu ekki. Um leið og mennirnir voru komnir yfir, fóru allir af þiljum og niður í skipið, og var siglt frá Bangsa. Síðan var leitað að 2 mönn- um af bátnum, er brotsjórinn tók út. Var leit- að fram eftir kvöldinu, en árangurslaust. Sást aldrei meir til þeirra. Línur, belgir og balar voru á reki allt umhverfis björgunarskipið, meðan leitað var og því hætta á, að línan færi í skrúfu skipsins. Bangsi hvarf strax út í myrkrið og bylinn, kominn að því að sökkva. V I K I N G U R 97

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.