Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 15
Fyrsta sigling nmhverfis jörðina Brot úr ferðasögu Magalhaens Fyrsti tugur 16. aldarinnar færði landfræð- ingunum heim sanninn um tvennt. í fyrsta lagi var því slegið föstu, að jörðin væri hnött- ótt, og í öðru lagi viðurkenndu nú allir, nema Kólumbus sjálfur. að heimsálfa sú, er menn höfðu fundið langt í vestri, væri ekki Austur- Asía (Japan, Kína, Indland), heldur nýr hluti heimsins. En úr því jörðin var hnöttótt, hlaut að vera hægt að sigla umhverfis hana, svo fremi að gegnum hinn nýja heimshluta fyndist sund, sem skip gætu siglt um. Sjóleiðina til Indlands suður um Afríku hafði Vasco de Gama fundið. Nú var spurningin, hvort hægt væri að finna sjóleið til Indlands 1 vestur. Bæði Kólumbus og Vespucci höfðu árangurslaust reynt að finna sund gegnum meginland vesturheimsins. í sept- ember árið 1519 lagði Portúgallinn Fernao de Magalhaens af stað til að leita þess, og hann fann það, og lauk þar með fyrstu siglingu umhverfis hnöttinn. Enda þótt honum auðn- aðist ekki að komast alla leið sjálfum, komu þó sum skip hans og nokkuð af mönnum heim aftur, og þessi sigling varð til að veita mönn- um fasta, óhagganlega hugmynd um lögun jarðarinnar og víðáttu hinna ýmsu heims- hluta. Magalhaens var 38 ára að aldri, er hann lagði í ferðina. Honum er lýst af ævisögurit- urum, einkum Italanum Pigafetta, sem mjög fríðum, hugrökkum og riddaralegum manni, og hann var, í mótsetningu við aðra spænska og portúgalska landvinningamenn þess tíma, friðsamur maður og drengur góður. Þegar hon- um tókst ekki að fá styrk til fararinnar í Portúgal, fór hann til Spánar, og Karl 5. lét honum í té peninga, skip og útbúnað. Skipin voru fimm talsins, en þau voru svo lítil, gömul og fúin, að það hlýtur að vekja furðu nútíma- manna, að nokkurt þeirra skyldi komast heim. Sjaldan hefur jafnmikið afrek verið unnið með jafnlélegum útbúnaði og þeim, er Magalhaens réð yfir. Hið stærsta þessara 5 skipa, „San Antonio“, var 120 rúmlestir, það minnsta var aðeins 75 lestir. Áhafnirnar voru samtals 280 manns: Spánverjar, Italir, Frakkar, Portúgal- ar, Þjóðverjar, Flæmingjar, Grikkir, Malajar, einn Englendingur, og líklega fáeinir Norður- landabúar. Pigafetta var með í förinni, og það er af dagbókinni, sem hann hélt alla ferðina, að við vitum nú, hvernig þessi fyrsta hnatt- sigling gerðist. Magalhaens var „Commodore" og hafði sem slíkur vald yfir lífi allra sinna manna. Það var afar mikilvægt, að nokkrir stjörnufræðingar voru með í förinni. Þess- vegna var alla ferðina hægt að gera athuganir og mælingar, sem ákváðu legu Ameríku á hnettinum og fjarlægðina milli Evrópu og Ameríku, og Ameríku og Asíu. Ferðin hófst ekki gæfulega, því að sam- komulagið var afleitt milli þessara sundurleitu áhafna á skipunum fimm. Spánverjar hötuðu Portúgala innilega á þessum tíma, því að þeir lágu í sífelldum ófriði um skiptingu hinna ný- fundnu austurindversku og amerísku nýlendna, og spænska hluta liðsins gramdist því mjög að vera undir stjórn Portúgalsmanns. Og portúgölsku sjómennirnir skoðuðu Magalhaens nánast sem föðurlandssvikara, sem veitti Spáni lið gegn sínu eigin landi. Skipstjórinn á „San Antonio", Spánverjinn Juan de Cartagena, gerði oftar en einu sinni uppsteit, og einu sinni gerðist hann svo djarfur að fara um borð í skip Magalhaens, „Victoria“, og reyna að koma af stað uppreisn. En Magalhaens tók hann, sló hann niður á þilfarið og lét hlekkja hann og setja í „stokkinn". Þrátt fyrir slæm veður og vesaldóm fai'kostanna komu þeir til Brazilíustrandar í nóvember, og 11. janúar 1520 voru þeir staddir í mynni La Platafljóts- ins. En menn fundu brátt með mælingum og athugunum á vatninu, að hér var ekkert sund. Mestur hluti liðsins missti móðinn og vildi snúa við, uppreisn bi'aust út og 3 af 5 skipum ætluðu að halda heim. En Magalhaens tók nú á allri sinni orku. Eftir ákafan bardaga voru uppreisnarmennimir yfirunnir og foringjar VÍKINBUR 109

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.