Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 30
araflinn 1932—35 var miklu minni en á fyrra
tímabilinu. Og úr því að meðaldagaflinn hafði
minnkað, hlaut stofninn að hafa dregizt saman.
Skýrslurnar staðfesta fyllilega þá niðurstöðu,
sem við komumst að með því að athuga dags-
aflann, að ýsustofninn hafði minnkaM til muna.
Allar líkur benda til þess, að ýsustofninn sé
að minnka á fslandsmiðum. Hlutfállsf jöldi stóra
skarkolans hefur einnig minnlcaS til muna.
Hann var 19% 1921 og 1922 17% 1923 og
1924, en hefur lækkað síðan niður í 9%. Heild-
araflinn hefur farið rýrnandi. Þróun lúðuveið-
anna er mjög lík þróun kolaveiðanna að öðru
en því, að heildarafla lúðu hrakar miklu örar
og dagveiðin breytist mjög lítið eftir stríðið.
Meðalveiðin á 100 togtímum 11 vættir 1922—
29, en aðeins 8,6 vættir 1930—37.
Sýnist það vera greinilegt, að stofninn hefur
dregizt mjög saman.
Við höfum nú lokið því að athuga ýsu, skar-
kola og lúðuveiðarnar við Island, og höfum
komizt að þeirri niðurstöðu, að stofnar þessara
þriggja tegunda hafi látið mjög á sjá, vegna
hinna áköfu veiða“. Þetta eru helztu kaflarnir,
sem okkur varðar úr nefndum fyrirlestri, en
það eru líka rök og tölur sem tala. í síðasta
fyrirlestrinum segir svo: „Ég hef reynt að
sýna fram á það í þessum fyrirlestrum, að rán-
fiski á sér stað í mörgum greinum togaraveið-
anna í NV-Evrópu. Hér er tvennt öðruvísi en
skyldi. I fyrsta lagi er of mikil veiðisókn, sem
veldur því, að aflinn er fyrir neðan það há-
mark, sem hann gæti staðið á. I öðru lagi er
fiskurinn veiddur of ungur, en með iþví er sóað
til ónýtis mergð af undirmálsfiski, sem ætti að
njóta lífs og vaxtar í sjónum. Róttækar reglur
um möskvastærð geta ráðið bót á síðar talda
bölinu, en við hinu fyrr talda er aðeins ein
róttæk bót, sem sé minnkun fiskveiða“.
Fyrir okkur íslendinga er minnkun fiskveið-
anna í þessu þrennu fólgin:
1. Að friða hin íslenzku mið fyrir ágangi
Breta og annarra útlendinga,
2. að friða þau fyrir innlendum togurum
og dragnótdbátum og
3. búa svo sjálfir að sínu.
Viðauki.
Nú, eftir að ég hef lokið ritgerð minni,
„Rýmkun landhelginnar lífsskilyrði fyrir ís-
lenzku þjóðina", berst mér ýtarlegt erindi frá
herra Bjarna Eiríkssyni, kaupmanni í Bolung-
arvík, þar sem hann gerir mjög merkilega
grein fyrir bæði út- og innmiðum við fsafjarð-
ardjúp. Er ég honum þakklátur fyrir að hafa
samið það.
Þegar hann hefur lokið lýsingu miðanna,
gefur hann stutta en gagnorða lýsingu á fiski-
veiðunum við Djúpið og hvernig litið er á gagn-
semi hinnar nýju friðunarlínu fyrir Vestfirði,
og tel ég rétt að birta hana sem viðauka við
framannefnda ritgerð, sökum þeirrar miklu
þýðingu, sem fiskiveiðarnar hafa fyrir afkomu
manna við ísafjarðardjúp og fyrir Vestfirði
yfirleitt. Hún er í aðaltriðum þannig:
„Árabátar og síðar litlir vélbátar réru að
jafnaði ekki utar en á Kögur og mið þar inn
af og í Djúpið, einkum á vorin, nema þá sér-
staklega góðar gæftir væru. En er vélbátar
stækkuðu í 5—8 lestir, var mjög oft sótt lengra
út eftir fiskstöðu.
Nú síðustu árin, er bátar stækkuðu ennþá
meir, 20—70 lestir, er oftast sótt 20—40 sjó-
mílur út frá Deild. Helzt von á að fá afla svo
langt undan landi og vestur allt til Látrabjargs
og norður með Ströndum allt austur fyrir Horn.
Landhelgislínan (þriggja sjómílna) er hér
út af Deildinni um Kvíarmið, en nýja friðunar-
línan um Kögurinn, en er utar eftir því sem
norðar dregur og innar eftir því sem sunnar
dregur.
Lúðuveiði sem sérveiði hefur ekki verið
stunduð héðan þau 35 ár, sem ég hef dvalið
hér um slóðir, aðeins stöku sinnum verið lögð
fá sprökusnæri og þá einkum um Öskubakinn
og Kambana, en lúða veiðist hér á öllum miðum
síðari hluta vetrar og mest vor og sumar á
fiskilóðir, en yfirleitt fremur smá af eðlilegum
ástæðum. Venjulegar lóðir halda illa stórlúðu
að jafnaði. Lúða hefur oft veiðst vel, þegar
friður er á miðum fyrir botnvörpuveiðum, svo
sem var í fyrri heimsstyrjöldinni og hinni síð-
ari og fyrstu árin eftir þær.
Ég ætla svo að lokum að minnast lítillega
á fiskgöngur hér fyrr og nú, og mitt álit á
hinni nýju friðun og áhrifum hennar á fiski-
veiðar hér um slóðir.
Fiskgengd virðist mikil út af Vestfjörðum,
sbr. góður afli togara á Halamiðum og víðar
á djúpmiðum fyrr og síðar.
Afli var hér líka góður á stríðsárunum og
fyrstu árin þar á eftir, en hefur síðan farið
minnkandi með ári hverju. Fiskinum er eytt á
djúpmiðum jafnóðum og hann gengur upp á
landgrunnið. Síðastliðinn vetur voru oftast
stórhríðar og stormar frá því um miðjan des-
ember og fram eftir janúarmánuði, svo að tog-
veiðiflotinn gat ekki nema öðru hvoru verið
við veiðar og mjög sjaldan á dýpstu miðum.
Þá brá svo við, að fiskur gekk hér inn í Djúp,
og var góður reytingur í janúarmánuði inni í
Djúpinu. Á þeim tíma hefði vart verið farnar
124
V í K I N G U R