Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 8
mínum m. a. á þessa leið: „Hvað viðvíkur hinni
nýju friðunarlínu, gerir hún engan mismun á
friðun fiskimiða hér nema á svæðinu í álnum,
þar útilokar hún alla dragnótaveiði.
Togbátar gátu áður farið í álnum inn á svo-
nefnt Kvíarmið og töluvert innar, en eftir lok-
unina geta þeir ekki farið nema á Kögurtrýni
og inn undir Eldingar á vestri kanti.
Það munar miklu fyrir smæri'i línubáta. Út
af Patreksf jarðarflóanum verður nokkur rýmk-
un, og er það von okkar hér vestra, að það
hjálpi sunnangöngum á vorin, ef varðskip væri
haft á svæðinu um það leyti, sem fiskur gengur,
en misbrestur hefur orðið á því eftirliti hingað
til. Ekkert eftirlit eftir mánaðamót marz—
apríl.
Togaraágengnin virðist meiri hér síðan
Breiðifjörður og Faxaflói lokuðust".
Þá hefur Páll Pálsson í Hnífsdal gefið mér
glöggar lýsingar á þremur miðum við eða í
Djúpinu, auk þess sem hann um „Bolvíkinga-
mið“ vísar til bls. 36 í hinni merku bók Jóhanns
Bárðarsonar, „Áraskip". Segir hann um miðið
inn með Straumnesi: „Á þetta svæði gekk fisk-
ur mjög oft upp að landsteinum“. Um þriðja
miðið, sem hann nefnir „aðal vetrarmið Djúp-
manna“, segir: „Var þar stundum svo ör fisk-
ur- að fyrir kom, að 60—70 fengust á 90 öngla“.
En svo kemur sorgarsagan í þessum fáu línum
um það, hvernig veiðin hafi spillst: „Því enskir
togarar voru mjög ágengir á þessum sviðum,
einnig mjög tíðir innan landhelgislínunnar og
spilltu veiðarfærum báta mjög oft“.
Nú berast 'hinar hörmulegustu fréttir frá
þessu elzta veiðisvæði íslendinga. Aflinn
minnkar.. Flotinn rýrnar. Fólkinu fækkar. Allt
er þetta að kenna ágangi útlendra togara, sem
bókstaflega raða sér á Halamiðin, sem eru fyrir
Norðvesturland eins dýrmæt eins og Selvogs-
bankinn fyrir Suðurland, og loka fyrir mynni
Isafjarðar, svo fiskurinn kemst ekki á „Kvíar-
mið“.
Um miðin fyrir Vestfjörðum skrifa þeir mér
Þórður Maríasson, formaður, f. h. Fiskifélags-
deildarinnar í Súgandafirði, eftir tilmælum
bóksala Hermanns Guðmundssonar og Sigurðar
Fr. Einarssonar á Þingeyri, og farast Þórði
þannig orð:
„Fislcimi’ð okkar Súgfirðinga eru að mestu
leyti á svæðinu frá Deild við ísafjarðardjúp
og vestur að Sléttanesi milli Dýrafjarðar og
Arnarfjarðar. Á vetrarvertíð róa bátarnir, sem
eru nú 18 til 29 smál. að stærð, með lóðir sínar
15—20 mílur undan landi. Á sumrin er nær
eingöngu róið smábátum, 1 til 7 tonn að
stærð, og taka þeir afla sinn eingöngu innan
SuSureyri við Súgandaf jörS.
102
VÍ K I N G U R