Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 17
Endurminningar
Þorsteins Þorsteinssonar, skipstjnra í Þórshamri
Þriðja grein
Rétt er að hafa í huga, að endurminn-
ingar þessar eru ritaðar árið 1940, þótt
ekki hafi þær birzt á prenti fyrr en nú.
Togaraútgerð hér á landi byrjar fyrir al-
vöru á árinu 1907 og þá að sjálfsögðu hér í
Reykjavík. Að sönnu hafði dálítið verið unnið
hér með litlum togara, „Coot“, áður, en það
var varla teljandi í samanburði við aðalútgerð-
artímabilið, sem byrjaði, eins og áður er sagt,
árið 1907.
Ég verð að telja að hið merka togaraút-
gerðartímabil hafi byrjað með stofnun þess
útgerðarfélags hér, sem heitir „Alliance“, sem
fyrir löngu er orðið þekkt um allt land, ekki
einungis fyrir að vera fyrsta togarafélagið,
heldur líka fyrir framtak sitt og áræði á
fleiri sviðum framleiðslunnar.
Þetta félag var í fyrstu stofnað af nokkrum
skútuskipstjórum árið 1906 er ákváðu strax
að láta byggja fyrir sig togara í Englandi.
Togarinn, sem hlaut nafnið „Jón forseti“, kom
hingað altilbúinn til að geta byrjað fiskiveiðar
rétt fyrir áramótin 1906—1907. Þetta þótti all-
myndarlega af stað farið. Félaginu gekk svo
vel, að það lét byggja hvert skipið af öðru og
keypti líka notuð skip. Fyrsti togaraskipstjóri
félagsins var Halldór Kr. Þorsteinsson og var
það góð undirstaða undir velgengni félagsins,
er hann lagði með sinni fyrirmyndar skipstjórn
og aflabrögðum á „Jóni forseta" og „Skúla
fógeta“ hinum fyrri. Félagið hefur þó orðið
fyrir miklu tjóni, þar sem það hefur, frá stofn-
un þess, misst fimm togara, og þar af einn
með allri áhöfn. Þetta er gífurlegt tjón af ekki
fleiri skipum og á ekki lengri tíma. Oft hefur
félaginu græðst fé, enda hefur það fært út
kvíarnar með hinni stóru fyrirmyndar síldar-
verksmiðju á Djúpuvík. Síðustu árin hefur það
hinsvegar, eins og öll önnur togarafélög, átt
við erfiðleika og taprekstur að stríða.
Um haustið 1906 var einnig stofnað annað
félag hér í Reykjavík, sem vildi eignast tog-
ara, en það var Fiskveiðahlutafélagið Island.
VÍKIN G U R
Hjalti Jónsson hefur sagt mér, að fyrstu orðin,
sem lágu til stofnunar þessa félags hafi verið
sögð af okkur tveimur, er við einn góðan
sunnudag 1906 vorum í útreiðartúr uppi í
Mosfellssveit, en Hjalti átti, sem kunnugt er,
mestan þáttinn í að stofna þetta félag, og
mátti því bezt vita, hvar hann þreifaði fyrst
fyrir sér um fylgi til handa þessu máli, en
það er rétt, að við strengdum þess heit í nefnd-
um túr að stofna félag, er skyldi kaupa einn
togara til að byrja með og skyldi Hjalti verða
með þann fyrsta, en ég með þann næsta, ef
fleiri yrðu keyptir. Um haustið var safnað
hlutafénu, rúmum 100 þús. krónum. Eftir ára-
mótin var Hjalti sendur til Englands til þess
að kaupa togara og kom hann með togarann
í marzmánuði. Var hann skírður „Marz“.
Okkur skútuskipstjórunum var oft búið að
sárna, þegar við lágum í logni og vissum af
nógum fiski á næstu grösum, en gátum ekkert
hreyft okkur. Við höfðum séð marga útlenda
togara hvað eftir annað með fullt dekkið af
fiski og það einnig þeirri tegund fiskjar, er
ekki tók beitu, flatfisk. Það var hart í sumar-
blíðunni að þurfa að horfa upp á þetta og geta
ekkert aðhafzt. Það var þá heldur ekki undar-
legt, þótt áhugamönnum rynni til rifja og
langaði til að reyna lukkuna með togara.
Útgerð fyrsta togara fyrrnefnds félags byrj-
aði því í marzmánuði 1907 með 30 þúsund kr.
reikningsláni í íslandsbanka, sem fljótt var
uppétið og hrökk skammt, en við þetta varð
samt bjargast.
Með sögu þessafa tveggja togarafélaga, þ. e.
Aliance-félagsins og íslandsfélagsins, er að
miklu leyti sögð saga togaraútgerðarinnar.
Mörg fleiri togarafélög voru þá þegar stofnuð.
Að sönnu var afkoma félaganna ærið misjöfn
og kemur þar margt til greina. Menn voru mis-
jaínlega fengsælir og stjórnin á öllu í landi
fór mjög misjafnlega úr hendi. Þessi útgerð
gekk þó svo vel, að margir fleiri vildu eiga
togara, eða að minnsta kosti hluti í togara-
félagi. Það endurtók sig nú, sem gerðist, þegar
m