Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 16
þeirra drepnir, en Cartagena og uppreisnar-
prestur einn settir á land á eyðiströnd.
Ströndina, sem nú var siglt með, kölluðu þeir
Patagóníu. Menn sáu nefnilega, að íbúarnir í
landi gengu í skósíðum skinnbrókum og köll-
uðu þá því „loðlappa", á portúgölsku pata-
goner. Pigafetta segir, að þessir menn hafi
verið þriggja metra háir og hræðilegir á að
líta. Þetta er nú dálítið ýkt, þó að seinna kæmi
raunar í ljós, að Patagóníuindíánar eru með
allra stærstu mönnum í veröldinni. Hver fjörð-
ur og árós með þessari löngu strönd var rann-
sakaður til að finna leið yfir til „hins hafsins",
og þessi leit, ásamt stormum og mótvindi, varð
til þess, að þeir komu ekki fyrr en 21. október
að viki í ströndinni, sem leit út fyrir að geta
verið mjótt sund. Þegar hér var komið, var
eitt af skipunum, „Sanjago“, sokkið. En hin
fjögur: „Trinidad“, „San Antonio", „Victoria"
og „Conception“ héldu nú inn í hið þrönga
sund. Stormur aðskildi þau, og Magalhaens
hélt nú, að hin skipin hefðu farizt. Hann
styrktist í þeirri trú af að sjá reykský leggja
til lofts á bakborða. Hann áleit, að áhafnir
strandaðra skipa hefðu komizt á land þar og
kveikt bál. En seinna varð honum ljóst, að
þetta var reykur úr eldfjöllum, og hann kall-
aði því landið sunnan sundsins Eldlandið.
Nokkrum dögum síðar, er storminn lægði,
hitti hann aftur fyrir hin týndu skip. Þau
voru flöggum skreytt, skutu sigurskotum og
áhafnirnar gerðu sér glaðan dag. Menn voru
vissir um, að vera nú loksins komnir inn í
hið langþráða sund. Allar athuganir stað-
festu það. Menn tóku eftir flóði og fjöru, urðu
varir strauma úr vestri og lóðuðu meira og
meira dýpi. En þó leit út fyrir, að fyrirætlan
Magalhaens ætlaði nú einmitt að fara út um
þúfur, því að áhafnir tveggja skipanna vildu
snúa heim. Og þeim var nokkur vorkunn. Vistir
voru aðeins til þriggja mánaða, bik og tjara
til að þétta fúin skipin var næstum til þurrðar
gengin, og nú átti að halda út á haf, sem
menn óraði fyrir, að væri geysivíðáttumikið.
Myndu þeir ekki farast þar allir? Var nú
ekki betra, þegar búið var að finna þessa
leið, að halda heim í tíma og koma svo aftur
með stærri og betur búinn flota? En Magal-
haens vildi halda áfram, og þótt „San Antonio",
sem hafði mestan hluta vistanna innanborðs,
sneri heimleiðis, hélt Magalhaens áfram sigl-
ingunni til suðvesturs. Og dirfska hans heppn-
aðist. Þann 28. nóvember 1520 sigldi hann fyr-
ir síðasta skerið og út á Kyrrahafið. Á 38
dögum hafði hann siglt gegnum sundið, sem
nú ber nafn hans, og er yfir 600 kílómetra
langt. Þegar þess er gætt, að skipin voru smá,
léleg og hægskreið, og leiðin með öllu óþekkt,
er þetta mikið sjómennskuafrek. Gleðin yfir
því að komast loksins út á „hitt hafið“, varð
brátt að víkja fyrir ugg um framtíðina. Hvern-
ig áttu þeir að komast yfir þetta haf ? Reyndar
var hafið svo kyrrt, að ekki kom vindur í
fjóra mánuði, og Pigafetta kallaði það því
„Mar pacifico", „Kyrrahafið". Nú voru vistir
mjög þrotnar, drykkjarvatnið orðið fúlt og
slímkennt, brauðið fullt af ormum, menn átu
skipsrotturnar og menn tóku leðrið af reiða-
búnaðinum, lögðu það í bleyti í sjó, steiktu
það í ösku og átu. Tuttugu menn dóu úr skyr-
bjúg, og hinir voru sjúkir. Öðru hvoru komu
þeir til smáeyja, en þar var hvorki vatn, mat-
ur, menn né nein hjálp. í dagbók Pigafetta
má lesa um þá djúpu örvæntingu, sem nú ríkti
um borð í þessum þrem litlu skipum. Þrátt
fyrir allt höfðu menn þó rænu á að gera nokkr-
ar stjarnfræðilegar athuganir, og Pigafetta
lýsir oft skemmtilega því nýja, sem fyrir bar.
Einkum vöktu hinir geysistóru hákarlar furðu
þeirra, sem þeir segja hafi verið „langir sem
Escurialhöllin“, svo og flugfiskarnir, sem svifu
upp úr sjónum. Magalhaens, sem vissi, að
Mólúkkueyjarnar voru við miðjarðarlínu,
stefndi nú norð-norð-vestur, og eftir fjögra
mánaða siglingu komu þeir loks að eyjaklasa,
sem þeir sáu sér til mikillar gleði, að var
byggður. Hér fengu þeir vatn, mat og mjólk,
en þeir urðu þó að hraða sér sem mest þeir
máttu á burt, því að íbúamir voru fram úr
hófi þjófóttir, og þeir stálu jafnvel skipsbát-
unum. Magalhaens varð oft að fara í land tíl
að sækja aftur stolið góss og þar kom til
blóðugra bardaga, og fjöldi innfæddra féll. Það
var ekki út í bláinn, að Magalhaens skírði
eyjar þessar „Þjófaeyjar". Þær bera enn þetta
nafn, „Ladroner", af spænska orðinu Ladrones,
þjófar.
Smœlki
Maður nokkur var orðinn þreyttur á að bíða eftir
mat sínum í matsöluhúsi. Loksins gekk þjónninn til
hans og sagði: — Fiskurinn yðar kemur rétt strax,
lierra.
Það glaðnaði yfir manninum: — Segið mér, þjónn,
hvaða beitu notið þér?
, *
— Stúlluir, sagði forstjóri matsöíuhússins, í dag verð-
ið þið að líta óvenjulega vel út, vera glaðlegar og brosa
oft til gesianna.
—- Hvað er á seiði ?
— Ekkert — en kjötið er óvenjulega seigt núna.
11D
V í K I N G U R