Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Qupperneq 3
Heimsins stærsti
og fullkomnasti botnvörpungur
Ekki eru mörg ár liðin síðan að hinir nýju
togarar okkar, sem við köllum ónefninu „ný-
sköpun“, voru taldir þeir fullkomnustu í heimi
og hafa eflaust verið það til þessa. Að vísu voru
þeir ekki hinir stærstu, þótt stórir væru, því
Frakkar, Spánverjar og Portúgalar hafa átt og
eiga stærri togara, enda nauðsynlegt þessum
þjóðum, sem verða að sækja á fiskimið þúsundir
mílna frá heimalandinu.
Rétt fyrir síðustu heimsstyrjöld sáust einnig
hér á miðunum mjög stórir þýzkir togarar, sem
íslenzkum sjómönnum þóttu að vonum nýstár-
legar fleytur, sakir stærðar og útbúnaðar, enda
sjóborgir hinar mestu, sem oft sýndi sig, er
hvessti á hinum illræmdu Halamiðum, er gömlu
íslenzku togararnir áttu í vök að verjast.
Bretar hafa einnig átt einstaka stóra togara
og má í því sambandi nefna „Imperialist", en
eftir að íslendingar fengu sína nýju byggða í
brezkum skipasmíðastöðvum, fóru þeir heldur
betur að rumska og hafa síðan bætt flota sinn
mun vera með eindæmum og telur skipstjórinn
að hér hafi verið um að ræða mikla fiskgöngu
frá hafdýpinu, sennilega alla leið frá Labrador,
er síðan hafi dreift sér um þennan fiskgrunn.
En í slíkum fiskgöngum er vandinn mestur að
fylgja göngunni eftir, eins og fiskimönnum er
næsta kunnugt.
Veðrið á Fyllubanka í þetta sinn var oftast
sæmilegt, en nokkur „ruddi“ er á leið. Greini-
lega mátti sjá, að hinir erlendu skipstjórar og
fiskimenn voru ekki vanir slíkri fiskmergð og
gekk þeim því mjög misjafnlega að ná afla um
borð.
Auk Egils rauða voru þarna staddir um tíma
þeir Ólafur Jóhannesson frá Patreksfirði, Goða-
nes og loks Þorsteinn Ingólfsson frá Bæjarút-
gerð Reykjavíkur. f þessari ferð bjargaði Egill
rauði skiphöfninni af færeyska skipinu Hjör-
dís, sem kviknað hafði í. Auk þess kviknaði í
norska togaranum Nordhav 5., sem var 20 mín-
útna siglingu frá Agli rauða, er hann sendi út
neyðarskeyti. Egill fór þegar á vettvang, en svo
með nýsmíði, búna öllum hugsanlegum nýtízku
tækjum, fyrir sína beztu fiskimenn (venjulega
íslenzka). Nú í vor hafa þeir víst slegið öll met,
hvað stærð og fullkomleika snertir, þar sem er
hinn einstæði togari ,,Fairtry“.
í síðustu viku aprílmánaðar buðu eigendur
„Fairtry", Chr. Salvesen & Co. í Leith og bygg-
endur, John Lewis & Sons Ltd., Aberdeen, blaða-
mönnum, togaraeigendum og mörgum fleirum,
að skoða hið nýja skip rétt áður en það lagði úr
höfn í fyrstu veiðiferðina.
Fyrir nokkrum árum hófu Bretar tilraunir
með nýja veiðiaðferð botnvörpunga, þannig að
varpan var dregin beint aftur af skipinu og
tekin inn á skut, þannig að vírarnir lágu aftur
með báðum síðum. Hugmyndin er ekki ný og
má í því sambandi geta þess, að íslendingur
mun hafa verið með þeim fyrstu, eða ef til vill
sá fyrsti, sem stakk upp á slíkri veiðiaðferð.
Við tilraunir þessar notuðu Bretar gamla „kor-
vettu“ og var haldið nokkurri leynd yfir til-
vel tókst til, að ráðið var niðurlögum eldsins
litlu síðar.
Víst er um að hinir erlendu togarar öfluðu
ágætlega þarna á þeirra mælikvarða og ekki
vantaði þá mannskapinn til að taka á móti afl-
anum. Var til dæmis portúgalski togarinn St.
August með 80 manna áhöfn, en segja má
skrumlaust, að íslenzku togurunum tókst mun
betur að hagnýta sér þetta tækifæri, enda
kannske vanari slíkum aflahrotum.
Skipstjórinn á Agli rauða er Gunnar Þórar-
insson, ungur dugnaðargarpur. Hann er ættað-
ur frá Rauðstöðum í Arnarfirði. Sjósókn byrj-
aði hann um fermingu hjá Jens Hermannssyni,
miklum aflamanni. Gunnar hefur verið á togur-
um frá árinu 1930, er hann byrjaði með hinum
landskunna aflakóngi, Vilhjálmi Árnasyni. En
skipstjóri á Agli rauða hefur hann verið síðast-
liðin tvö ár. Gunnar er yfirlætislaus maður og
vill sem minnst halda sínum hlut á lofti, en það
er einmitt einkenni okkar duglegustu fiski-
manna.
VÍKINGUR
167