Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 5
^tií. ^JJauiteen, Aijiíutnatfur:
Rýmkun landhelginnar er lífs-
skilyrði fyrir íslenzku þjóðina
Síðari hluti.
Fyrsta haustið mitt hér hélt gamall, enskur
togari frá Hull, að nafni Norman, innan undir
Náttfaravík um hábjartan dag og setti þar
niður böju sína. Var mér nú nóg boðið, mann-
aði vélbát og hélt að togaranum. Þegar skip-
stjórinn sá á hvaða gestum hann átti von,
sleppti hann böjunni og gerði tvær tilraunir
til þess að hvolfa bátnum eða sigla hann í kaf.
Er of langt mál að segja hér frá viðureign-
inni, en svo fóru leikar, að mér tókst með að-
stoð varðskipsins að ná dónanum og fékk hann
dæmdan á Akureyri, þar sem ég gerðist kær-
andi sjálfur ásamt varðskipsforingjanum. Var
skipstjóri staðinn að landhelgisbroti upp undir
harða landi, og sektin því mjög há.
Svo fóru dragnótabátar og togbátar að koma
í flóann, og þá var nú gullið ekki lengi að
hverfa úr kistunni. Skjálfandi tæmdist af ýsu
og kola.
Nú, eftir að friðunarlínan var sett 1950, er
aftur kominn fiskur í flóann, og í haust sem
leið sá ég torfur af ýsuseiðum innan við hafn-
argarðinn hjá Húsavíkurihöfn, en þau hef ég
aldrei séð fyrr í höfninni, heldur aðeins þorska-
og ufsaseiði og smákola. Af þessu ungviði eru
stórar torfur og eru þær sönnun þess, hversu
íslenzkir firðir og flóar eru miklar og góðar
klakstöðvar.
Alla tíð hefur útgerð verið mikil og blómleg
við Eyjafjörð og lifandi áhugi fyrir landhelgis-
málunum, enda bárust mér ekki færri svör það-
an en úr fimm verstöðvum, frá Bjarna Áskels-
syni, Grenivík, Sigurvin Edilónssyni, Litla-Ár-
skógssandi, Jóhanni G. Sigurðssyni og Svein-
birni Jóhannssyni, Dalvík, Guðmundi Steins-
syni, Ólafsfirði og Filippusi Þorvaldssyni, Hrís-
ey. Og hinn síðastnefndi gerir það ekki enda-
sleppt, því hann lætur skýrslu sinni fylgja, eins
og að framan getur, mjög greinilegan og ná-
kvæman uppdrátt af öllum fiskimiðum alla leið
austan úr miðjum Skjálfanda vestur fyrir
Skagagrunn. Uppdráttur þessi, svo og skýrslan
sem honum fylgir, verður því eins og staðsett
einingartákn fyrir öll eyfirzku svörin, sem í
öllum aðalatriðum ber saman.
Alls eru það 30 fiskimið, sem kortið sýnir
með nöfnum og staðsetningu og þrettán þeirra
innan friðunarlínunnar nýju, 13 utan línunnar
og 4 báðu megin hennar. Lýst er fiskitegundum
og botnlagi á hverju miði fyrir sig og hvenær
á það er sótt. Um vestur- og austurkant Gríms-
eyjargrunns segir: „Veiði allt árið, eingöngu
þorskur. Hér áður voru þessi mið mest sótt af
eyfirzkum línubátum, en eru nú umsetin af
togbátum og togurum, svo engum dettur í hug
að leggja þar línu í sjó“. Um miðin norðnorð-
vestur af Grímsey segir: „Veiði allt árið, mis-
jafnlega vænn þorskur, sæmilegur togbotn og
mikið togað þar á vorin“.
Þegar Bjarni Áskelsson hefur lokið að segja
skipulega frá miðunum vestan frá Skagagrunni
austur á Mánareyjargrunn, lýkur hann skýrslu
sinni með þessum dapurlegu orðum: „Sameig-
inlegt með þessum miðum öllum er það, að
fiskur virðist alltaf fara þverrandi“.
Úr skýrslu Sigurvins vil ég taka þetta: „Að-
almagn aflans fékkst undan Þorgeirs- og Hval-
vatnsfirði, innan landhelgi þeirrar, sem nú
gildir, enda hætta á ferðum með veiðarfærin
utan landhelginnar vegna togbáta (og togara),
sem sóttu fast að og jafnvel lengra en leyfilegt
er. Um lúðumiðin er það að segja, að gömlu
miðin virðast fyrir löngu búin að vera. Nú
fæst afar sjaldan lúða nema þegar sótt er vest-
ur á Skagagrunn, en sama gildir um hana og
þorskinn að hún er smá og hefur farið minnk-
andi hin síðari ár“.
í ýtarlegri skýrslu segir Sveinbjörn Jóhanns-
son m. a.: „Frá því að mótorbátar komu fyrst
hingað til Dalvíkur, hefur með mjög litlum und-
antekningum verið sótt á mið, sem liggja ca.
10—20 sjómílur NNA af Siglufirði, á svokall-
aðar „Tengur", framan af vorvertíð og hélst
það þar til fyrir nokkrum árum, að togarar
lögðu þau mið undir sig og varð þá nærri
ómögulegt að leggja þar línu, því bæði var það,
að togarar lokuðu þessum fornu miðum, og eins
V I K I N □ U R
99