Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 9
nýju iandhelgislínunnar. Undanfarin sumur hefur afli verið ákaflega lítill hjá þessum smá- bátum, en sumarið sem leið hefur skorið sig úr 'hvað þetta snertir. í júní og júlí var góð handfæraveiði, en þorskurinn var nokkuð smár. I ágúst, september og október reru bátar með línu og öfluðu dável. Var það mest ýsa og reynd- ist aflinn beztur 2—4’mílur undan Deild. Lúðu hefur ekkert orðið vart hér, að heitið geti, í mörg ár, en út af Deild og Skálavík voru áður góð lúðumið. Fer sumarafli okkar oft eftir því, hve land- helgin er vel varin“. — Skýrsla Sigurðar er hvorttveggja í senn, mjög fróðleg og skemmti- leg, því hún hermir hvernig til forna var á miðin litið og hvaða dóm þau hlutu. Eftir almennan inngang um staðsetningu fiskimiða segir hann: „Ég ætla því að gera tilraun til að segja eitt- hvað um svæðin (miðin), sem sótt er á héðan á vorin og sumrin og einkum þau, sem eru innan hinnar nýju friðunarlínu, en það eru eingöngu smábátamiðin. Að hausti og vetri til sækja hinir stærri bát- ar langtum lengra út á hafið, svo að þessi nýja lína kemur þeim ekkert að gagni neinu, sízt á þeim tíma og yfirleitt aldrei, nema einhver stór- kostleg breyting á fiskimagninu á grunnmið- unum eigi eftir að verða. Á svæðinu frá Bjargtöngum eða Látraröst að ísafjarðardjúpi (Djúpál) má segja að alls- staðar séu fiskimið eða að allt svæðið sé eitt fiskimið alla leið inn í fjarðarbotna. Svona var þetta í gamla daga, og fyrir aðeins nokkrum árum. Á Víkunum: „Gnægtar afli“. Botn ágæt- ur. „Tapaðist aldrei öngull". Patreksfjarðarfló- inn: Hlaðafli vor og haust“. Botninn sandbotn, „festist ekki öngull“. Patreksfjörður: „Fjörð- urinn fullur af fiski alla leið inn í botn, sem er sandur og leir. Kóparifið: „Á vísan stað að róa. Nægtar fiskur, en fremur smár“. „Egg- rennisléttur sandbotn, guð veit hvað langt nið- ur á haf“. Árnarfjörður: „Gullnáma". Hús- móðurin: „Ohó! Gátuð þið þá ekki tekið meira?“ Landgrunnið allt virðist vera mjög lárétt og slétt. Þó er lágur hryggur fram af Kópanesi langt í haf út, ög er dálítið dýpra austan til við hann, en grynnir aftur fram af Sléttanesi (Nesinu) austan Arnarfjarðar. Fram af Nes- dal í Barðanum eru ágæt fiskimið og hefur svo verið í ómuna tíð. Þar er sandbotn á mjóu svæði alla leið frá landsteinum og í haf út. Fleiri sandblettir eru þarna í botni, svo og leirbotns- blettir. Á þessum sand- og leirblettum heldur fiskurinn sig, aðallega þorskur, smálúða og koli. Hann lifir þar á sandsíli og leggst þar, fái hann að vera í friði fyrir togurum og dragnótabát- um. Lúðumið eru allsstaðar á þessum blettum, sérstaklega á leirblettunum. Steinbítsmiðin eru bezt, þar sem smágert hraun er í botni. Þar er mikið um hrúðurkarl og skeljar, sem hann lifir á. Lóðafrek eru þau mið“. Breiðif jörður. Hann er mestur íslenzkra fjarða og lengstur þeírra, þegar með honum eru taldir firðirnir litlu, Hvammsfjörður og Gilsfjörður, sem inn úr honum skerast. Stendur nokkuð líkt á um Breiðafjörð eins og með Sverholtflóann í Norður-Noregi, en fram í nefndan flóa skagar tangi og myndast sitt hvoru megin við hann tveir firðir, Lakse- fjord og Porsangerfjord. Nú vildu hinir feimu- lausu Bretar halda því fram undir rekstri fiski- veiðamálsins fyrir milliríkjadómstólnum í Haag, að ekki mætti telja Sverholtflóann ganga lengra inn í landið en að oddanum á Sverholts- nesinu, en svo heitir nesið milli fjarðanna fram- angreind i, og væri hann því í eðli sínu hvorki fjörður né flói. Þessari staðhæfingu hratt dómstóllinn og komst að þeirri niðurstöðu, að Sverholthavet hefði einkenni fjarðar. Þarf því ekki að óttast, ef til málshöfðunar kemur, að Bretar neiti því, að Breiðifjörður hafi einkenni fjarðar, enda er fjarðarlögun hans miklu gleggri og meiri en Sverholtflóans. Eins og Breiðifjörður gengur næst Faxaflóa um stærð, eins er hann sá fjörðurinn, sem Bretar, næst Faxaflóa, sjá mest eftir að geta ekki áfram urið upp og sent inn í togara sína, einkum gömlu, ryðguðu járnkláfana frá Hull og Grimsby, sem naumast geta togað nema inn- fjarðar, að því er sagt er og útlit þeirra og frágangur ber með sér. Um miðin á Breiðafirði hafa frætt mig Friðrik Salómonsson úr Flatey, Þórólfur Ágústsson úr Stykkishólmi og Kristján Jóns- son frá Sandi, og segist þeim þannig frá, en þetta tek ég úr bréfi Friðriks: „Ur Kolluál skerst Bjarneyjaráll inn að Bjarneyjum. Þar fyrir norðan er grunnsævi inn með Skor, og eru þarna eða voru góð mið af þorski og lúðu á hinum ýmsu stöðum, einnig við Bjarneyjar og Oddbjarnarsker. Þar var áður fyrr verstöð vor og haust, en lögð niður fyrir löngu. Á þess- um slóðum, iþ. e. frá Oddbjarnarskerjum og vestur undir Skor, toguðu útlend veiðiskip und- anfarin ár þar til enginn fiskur var þar fáan- legur. Kenna má ágangi erlendra togara um þá breytingu, að fyrst hvarf fiskurinn af svoköll- uðum heimamiðum og svo af hinum fjarlægari v I K I N G U R 1G3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.