Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Qupperneq 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Qupperneq 6
arlegu og stjórnarfarslegu tilliti urðu þeir merk- isberar hins gotnesk-germanska þjóðflokks, settu á stofn hina fyrstu þjóðkirkju, innleiddu bókstafslestur, sömdu lögbækur o. fl. Germanir, sem bjuggu við strendur Jótlands og á eyjunum, þokuðust smátt og smátt lengra suður á bóginn. í löndum þeim, sem Germanir lögðu undir sig, risu upp mörg ríki. Helzt þeirra var Frankaríki, sem um 800 eftir tímatali voru tók yfir núverandi Frakkland, Suður- og Vestur- Þýzkaland og nokkurn hluta af ítalíu og Spáni. Germanska þjóðin er þannig vaxin upp úr ger- mansk-keltneskum jarðvegi, undir rómverskum menningaráhrifum. Jótar stofnuðu ríki á hin- um suðlæga Kentskaga. Saxar frá bökkum Sax- elfar tóku sér bólfestu á Suður-Englandi, settu á stofn mörg ríki og stofnuðu ýmsar borgir. Mörgum sinnum ruddust landnemahópar Dana og Norðmanna upp um strendur Bretlands hins mikla. Tímabilinu lauk með því, að Normannar hertóku England árið 1066. Rússar eða Slafar er talið að hafi flutzt inn frá vesturhluta Mið-Evrópu nálægt 2000 árum áður en tímatal vort hefst. Hin fyrsta slafneska ríkismyndun stafar af norrænum áhrifum, þar eð Norðurlandabúar, „Væringjar“, sem her- menn og kaupmenn öðluðust metorð og völd í austurslafneskum borgum og stofnuðu herskáa aðalsstétt. Þegar á 9. öld settu þeir á stofn ríki, höfuðborg þess var Novgorod, og skömmu síðar stofnuðu þeir ríki sunnar, og varð Kiev höfuð- borg þess. Sjálft nafnið ,,Rus“, sem upphaflega var nafn á sænskum kynflokki, var notað sem heiti á þessum rússneska aðalsflokki. Danmörk hefur margoft síðar, ekki síður en Norvegur og Svíþjóð, verið upphafsstaður margra, mikilla þjóðflutninga og landvinninga- leiðangra. í byrjun 10. aldar settust norskir og danskir víkingar að beggja vegna Signufljóts- ins í Frakklandi og heitir þar síðan Normandi. Auk margra víkingaferða til Englands, gerðu þeir einnig árásir á Spán. Norðmenn settust að á skozku eyjunum og írlandi, fundu ísland og Grænland og námu þar land, og svo fundu þeir eða réttara sagt íslendingar, er áður höfðu fundið leiðina til Grænlands, Ameríku, nálega 500 árum áður en Evrópumenn námu þar land. Þess má ennfremur geta, að Jótar námu og byggðu Holland. — Rómverski sagnaritarinn Tacius skrifar, að eyjarnar og ströndin hafi þá verið óbyggð, en þessir nýlendumenn hafi verið orðnir nafnfrægir hermenn í orustum við Róm- verja og síðar á Bretlandi. Þeir léku sér að því að synda yfir ána Rín í öllum herklæðum. Þeir urðu síðar meðal hinna fremstu í verzlun, fisk- veiðum og siglingum. Af því, sem að framan segir, leynir það sér ekki, að það sem landfræðingurinn og sagna- ritarinn Strabo skrifar þegar á 3. öld eftir voru tímatali, „aö þær þjóðir, sem lifa langs strand- lengjunni noröur með hafinu, eru hinir sterk- ustu og dugmestu hermenn“. Eftir að sjóleiðin til Indlands var fundin og síðar eftir að Ameríka fannst, vaknaði áhugi hjá þjóðflokkum Evrópu fyrir því að bindast samtökum um þau verkefni, er biðu þeirra í þessum fjarlægu heimsálfum. í fyrstu hófust útflutningarnir í smáum stíl, en á 18. og 19. öld urðu þeir geysimiklir. Hin nýju lönd voru numin, og þessar þjóðir tóku fljótt að sér for- ustuna. Eigi skal frekara farið út í það efni hér. Aðstöðunni er nú þannig háttað, að hinn keltnesk-germanski, eða nánar tiltekið hinn engilsaxnesk-germanski kynflokkur, hefur auk yfirgnæfandi yfirráða í Evrópu og Ameríku, hlotið yfirráð í miklum hluta heimsins. Þess má ennfremur geta, að á ýmsum stöð- um í heiminum er greinilegur stéttamunur, meðal annars í Englandi, þar sem margir lá- varðanna, sem eru afkomendur ensku sigurveg- aranna, eiga miklar jarðeignir og svipað hefur það verið víðar til skamms tíma. Við þetta má bæta nokkrum skýringum, sem prófessor Wieth Knudsen skrifar nýlega um Norðurlandabúa. Hann segir meðal annars: „Þrátt fyrir þótt við lifum í þjóðbraut og getum ekki stært okkur af að vera neitt stór- veldi, höfum við þó gert sitt hvað, sem ég hygg, að margir aðrir hefðu tæplega getað gert. Sagn- fræðingarnir fullyrða, að bak við menningu forn Grikkja séu menn ættaðir frá Norðurlöndum. Jonarnir og Dorarnir komu til Grikklands frá Norðurlöndum, og þeir hafa öll ættareinkenni Norðurlandabúa. „Venus frá Mílo“ er eftirmynd józkrar bóndastúlku. Norðurlandabúar höfðu alla þá andlegu eiginleika, sem þurfti til, til þess að byggja upp grísku menninguna, sem við þekkjum. Eenesawse-menningin í Italíu er frá Norðurlöndum. — Og þetta er ekkert óskilj- anlegt, þegar maður lítur á það, að það eru af- komendur Norðurlandabúa, sem hafa gert Ameríku að því stórveldi, sem hún er“. Að svipaðri niðurstöðu kemst hinn aldraði kirkjusöguritari Andres Jensen, sem flutti frá Danmörku til Bandaríkjanna árið 1853 og eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í 82 ár heim- sótti Danmörku 1935. Þegar hann við brottferð sína kvaddi ættland sitt aftur, sagði hann: „í ungdæmi mínu var Chicago lítið þorp og San Francisco spænskur sveitabær, en danskir, norskir og sænskir inn- flytjendur búsettu sig á þessum stöðum og VÍKINGUR IVD

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.