Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Side 11
Latimera Chalumnæ aðir af hæversku og þar á meðal skrýtna skepn- > an hans Goosens skipstjóra. Forstjóri safnsins, ungfrú Latimer, sá strax að þetta var í hæsta máta óvenjuleg skepna og tók við henni, þótt safnið ætti engin tælci til að varðveita hana óskemmda. Fiskinum var komið fyrir í kjallara hússins, en þaðan fór brátt að berast óþægi- legur þefur, því desembermánuður er heitasti tími árs á þessum slóðum. Þá datt ungfrú Latimer í hug að þetta væri nokkuð fyrir dr. J. L. B. Smith, sem var prófessor í dýrafræði við Rhodes háskólann í Grahamstown. Hún sett- ist því niður, ritaði honum bréf og sendi hon- um einnig teikningu af skepnunni. Nú liðu nokkrir dagar, en ekkert svar barzt frá dr. Smith, en fiskurinn lá í kjallaranum og rotnaði. Annan jóladag sá hún að eitthvað varð að gera, því þefurinn frá kjallaranum var orð- inn næsta óþægilegur. Hún fékk því lagtækan þúsundþjalasmið til þess að taka innan úr fisk- inum og stoppa hann síðan út, eftir kúnstarinn- ar reglum. Á nýársdag 1939 var beðið um símtal við ungfrú Latimer frá bænum Kuysva, sem lá um 300 km frá East London, og í símanum var dr. Smith, sem virtist mikið niðri fyrir. Hann spurði um fiskinn. Jú, hann var á öruggum stað og listfenglega útstoppaður. En líffærin? Líf- færin! Þeim hafði verið fleygt fyrir löngu síð- an. Dr. Smith lá við gráti. Hann hafði verið í jólaleyfi og hafði ekki borizt bréfið í hendur fyrr en þetta, en nú lagði hann umsvifalaust af stað til East London. Hinn 18. marz 1939 Birtist í hinu virðulega brezka vísindariti, ,,Nature“, grein eftir dr. J. L. B. Smith, en þar segir meðal annars: „Það er sérstakur heiéur fyrir mig, aö gen. et. sp. Novae. geta tilkynnt fund á Crossoperygiskum fiski, sem talinn var löngu útdauöur í enda hins Mesozoiska jarötímabils. Fiskurinn veiddist í botnvörpu á U0 fa'ðma dýpi, nolckrar mílur fyrir sunnan East London. Hinum rotnandi innylflum var fleygt og fundust ekki aftur, en sjálfur fiskurinn var stoppaður af kunn- áttumanni staöarins. Fiskurinn er 1500 mm langur og vóg 127 Ibs. (57.531 gramm), er hann veiddist. Liturinn var Ijós-stálblár, en er nú brúnleitur eftir meöferö og varöveizlu. Ég legg til aö hann verði kallaður Latimera Chalumnæ gen. et sp. Novae“. Fiskurinn var með öðrum orðum nefndur eft- ir hinni samvizkusömu ungfrú Latimer, er gerði allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að varð- veita þennan dýrmæta fund. (Hefði hún aðeins vitað, að nokkrir hnefar af salti gátu leyst vand- ann!) Seinna nafnið, Chalumnæ, er eftir sam- nefndu fljóti, þar sem fiskurinn veiddist út af. Nú varð málið forsíðuefni heimsblaðanna, þótt almenningur gerði sér ekki grein fyrir mikilvægi þess. Brezka blaðið The Illustrated London News sendi ljósmyndara sinn til Afríku, til þess að taka myndir af hinum fræga fiski og birti þær síðan í blaðinu með athugasemd- inni: „Worlds Copyright“-alheims einkaleyfi. — En samt hikaði ekkert blað við að stela mynd- unum og birta lesendum sínum, sem störðu undrandi á þetta einkennilega fornaldardýr, en vísindamennirnir hrósuðu happi. Brot úr langri grein um Coelacanther. VÍKINGUR 175

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.