Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Side 10
COELACMITHER Fiskurinn 50. miljón ára gamli Hinn 22. desember 1938 var lítill togbátur, frá smábænum East London í suðaustur Afríku, að veiðum skammt frá ströndinni. Skipverjar höfðu nýlega tekið inn vörpuna og voru að að- greina aflann. Smæsti fiskurinn fór fyrir borð aftur, og eins fisktegundir, sem ekki voru selj- anlegar, og smátt og smátt tók fiskkösin að minnka. Þá kom í ljós, neðst í hrúgunni, harla einkennileg skepna, sem skipverjar höfðu aldrei séð áður eða heyrt getið um. Fiskurinn var afar stór, um hálfur annar metri að lengd, blágrár að lit. Hann lá ekki á hliðinni, eins og aðrir fiskar á þilfarinu, heldur á réttum kili og studdi sig í þeirri stellingu með hliðaruggunum, sem líkastir voru armleggjum. Hann góndi illilega á fiskimennina, stórum gulgrænum glyrnum og opnaði kjaftinn, sem var þakinn smáum, hvöss- um kattartönnum, ef einhver kom í nálægð hans. Goosens skipstjóri og skipverjar hans tóku nú að ráðgast um hvað gera skyldi við þetta einkennilega kvikindi, sem líktist fremur land- dýri eða láðs- og lagardýri, heldur en venjuleg- um fiski í sjó. Um tíma virtist ætla að verða ofan á að dýrinu skyldi hent fyrir borð, en þá datt einhverjum í hug að skepna þessi væri bezt komin á safni. Já, auðvitað safni. Safnið í East London skyldi fá hana. Og svo var haldið til lands, en eftir þrjá klukkutíma var fiskurinn dauður á þilfarinu. Síðan eru ýmsar útgáfur af því, hvað gerð- ist í East London. Bærinn er lítill, þótt íbú- arnir séu nokkuð margir, og „safnið“, sem bæjarbúar kölluðu svo, var hvorki veglegt að vöxtum eða gæðum safnmuna. Þar ægði öllu saman, útstoppuðum fuglum, gömlum, þjóðleg- um munum og sem sagt öllu mögulegu. öllum gjafamunum, sem bárust, var tekið með þökk- um, sumum af glöðu hjarta, en aðrir voru þakk- burð snertir, heldur og litarhátt, framkomu o. fl. Þar má sjá veluppfærða Norðurálfubúa, Breta, háværa Frakka, ítali, Bandaríkjamenn og fjölda annarra þjóða menn. Arabarnir skera sig þó ætíð úr, ekki eingöngu í klæðaburði, held- ur og í neyzlu matar og drykkja, enda sagðir fastheldnir í gamla máriska siði. T. d. má eng- inn rétttrúaður Arabi neyta áfengra drykkja, að minnsta kosti ekki á almannafæri, í stað þess sitja þeir yfir háum glösum með legi af fersk- um, grænum teblöðum. Drykkur þessi er sterk- ilmandi af alls konar kryddi og sagður bæði hollur og sótthreinsandi — Allah Ahkbar. Kaunum hlaðnir og tötrum klæddir betlarar sitja eða liggja víða á götum úti og biðja veg- farendur ásjár með hógværum harmtölum, .en slíkt vekur ekki mikla athygli á þessum slóð- um. Þó varð mér starsýnt á einn þeirra um stund, vegna þess að ekki var annað séð en að líki hefði verið komið þarna fyrir, en ekki lif- andi veru. Maðurinn, háaldraður Arabi, klædd- ur gulum, víðum sloppi, með áfastri hettu yfir höfuðið, sat á hækjum sínum og hélt biðjandi lófanum út frá sér á beinum, en stuðningslaus- um handlegg. Augun voru galopin, en auga- steinar sáust engir. I stað þeirra var gulleit hvítan, öll drifin storknuðu blóði, ekki ósvipað og að augunum hefði verið snúið við. Enginn taug eða vöfði sást hreyfast hið minnsta þá drykklöngu stund, sem ég horfði á þetta fyrir- bæri. Ekki einu sinni er ég lét pening falla í lófann, varð hinn minnsti vottur um líf sjáan- legur. Loks sneri ég frá, en leit brátt til baka, og viti menn — peningurinn var horfinn úr lófa ,,líksins“, en það er víst ekki ofsögum sagt, að æfingin skapi meistarann. Tanger-búum er, af einhverjum, mér ókunn- um ástæðum, mein illa við myndavélar snuðr- andi, og forvitinna ferðamanna og ekki mun árennilegt að verða fyrir reiðum Araba í Tanger Eflaust mætti skrifa margt og mikið um sér- kenni þessarar óvenjulegu borgar, en til þess þyrfti lengri viðdvöl á staðnum, heldur en ör- fáar klukkustundir, en um miðaftan þessa dags leggur Katla úr höfn í Tanger og stefnir norður eftir — til Reykjavíkur. 174 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.