Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 21
KTINNI hefði ánægju af slíku. En ég skal sannarlega muna eftir yður næst! Granberg: — HafiS þér samt enga aw/cafyrirhöfn fyrir mér, frú Lundhólm. * — Ég fæ ekki skilið, að konur þurfi neina peninga. Þær reykja ekki, þær drekka ekki — og sjálfar eru þær kvenfólk. * Matthías skipstjóri, stjórnandi skútunnar Hafdísar, sem orðin er nokkuð öldruð og satt að segja mesta lekahrip: — ÞaS megiS þið bölva ykkur upp á, að naumast er til sá dropi í öllu Eystrasalti, sem ekki hefur runnið geg um Hafdísi! * Kráin er opnuð klukkan átta að morgni. Bjamhéð- inn gamli, mikill vinur Bakkusar, stendur þar fyrir utan „þunnur“ og skjálfandi í morgunkælunni. Honum verður í tíunda sinn litið á klukkuna í kirkjutum- inum og sér, aS hún er ekki nema hálf-átta. Honmn verður að orði: — Það mætti segja mér, aS einhver góðtemplara- fjandinn hafi hengt sig í stóra vísinum! * — HefurSu heyrt það, að Tumi svarti er hættur að drekka? — Nei. — hvenær dó hann? * Einhverju sinni. þegar ég heimsótti Jóhann gamla Pétur og kerlu hans, barst tal okkar að hjónabönd- um. Þá trúSi Jólmnn Pétur mér fyrir þessu, þó svo, að kona hans heyrði: — Fyrst eftir, að ég gifti mig, var ég logandi hrædd- ur um, aS hjónabandið ætlaði aS verða bamlaust, enda voru liðnar nærri þrjár vikur frá brúðkaupinu, þangað til fyrsti strákurinn fæddist. * Símon gamli skýrir frá því, er hann gerSist vinnu- maður í sveit: — Fyrst drapst gömul hryssa, og við átum hana, svo drapst gömul gylta, og viS átum hana, loks drapst gömul kerling, — og þá fór ég úr vistinni. * Guðmann gamli liggur fyrir dauðanum. Þegar liann finnur, að hverju dregur, sendir hann eftir lækni. Læknirinn kemur og sér í fyrstu ekkert lífsmark meS gamla manninum. Um leið og hann gengur að rúminu, segir hann stundarhátt: — Hann er þegar skilinn við. Gtuðmann opnar augun og stynur upp, skjálfandi röddu: — Ekki er það nú ennþá, læknir góður. En þetta kann María, kona GuSmanns, engan veginn við. Hún segir: — Þegiðu, GuSmann. Heldurðu, að læknirinn hafi ekki betra vit á þessu en þú! * Bóndinn (les í blaði): — Hér stendur, aS sá, sem fann bamaveikisýkilinn sé dauður. Blaðið segir, að hann hafi veriS mikilmenni. Konan: — Sér er nú hvað mikilmenniS, sem fann upp þann bölvaðan óþverra! * Lovísa gamla: — Ég hef svo sem heyrt oftar en einu sinni, aS þeir væru að berjast úti í löndum. En að þeir brjóti og skjóti niður heilar borgir, því á ég bágt með að trúa. Ég hélt, að það væra þó sýslumenn þar, ekki síður en hér. * Kalli skakklöpp og eineygði Jukki hafa lent í hár saman. Kalli: — SagðirSu, að ég væri ljótur. Og þú, sem ert svo ljótur, að fiskar steindrepast á sjötugu, ef þú lítur út fyrir borSstokkinn! * Kafteinninn, sem liefur verið hækkaður í tigninni og gerður majór,, kemur lieim og segir ektavífi sínu þessi gleðitíðindi. Konan faSmar mann sinn að sér og segir mitt í sæluvímunni: — Ó, hjartaS mitt, ég elska kónginn! * Loksins var verið að stofna fyrsta bindindisfélagið í Vesturdal. Þegar lög félagsins höfðu veriS samþykkt, var ekki annað eftir á dagskránni en „önnur mál, sem fram kunna að verSa borin“. Pétur bóndi Ólafsson bað um orðið. — Ég hef \eriS að brjóta heilann um lítilræði. Ef einhver okkar félagsmanna veiktist, kynni svo aS fara, að liann neyddist til að biðja annan reglubróður um brennivín sér til lækningar. Samkvæmt lögum félags vors má enginn okkar veita vín. Þess vegna hefur mér dottið í hug, hvort ekki væri skynsamlegt, að félagiS sjálft keypti eins og einn pott af góSu koníaki. Fundarstjórinn: — Það lízt mér vel á. En þú nefnd- ir einn pott. Við erum afskekktir liér í dalnum, og langt til útsölustaðar. Ég legg til, að félagiS kaupi átta potta kút. Sú tillaga var einróma samþykkt. , * Sonurinn: — Hvað er mælskumaður, pabbi? Faðirinn: — Það er þingmaSur heima hjá sér. * Jón Orsa kemur inn á sútunarverkstæSi með svolít- inn kálfskinnsbleðil undir hendinni. Hann býður skinnið til sölu. — HvaS viltu fá fyrir skinnið? — Þrjár krónur. — Það færðu ekki; skinniS er of lítið. — Of lítið, skinnið að tarna ? ÞaS náði þó utan um kálfinn. V í K I N G U R 115

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.